Hæfilega bjartsýnn 29. október 2004 00:01 Ríkissáttasemjari segist hæfilega bjartsýnn á að miðlunartillagan sem hann lagði fram aðfaranótt föstudags verði samþykkt. "Ég mat það einfaldlega þannig að eftir þau fundahöld sem við vorum búin að eiga og þann harða hnút sem deilan var í væri óverjandi annað af minni hálfu en að láta reyna á miðlunartillögu," segir Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari. Miðlunartillaga er ekki lögð fyrir samninganefndirnar til afgreiðslu heldur er hún send til félagsmanna sem kjósa um hana. Ásmundur segist hafa leitað eftir því við samninganefndirnar að verkfallinu yrði frestað á meðan á afgreiðslu tillögunnar stæði. Það hafi verið samþykkt. "Það er mjög almennt að verkfalli sé frestað við svona aðstæður en það er ekki lögbundið skilyrði," segir Ásmundur. Eðli miðlunartillögu er slíkt að forysta kennara þarf ekki að taka afstöðu til hennar. Hún er ekki tillaga til samninganefndar heldur félagsmanna. Miðlunartillagan, með skýringum um meginefni hennar, verður komin til allra félagsmanna á mánudaginn. Ásmundur segir að atkvæðin verði talin mánudaginn 8. nóvember og strax þá um kvöldið eigi niðurstaðan að liggja ljós fyrir. Aðspurður hvort tillagan verði til þess að leysa deiluna segir Ásmundur: "Það er alveg skýrt af minni hálfu að ég legg fram miðlunartillögu til þess að fá lyktir á málinu. Ég er búinn að fylgjast með þessari umræðu og taka þátt í henni þessa mánuði sem hún hefur staðið. Ég veit því hvað það er sem mest hefur brunnið á fólki í þeirri umræðu og reyndi að móta tillöguna með tilliti til þessa. Ég geri mér samt fullkomlega ljóst að það er ekki hægt að búa til tillögu sem fullkomin sátt er um. Það eina sem ég get gert mér von um er að þessi tillaga reynist vera ásættanleg. Ég ætla ekki að ræða efni hennar." Ásmundur segir að miðlunartillagan nái líka yfir skólastjóra. "Það liggur fyrir að skólastjórar hafa gert samning. Efni samningsins er hins vegar að hluta til háð því efni sem er í samningi kennara og þess vegna kjósa þeir líka um miðlunartillöguna." Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Bandarískir erindrekir hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Sjá meira
Ríkissáttasemjari segist hæfilega bjartsýnn á að miðlunartillagan sem hann lagði fram aðfaranótt föstudags verði samþykkt. "Ég mat það einfaldlega þannig að eftir þau fundahöld sem við vorum búin að eiga og þann harða hnút sem deilan var í væri óverjandi annað af minni hálfu en að láta reyna á miðlunartillögu," segir Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari. Miðlunartillaga er ekki lögð fyrir samninganefndirnar til afgreiðslu heldur er hún send til félagsmanna sem kjósa um hana. Ásmundur segist hafa leitað eftir því við samninganefndirnar að verkfallinu yrði frestað á meðan á afgreiðslu tillögunnar stæði. Það hafi verið samþykkt. "Það er mjög almennt að verkfalli sé frestað við svona aðstæður en það er ekki lögbundið skilyrði," segir Ásmundur. Eðli miðlunartillögu er slíkt að forysta kennara þarf ekki að taka afstöðu til hennar. Hún er ekki tillaga til samninganefndar heldur félagsmanna. Miðlunartillagan, með skýringum um meginefni hennar, verður komin til allra félagsmanna á mánudaginn. Ásmundur segir að atkvæðin verði talin mánudaginn 8. nóvember og strax þá um kvöldið eigi niðurstaðan að liggja ljós fyrir. Aðspurður hvort tillagan verði til þess að leysa deiluna segir Ásmundur: "Það er alveg skýrt af minni hálfu að ég legg fram miðlunartillögu til þess að fá lyktir á málinu. Ég er búinn að fylgjast með þessari umræðu og taka þátt í henni þessa mánuði sem hún hefur staðið. Ég veit því hvað það er sem mest hefur brunnið á fólki í þeirri umræðu og reyndi að móta tillöguna með tilliti til þessa. Ég geri mér samt fullkomlega ljóst að það er ekki hægt að búa til tillögu sem fullkomin sátt er um. Það eina sem ég get gert mér von um er að þessi tillaga reynist vera ásættanleg. Ég ætla ekki að ræða efni hennar." Ásmundur segir að miðlunartillagan nái líka yfir skólastjóra. "Það liggur fyrir að skólastjórar hafa gert samning. Efni samningsins er hins vegar að hluta til háð því efni sem er í samningi kennara og þess vegna kjósa þeir líka um miðlunartillöguna."
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Bandarískir erindrekir hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Sjá meira