Þúsundir sjálfboðaliða við smölun 1. nóvember 2004 00:01 Forsetaframbjóðendurnir í Bandaríkjunum og kosningastjórnar þeirra reyna nú allt hvað þeir geta til að sannfæra kjósendur um að mæta á kjörstað á morgun. Ingólfur Bjarni Sigfússon skrifar frá Washington. Þúsundir sjálfboðaliða og starfsmanna kosningamiðstöðva fara nú mikinn í þeim ríkjum þar sem óvissan er ennþá mikil. Þar ríður á að allir kjósi og kjósi rétt og því er lögð mikil áhersla á að rétta fólkið mæti á kjörstaði. Metfjárhæðum er eytt í þetta verkefni en talið er að kosningamiðstöðvar kosti um þrjú hundruð milljónum dollara til þessa starfa, eða sem nemur ríflega 20 milljörðum króna. Annars eins fjáraustur hefur aldei sést áður. En það er beitt fleiri brögðum og óskemmtilegri. Frá Flórída berast fregnir af því að háskólanemar, sem skrifað hafi undir áskoranir þess efnis að maríjúana verði leyft eða refsingar barnaníðinga verði hertar, hafi án þess að átta sig á því verið að breyta kosningaskráningu sinni með sömu undirskrift. Margir þeirra hafa nú áttað sig á því að þeir eru allt í einu skráðir sem repúblíkanar en ekki demókratar og að heimilisföngum hefur verið breytt - sem gæti þýtt að viðkomandi nemar gætu ekki kosið á morgun. Í Pennsylvaníu var dreift miðum þar sem á stóð að búist væri við svo mikilli kosningaþátttöku að ákveðið hefði verið að lengja kosningarnar um einn dag. Repúblíkanar ættu að kjósa á þriðjudag og demókratar á miðvikudag. Lögreglan hefur hafið rannsókn á málinu. Ný könnun CBS sýnir að kjósendur hafa miklar áhyggjur af þessum fregnum, sem og öðrum af biluðum kjörvélum og týndum atkvæðum. Með hliðsjón af því hversu mjótt er á mununum í skoðanakönnunum spyrja sig margir hér vestra nú ekki hver heldur hvort einhver muni bera sigur úr bítum á morgun. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Hafmeyjustytta í Kaupmannahöfn fjarlægð vegna klúrra barma Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Sjá meira
Forsetaframbjóðendurnir í Bandaríkjunum og kosningastjórnar þeirra reyna nú allt hvað þeir geta til að sannfæra kjósendur um að mæta á kjörstað á morgun. Ingólfur Bjarni Sigfússon skrifar frá Washington. Þúsundir sjálfboðaliða og starfsmanna kosningamiðstöðva fara nú mikinn í þeim ríkjum þar sem óvissan er ennþá mikil. Þar ríður á að allir kjósi og kjósi rétt og því er lögð mikil áhersla á að rétta fólkið mæti á kjörstaði. Metfjárhæðum er eytt í þetta verkefni en talið er að kosningamiðstöðvar kosti um þrjú hundruð milljónum dollara til þessa starfa, eða sem nemur ríflega 20 milljörðum króna. Annars eins fjáraustur hefur aldei sést áður. En það er beitt fleiri brögðum og óskemmtilegri. Frá Flórída berast fregnir af því að háskólanemar, sem skrifað hafi undir áskoranir þess efnis að maríjúana verði leyft eða refsingar barnaníðinga verði hertar, hafi án þess að átta sig á því verið að breyta kosningaskráningu sinni með sömu undirskrift. Margir þeirra hafa nú áttað sig á því að þeir eru allt í einu skráðir sem repúblíkanar en ekki demókratar og að heimilisföngum hefur verið breytt - sem gæti þýtt að viðkomandi nemar gætu ekki kosið á morgun. Í Pennsylvaníu var dreift miðum þar sem á stóð að búist væri við svo mikilli kosningaþátttöku að ákveðið hefði verið að lengja kosningarnar um einn dag. Repúblíkanar ættu að kjósa á þriðjudag og demókratar á miðvikudag. Lögreglan hefur hafið rannsókn á málinu. Ný könnun CBS sýnir að kjósendur hafa miklar áhyggjur af þessum fregnum, sem og öðrum af biluðum kjörvélum og týndum atkvæðum. Með hliðsjón af því hversu mjótt er á mununum í skoðanakönnunum spyrja sig margir hér vestra nú ekki hver heldur hvort einhver muni bera sigur úr bítum á morgun.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Hafmeyjustytta í Kaupmannahöfn fjarlægð vegna klúrra barma Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Sjá meira