Ekki í myndinni að segja af sér 2. nóvember 2004 00:01 Meirihluti borgarstjórnar lýsti yfir stuðningi við Þórólf Árnarson sem borgarstjóra í gær. Þegar sjálfstæðismenn vildu ræða stöðu borgarstjórans og aðild hans að olíusamráðinu á borgarstjórnarfundi líkti Alfreð Þorsteinsson umræðunni um Þórólf við galdraofsóknir. Engin efnisleg umræða um olíusamráðið fór fram á fundi borgarstjórnar í gær. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn hóf utandagskrárumræðu um stöðu Þórólfs Árnasonar sem borgarstjóra á borgarstjórnarfundi í gær. Hann sagði að án þess að hann væri með ásakanir áður en fólk væri fundið sekt, þyrfti borgarstjóri og Reykjavíkurlistinn að gera það upp við sína samvisku hvort Þórólfi væri stætt að halda áfram sem borgarstjóri. Olíufélögin hefðu ekki farið vel með borgina og það mál þyrfti að ræða í borgarstjórn, en ekki bara innan R-listans. Skömmu áður höfðu borgarfulltrúar R-listans fundað með Þórólfi, þar sem staða hans sem borgarstjóra var rædd. Eftir fundinn sagði Þórólfur að það væri ekki inn í myndinni að segja af sér og að hann nyti trausts meirihluta borgarstjórnar. Borgarfulltrúarnir tóku í sama streng. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrum borgarstjóri, sagðist styðja Þórólf af fullum hug. Anna Kristinsdóttir sagði að ekkert nýtt hefði komið fram í málefnum Þórólfs, frá því að hann útskýrði mál sitt í júlí í fyrra og hefði það verið niðurstaða borgarfulltrúar R-listans að styðja hann áfram. Í lok júlí í fyrra sagði Þórólfur á fundi borgarráðs að honum hafi ekki verið kunnugt um að olíufélögin hafi haft með sér samráði í útboði Reykjavíkurborgar árið 1996. Þá þurfti hann sérstaklega að útskýra tölvupóst sem hann sendi forstjóra Olíufélagsins, auk deildarstjóra um miðjan júlí 1996, þar sem sagði; "Tvær leiðir: Stinga djúpt og ná viðskiptunum, eiga þá á hættu að missa framlegð niður ef verð fréttist. Hin leiðin að skoða stærri dæmi í samhengi. Ákveða þarf á næsta fundi verðpólitík miðað við þessar tvær leiðir og eiga báðar í vasanum fram á síðustu stund." Alfreð Þorsteinsson varaði fólk gegn því að hefja ofsóknir gegn borgarstjóranum og líkti þeirri umræðu við galdraofsóknir, í ræðu sinni á borgarstjórnarfundi. "Ég nefni Geirfinnsmálið og ég nefni Hafskipsmálið," sagði hann í ræðu sinni. Þá sagði Alfreð að honum sýndist fólk vera að draga Þórólf til ábyrgðar umfram aðra sem málinu tengdust. Borgarstjórn Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Stj.mál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira
Meirihluti borgarstjórnar lýsti yfir stuðningi við Þórólf Árnarson sem borgarstjóra í gær. Þegar sjálfstæðismenn vildu ræða stöðu borgarstjórans og aðild hans að olíusamráðinu á borgarstjórnarfundi líkti Alfreð Þorsteinsson umræðunni um Þórólf við galdraofsóknir. Engin efnisleg umræða um olíusamráðið fór fram á fundi borgarstjórnar í gær. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn hóf utandagskrárumræðu um stöðu Þórólfs Árnasonar sem borgarstjóra á borgarstjórnarfundi í gær. Hann sagði að án þess að hann væri með ásakanir áður en fólk væri fundið sekt, þyrfti borgarstjóri og Reykjavíkurlistinn að gera það upp við sína samvisku hvort Þórólfi væri stætt að halda áfram sem borgarstjóri. Olíufélögin hefðu ekki farið vel með borgina og það mál þyrfti að ræða í borgarstjórn, en ekki bara innan R-listans. Skömmu áður höfðu borgarfulltrúar R-listans fundað með Þórólfi, þar sem staða hans sem borgarstjóra var rædd. Eftir fundinn sagði Þórólfur að það væri ekki inn í myndinni að segja af sér og að hann nyti trausts meirihluta borgarstjórnar. Borgarfulltrúarnir tóku í sama streng. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrum borgarstjóri, sagðist styðja Þórólf af fullum hug. Anna Kristinsdóttir sagði að ekkert nýtt hefði komið fram í málefnum Þórólfs, frá því að hann útskýrði mál sitt í júlí í fyrra og hefði það verið niðurstaða borgarfulltrúar R-listans að styðja hann áfram. Í lok júlí í fyrra sagði Þórólfur á fundi borgarráðs að honum hafi ekki verið kunnugt um að olíufélögin hafi haft með sér samráði í útboði Reykjavíkurborgar árið 1996. Þá þurfti hann sérstaklega að útskýra tölvupóst sem hann sendi forstjóra Olíufélagsins, auk deildarstjóra um miðjan júlí 1996, þar sem sagði; "Tvær leiðir: Stinga djúpt og ná viðskiptunum, eiga þá á hættu að missa framlegð niður ef verð fréttist. Hin leiðin að skoða stærri dæmi í samhengi. Ákveða þarf á næsta fundi verðpólitík miðað við þessar tvær leiðir og eiga báðar í vasanum fram á síðustu stund." Alfreð Þorsteinsson varaði fólk gegn því að hefja ofsóknir gegn borgarstjóranum og líkti þeirri umræðu við galdraofsóknir, í ræðu sinni á borgarstjórnarfundi. "Ég nefni Geirfinnsmálið og ég nefni Hafskipsmálið," sagði hann í ræðu sinni. Þá sagði Alfreð að honum sýndist fólk vera að draga Þórólf til ábyrgðar umfram aðra sem málinu tengdust.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Stj.mál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira