Ómögulegt að spá um úrslit 2. nóvember 2004 00:01 Einhverjar mest spennandi forsetakosningar í manna minnum fara fram í Bandaríkjunum í dag. Mikil óvissa ríkir og fréttaskýrendum hefur reynst ómögulegt að spá um útkomuna. Mikill hiti er í frambjóðendum og er talið að þeir Bush og Kerry muni rjúfa þá hefð að vera ekki með áróður á kjördag en talið er að báðir muni í dag koma opinberlega fram til að reyna að hafa áhrif á þessum lokaspretti. Meðaltal sex kannana sem gerðar voru á síðustu þremur dögum sýna að Bush er með 48% fylgi en Kerry 46% fylgi. Þessi munur er þó innan skekkjumarka og telst því ekki marktækur. Stuðniningsmenn þeirra Bush og Kerry hafa lagt mikla áherslu á atkvæðasmölun á lokasprettinum og er talið að hún geti skipt sköpum um hver útkoman verður. Þeir Bush og Kerry gerðu allt sem þeir gátu í gær til að reyna að sannfæra þá sem enn eru óákveðnir. Milljónir manna hafa kosið utankjörfundar og búist er við að kosningaþátttakan nú geti orðið ein sú mesta í fjörutíu ár. Í könnun ABC sögðu 75% að þeir teldu kosningarnar nú þær mikilvægustu á sinni lífstíð. Fréttaskýrendur telja að mikil kosningaþátttaka geti orðið Kerry í hag þar sem nýir kjósendur og þeir sem kjósa sjaldan eru líklegri til að kjósa breytingar. Hins vegar hafa Bandaríkjamenn sýnt að þeir eru ekki viljugir til að breyta um forseta á stríðstímum og gætu því allt eins haldið sig við Bush. Kerry er nú á leið til Wisconsin, sem er eitt af lykilríkjunum, en þaðan mun hann halda til Boston þar sem hann mun bíða úrslitanna. George Bush greiddi atkvæði sitt í Crawford í Texas í morgun og mun á leið sinni til Washington koma við í Ohio. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Einhverjar mest spennandi forsetakosningar í manna minnum fara fram í Bandaríkjunum í dag. Mikil óvissa ríkir og fréttaskýrendum hefur reynst ómögulegt að spá um útkomuna. Mikill hiti er í frambjóðendum og er talið að þeir Bush og Kerry muni rjúfa þá hefð að vera ekki með áróður á kjördag en talið er að báðir muni í dag koma opinberlega fram til að reyna að hafa áhrif á þessum lokaspretti. Meðaltal sex kannana sem gerðar voru á síðustu þremur dögum sýna að Bush er með 48% fylgi en Kerry 46% fylgi. Þessi munur er þó innan skekkjumarka og telst því ekki marktækur. Stuðniningsmenn þeirra Bush og Kerry hafa lagt mikla áherslu á atkvæðasmölun á lokasprettinum og er talið að hún geti skipt sköpum um hver útkoman verður. Þeir Bush og Kerry gerðu allt sem þeir gátu í gær til að reyna að sannfæra þá sem enn eru óákveðnir. Milljónir manna hafa kosið utankjörfundar og búist er við að kosningaþátttakan nú geti orðið ein sú mesta í fjörutíu ár. Í könnun ABC sögðu 75% að þeir teldu kosningarnar nú þær mikilvægustu á sinni lífstíð. Fréttaskýrendur telja að mikil kosningaþátttaka geti orðið Kerry í hag þar sem nýir kjósendur og þeir sem kjósa sjaldan eru líklegri til að kjósa breytingar. Hins vegar hafa Bandaríkjamenn sýnt að þeir eru ekki viljugir til að breyta um forseta á stríðstímum og gætu því allt eins haldið sig við Bush. Kerry er nú á leið til Wisconsin, sem er eitt af lykilríkjunum, en þaðan mun hann halda til Boston þar sem hann mun bíða úrslitanna. George Bush greiddi atkvæði sitt í Crawford í Texas í morgun og mun á leið sinni til Washington koma við í Ohio.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira