Halliburton aftur í kastljósið 29. október 2004 00:01 Bandaríska stórfyrirtækið Halliburton og tengsl þess við Bandaríkjastjórn eru í brennidepli eftir að bandaríska alríkislögreglan, FBI, hóf rannsókn á úthlutun verkefna í Írak til félagsins án útboðs til að athuga hvort glæpsamlegt athæfi hefði átt sér stað. Rannsóknin snýst að sögn lögreglu ekki að neinum sem starfar í Hvíta húsinu. John Edwards, varaforsetaefni demókrata, réðst harkalega að George W. Bush og Dick Cheney, forseta og varaforseta Bandaríkjanna, fyrir að gæta hagsmuna stórfyrirtækja frekar en almennings. "Síðustu fjögur árin hafa George W. Bush og Dick Cheney notað hvert tækifæri sem hefur gefist til að úthluta greiðum og gæta sérhagsmuna vina sinna," sagði Edwards. Cheney varaforseti var háttsettur stjórnandi hjá Halliburton áður en hann varð varaforseti og hefur stjórnvöldum verið legið á hálsi að gæta hagsmuna olíufyrirtækja á kostnað almennings. "Þú getur ekki staðið með Halliburton, stóru olíufélögunum og konungsfjölskyldu Sádi-Arabíu og á sama tíma barist fyrir hagsmunum bandarísks almennings," sagði Edwards. Lögreglan hóf rannsókn á Halliburton eftir að starfsmaður í samningagerð Bandaríkjahers sagði þeim að ólöglega hefði verið staðið að samningagerð við Halliburton vegna verkefna í Írak sem þeim var úthlutað án útboðs. "Þetta er versta misnotkun á úthlutunar- og samningakerfinu sem ég hef séð," sagði Bunnatine Greenhouse, yfirumsjónarmaður samninga fyrir verkfræðideild hersins, í viðtali við NBC-sjónvarpsstöðina. Stjórnendur Halliburton vísuðu ásökunum í sinn garð á bug og sögðu þær ekkert annað en áróður í kosningabaráttunni. Wendy Hall, talsmaður fyrirtækisins, benti á að eftirlitsstofnun á vegum stjórnvalda hefði komist að því að löglega hefði verið staðið að verkefni fyrirtækisins í Írak. Fyrri rannsókn lögreglunnar hefur leitt í ljós að Halliburton rukkaði Bandaríkjaher um of hátt verð fyrir eldsneyti og aðra þjónustu sem það veitti í Írak. Nýjustu kannanir Fox News Bush 50%, Kerry 45% 29. október TIPP Bush 46%, Kerry 46% 29. október Zogby Bush 47%, Kerry 47% 29. október GW/Battleground Bush 51%, Kerry 46% 29. október Washington Post Bush 49%, Kerry 48% 28. október Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Bandaríska stórfyrirtækið Halliburton og tengsl þess við Bandaríkjastjórn eru í brennidepli eftir að bandaríska alríkislögreglan, FBI, hóf rannsókn á úthlutun verkefna í Írak til félagsins án útboðs til að athuga hvort glæpsamlegt athæfi hefði átt sér stað. Rannsóknin snýst að sögn lögreglu ekki að neinum sem starfar í Hvíta húsinu. John Edwards, varaforsetaefni demókrata, réðst harkalega að George W. Bush og Dick Cheney, forseta og varaforseta Bandaríkjanna, fyrir að gæta hagsmuna stórfyrirtækja frekar en almennings. "Síðustu fjögur árin hafa George W. Bush og Dick Cheney notað hvert tækifæri sem hefur gefist til að úthluta greiðum og gæta sérhagsmuna vina sinna," sagði Edwards. Cheney varaforseti var háttsettur stjórnandi hjá Halliburton áður en hann varð varaforseti og hefur stjórnvöldum verið legið á hálsi að gæta hagsmuna olíufyrirtækja á kostnað almennings. "Þú getur ekki staðið með Halliburton, stóru olíufélögunum og konungsfjölskyldu Sádi-Arabíu og á sama tíma barist fyrir hagsmunum bandarísks almennings," sagði Edwards. Lögreglan hóf rannsókn á Halliburton eftir að starfsmaður í samningagerð Bandaríkjahers sagði þeim að ólöglega hefði verið staðið að samningagerð við Halliburton vegna verkefna í Írak sem þeim var úthlutað án útboðs. "Þetta er versta misnotkun á úthlutunar- og samningakerfinu sem ég hef séð," sagði Bunnatine Greenhouse, yfirumsjónarmaður samninga fyrir verkfræðideild hersins, í viðtali við NBC-sjónvarpsstöðina. Stjórnendur Halliburton vísuðu ásökunum í sinn garð á bug og sögðu þær ekkert annað en áróður í kosningabaráttunni. Wendy Hall, talsmaður fyrirtækisins, benti á að eftirlitsstofnun á vegum stjórnvalda hefði komist að því að löglega hefði verið staðið að verkefni fyrirtækisins í Írak. Fyrri rannsókn lögreglunnar hefur leitt í ljós að Halliburton rukkaði Bandaríkjaher um of hátt verð fyrir eldsneyti og aðra þjónustu sem það veitti í Írak. Nýjustu kannanir Fox News Bush 50%, Kerry 45% 29. október TIPP Bush 46%, Kerry 46% 29. október Zogby Bush 47%, Kerry 47% 29. október GW/Battleground Bush 51%, Kerry 46% 29. október Washington Post Bush 49%, Kerry 48% 28. október
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira