Miðlunartillaga er neyðarúrræði 29. október 2004 00:01 Miðlunartillaga er ekki lög fram nema samningsaðilar telji að aðrar leiðir hafi verið reyndar til þrautar. Samkvæmt upplýsingum frá Alþýðusambandi Íslands hefur ríkissáttasemjari lagt fram miðlunartillögu í nokkur skipti. Til dæmis var lögð fram slík tillaga í deilu verslunarmanna árið 1988 sem og deilu starfsfólks í veitingahúsum og deilu starfsfólks við virkjunarframkvæmdir á Suðurlandi fyrir nokkrum árum. Á vormánuðum ársins 1992 náðust heildarkjarasamningar aðila vinnumarkaðarins með tilstilli miðlunartillögu. Var það í fyrsta skipti sem miðlunartillöguformið var notað við svo víðtæka samninga. Þá hafði náðst samkomulag um alla þætti kjarasamnings aðra en launalið og samningstíma. Eins og áður sagði er miðlunartillaga ekki lögð fram nema í neyð. Vegna þessa hefur sú hefð myndast í kjaradeilum á síðustu áratugum að ríkissáttasemjari leggur fram svokallaða innanhússtillögu eftir að hafa kannað vel hug samningsaðila. Það er tillaga sem samninganefndir annað hvort játa eða neita. Sé innanhússtillaga samþykkt er kjarasamningur undirritaður með venjulegum fyrirvara. Til þess að leysa erfiðar deilur getur ríkissáttasemjari einnig lagt fram hugmynd að viðræðugrundvelli og reynt þannig að þoka viðræðum áfram. Ef innanhússtillaga eða hugmynd ríkissáttasemjara að viðræðugrundvelli ber ekki árangur getur hann lagt fram miðlunartillögu líkt og nú var gert í deilu grunnskólakennara. . Skilyrði miðlunartillögu eru: A. Að viðræður hafi átt sér stað um framlagðar kröfur, þar á meðal sérmál, eða að leitað hafi verið árangurslaust eftir viðræðum í samræmi við viðræðuáætlun,B. að tíma, sem ætlaður er til viðræðna milli aðila án milligöngu sáttasemjara samkvæmt viðræðuáætlun, sé lokið án þess að samningar hafi tekist,C. Að sáttasemjari hafi leitað sátta milli allra samningsaðila sem eiga í hlut og telji ekki horfur á samkomulagi þeirra í milli,D. Að samningar hafi verið lausir um tíma þannig að samningsaðilum hafi gefist kostur á að þrýsta á um kröfur sínar,E. Að aðilum vinnudeilu hafi gefist kostur á að koma á framfæri athugasemdum sínum við hugmyndir sáttasemjara sem þeim hafa verið kynntar beint eða opinberlega um að leggja fram sameiginlega miðlunartillögu. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Miðlunartillaga er ekki lög fram nema samningsaðilar telji að aðrar leiðir hafi verið reyndar til þrautar. Samkvæmt upplýsingum frá Alþýðusambandi Íslands hefur ríkissáttasemjari lagt fram miðlunartillögu í nokkur skipti. Til dæmis var lögð fram slík tillaga í deilu verslunarmanna árið 1988 sem og deilu starfsfólks í veitingahúsum og deilu starfsfólks við virkjunarframkvæmdir á Suðurlandi fyrir nokkrum árum. Á vormánuðum ársins 1992 náðust heildarkjarasamningar aðila vinnumarkaðarins með tilstilli miðlunartillögu. Var það í fyrsta skipti sem miðlunartillöguformið var notað við svo víðtæka samninga. Þá hafði náðst samkomulag um alla þætti kjarasamnings aðra en launalið og samningstíma. Eins og áður sagði er miðlunartillaga ekki lögð fram nema í neyð. Vegna þessa hefur sú hefð myndast í kjaradeilum á síðustu áratugum að ríkissáttasemjari leggur fram svokallaða innanhússtillögu eftir að hafa kannað vel hug samningsaðila. Það er tillaga sem samninganefndir annað hvort játa eða neita. Sé innanhússtillaga samþykkt er kjarasamningur undirritaður með venjulegum fyrirvara. Til þess að leysa erfiðar deilur getur ríkissáttasemjari einnig lagt fram hugmynd að viðræðugrundvelli og reynt þannig að þoka viðræðum áfram. Ef innanhússtillaga eða hugmynd ríkissáttasemjara að viðræðugrundvelli ber ekki árangur getur hann lagt fram miðlunartillögu líkt og nú var gert í deilu grunnskólakennara. . Skilyrði miðlunartillögu eru: A. Að viðræður hafi átt sér stað um framlagðar kröfur, þar á meðal sérmál, eða að leitað hafi verið árangurslaust eftir viðræðum í samræmi við viðræðuáætlun,B. að tíma, sem ætlaður er til viðræðna milli aðila án milligöngu sáttasemjara samkvæmt viðræðuáætlun, sé lokið án þess að samningar hafi tekist,C. Að sáttasemjari hafi leitað sátta milli allra samningsaðila sem eiga í hlut og telji ekki horfur á samkomulagi þeirra í milli,D. Að samningar hafi verið lausir um tíma þannig að samningsaðilum hafi gefist kostur á að þrýsta á um kröfur sínar,E. Að aðilum vinnudeilu hafi gefist kostur á að koma á framfæri athugasemdum sínum við hugmyndir sáttasemjara sem þeim hafa verið kynntar beint eða opinberlega um að leggja fram sameiginlega miðlunartillögu.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira