Einn skór úr átján bútum 30. október 2004 00:01 "Við smíðum skóna frá grunni. Það geta verið allt upp í 15-18 bútar í einum skó," segir Lárus Gunnlaugsson sjúkraskósmiður sem starfar hjá Össuri. Þar tekur hann á móti öllum sem þurfa að láta sérsmíða á sig skó og auk hans eru fjórir menn í vinnu við skósmíðarnar. Lárus útskrifaðist sem meistari í skósmíði 1982 og fór svo að áeggjan starfsmanns hjá Össuri í tveggja ára nám til Jököping í Svíþjóð til að læra smíði sjúkraskóa. "Það er alltaf ákveðinn fjöldi einstaklinga sem þarf á sérsmíðuðum skóm að halda," segir hann og byrjar að reikna. "Ætli það séu ekki framleidd svona um 700 pör á ári á Íslandi?" Hann segir misjafnar ástæður fyrir því að menn þurfi sérsmíðaða skó. "Sumir eru með einhverja fötlun sem útheimtir sérsmíðaða skól, aðrir þurfa breiðari skó en fást á markaðinum eða stífari sóla." Lárus upplýsir að sérsmíðaðir skór kosti á bilinu 100 til120 þúsund. "En ef maður reiknar tímavinnuna sem getur verið frá 24 upp í 36 klukkutíma þá er kaupið ekki mjög hátt," segir Lárus. Bætir við að barnaskór séu ódýrari, eða á 60-75 þúsund. Einnig nefnir hann að þróunin í Evrópu sé þannig að farið sé að fjöldaframleiða stuðningsskó fyrir börn sem séu mun ódýrari. Hann segir viðskiptavininn velja sér skó eftir myndum sem honum séu sýndar. "Stundum kemur hann með mynd af ákveðnum skóm sem hann hefur hug á að eignast og við reynum að verða við slíkum óskum, þó með heilsufarið í huga fyrst og fremst," segir Lárus að lokum. Atvinna Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
"Við smíðum skóna frá grunni. Það geta verið allt upp í 15-18 bútar í einum skó," segir Lárus Gunnlaugsson sjúkraskósmiður sem starfar hjá Össuri. Þar tekur hann á móti öllum sem þurfa að láta sérsmíða á sig skó og auk hans eru fjórir menn í vinnu við skósmíðarnar. Lárus útskrifaðist sem meistari í skósmíði 1982 og fór svo að áeggjan starfsmanns hjá Össuri í tveggja ára nám til Jököping í Svíþjóð til að læra smíði sjúkraskóa. "Það er alltaf ákveðinn fjöldi einstaklinga sem þarf á sérsmíðuðum skóm að halda," segir hann og byrjar að reikna. "Ætli það séu ekki framleidd svona um 700 pör á ári á Íslandi?" Hann segir misjafnar ástæður fyrir því að menn þurfi sérsmíðaða skó. "Sumir eru með einhverja fötlun sem útheimtir sérsmíðaða skól, aðrir þurfa breiðari skó en fást á markaðinum eða stífari sóla." Lárus upplýsir að sérsmíðaðir skór kosti á bilinu 100 til120 þúsund. "En ef maður reiknar tímavinnuna sem getur verið frá 24 upp í 36 klukkutíma þá er kaupið ekki mjög hátt," segir Lárus. Bætir við að barnaskór séu ódýrari, eða á 60-75 þúsund. Einnig nefnir hann að þróunin í Evrópu sé þannig að farið sé að fjöldaframleiða stuðningsskó fyrir börn sem séu mun ódýrari. Hann segir viðskiptavininn velja sér skó eftir myndum sem honum séu sýndar. "Stundum kemur hann með mynd af ákveðnum skóm sem hann hefur hug á að eignast og við reynum að verða við slíkum óskum, þó með heilsufarið í huga fyrst og fremst," segir Lárus að lokum.
Atvinna Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira