Olíufélög leiti sátt við útgerðir 1. nóvember 2004 00:01 Olíufélögin eiga að hafa frumkvæði að því að taka upp viðræður við útgerðirnar um það hvernig hægt er að bæta fyrir það tjón sem útgerðirnar urðu fyrir vegna meints samráðs olíufélaganna. Þetta segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna. Friðrik segir að LÍÚ sé þessa dagana að skoða málið í heild lagalega meðal annars með hugsanlegan skaðabótarétt útgerða í huga. Hann segir að nokkur útgerðarfyrirtæki séu þegar byrjuð að kanna réttarstöðu sína gagnvart olíufélögunum með bótakröfu í huga. Hann segir ekki ljóst hvað olíufélögin hafi haft mikið af útgerðinni en það sé hans mat að olíufélögin eigi nú að hafa frumkvæði að viðræðum. Þau eigi að fara yfir málin með einstökum útgerðarfyrirtækjum og reyna að bæta fyrir tjónið sem þau ollu. Eitt dæmi um meint samráð olíufélaganna snertir kaup íslenskra fiskiskipa á olíu í Færeyjum árið 2001. Vegna hás olíuverðs á Íslandi byrjuðu íslensk útgerðarfyrirtæki að kaupa olíu í Færeyjum árið 1998 í ríkari mæli en þau höfðu gert. Landssamband íslenskra útvegsmanna gagnrýndi mikinn verðmun milli Íslands og Færeyja harðlega. Í skýrslu samkeppnisráðs kemur fram að olíufélögin hafi kunnað þessari gagnrýni afar illa. Í kjölfarið hafi þau beitt sér fyrir því að olíuverð til íslenskra skipa í Færeyjum yrði hækkað svo að þrýstingur á að olíuverð á Íslandi lækkaði myndi minnka. Beindust aðgerðir íslensku olíufélaganna gegn Statoil og Shell í Færeyjum. Í október árð 2001 höfðu íslensku olíufélögin í hótunum við Statoil um að hætta olíuviðskiptum við það ef það beitti sér ekki fyrir verðhækkun á olíu til íslenskra fiskiskipa í Færeyjum. Í kjölfarið féllst Statoil á að hækka verðið í Færeyjum. "Mér finnst sorglegt hvað þessir annars ágætu menn virðast hafa leiðst út í," segir Friðrik. "Eins og þetta lítur út þá er þetta miklu verra heldur en nokkurn hefði grunað. Það sem mér finnst koma fram í þessu er algjört virðingarleysi fyrir viðskiptavininum." Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Sjá meira
Olíufélögin eiga að hafa frumkvæði að því að taka upp viðræður við útgerðirnar um það hvernig hægt er að bæta fyrir það tjón sem útgerðirnar urðu fyrir vegna meints samráðs olíufélaganna. Þetta segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna. Friðrik segir að LÍÚ sé þessa dagana að skoða málið í heild lagalega meðal annars með hugsanlegan skaðabótarétt útgerða í huga. Hann segir að nokkur útgerðarfyrirtæki séu þegar byrjuð að kanna réttarstöðu sína gagnvart olíufélögunum með bótakröfu í huga. Hann segir ekki ljóst hvað olíufélögin hafi haft mikið af útgerðinni en það sé hans mat að olíufélögin eigi nú að hafa frumkvæði að viðræðum. Þau eigi að fara yfir málin með einstökum útgerðarfyrirtækjum og reyna að bæta fyrir tjónið sem þau ollu. Eitt dæmi um meint samráð olíufélaganna snertir kaup íslenskra fiskiskipa á olíu í Færeyjum árið 2001. Vegna hás olíuverðs á Íslandi byrjuðu íslensk útgerðarfyrirtæki að kaupa olíu í Færeyjum árið 1998 í ríkari mæli en þau höfðu gert. Landssamband íslenskra útvegsmanna gagnrýndi mikinn verðmun milli Íslands og Færeyja harðlega. Í skýrslu samkeppnisráðs kemur fram að olíufélögin hafi kunnað þessari gagnrýni afar illa. Í kjölfarið hafi þau beitt sér fyrir því að olíuverð til íslenskra skipa í Færeyjum yrði hækkað svo að þrýstingur á að olíuverð á Íslandi lækkaði myndi minnka. Beindust aðgerðir íslensku olíufélaganna gegn Statoil og Shell í Færeyjum. Í október árð 2001 höfðu íslensku olíufélögin í hótunum við Statoil um að hætta olíuviðskiptum við það ef það beitti sér ekki fyrir verðhækkun á olíu til íslenskra fiskiskipa í Færeyjum. Í kjölfarið féllst Statoil á að hækka verðið í Færeyjum. "Mér finnst sorglegt hvað þessir annars ágætu menn virðast hafa leiðst út í," segir Friðrik. "Eins og þetta lítur út þá er þetta miklu verra heldur en nokkurn hefði grunað. Það sem mér finnst koma fram í þessu er algjört virðingarleysi fyrir viðskiptavininum."
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Sjá meira