Úrvalsvísitalan lækkar áfram 27. október 2004 00:01 Úrvalsvísitalan hélt áfram að lækka í Kauphöll Íslands í morgun í miklum viðskiptum. Flest bendir til að margir smærri hlutafjáreigendur séu að innleysa hagnað undanfarinna missera af ótta við enn frekari lækkun. Vísitalan hefur lækkað um samanlagt rúm sjö prósent síðustu tvo daga, sem er mesta tveggja daga lækkun til þessa, og í þónokkra dag þar á undan var daglega einhver lækkun. Enn varð lækkun í morgun en þegar líða tók á morguninn fóru gengi í ýmsum fyrirtækjum að sveiflast og yfirleitt heldur til hækkunar. Þannig var KB banki um tíma kominn niður í 434 krónur á hlut eftir að hafa losað 500 krónur skömmu eftir 50 milljarða hlutafjárútboðið. Það var á genginu 480 þannig að þeir innlendu fjárfestar sem þá keyptu 25 milljarða hlut myndu tapa 2,3 milljörðum króna á þeim viðskiptum, ef þeir seldu núna, og maðurinn af götunni, sem keypt hefði fyrir milljón, myndi tapa röskum 90 þúsundum á að selja núna. En stórir fjárfestar hugsa til lengri tíma og vænta jafnvægis innan skamms. Enginn sem fréttastofan hefur rætt við óttast hrun. Það liggi hins vegar í augum uppi að tvö- til þreföldun verðgildis hlutabréfa á rúmum tveimur árum sé langt umfram það sem hafi verið að gerast að vestrænum markaði og bréf í ýmsum fyrirtækjum hafi verið orðin of dýr. Þá liggur fyrir að Íslandsbanki, Bakkavör, SÍF, Flugleiðir og Burðarás ætla að efna til hlutafjárútboða. Með sölu Landssímans til viðbótar gætu bréf upp á 150 til 160 milljarða komið inn á markaðinn í náinni framtíð sem slægi væntanlega á yfirverð á öðrum bréfum. Almennt sagt óttast menn ekki hrun heldur talsverða lækkun sem gæti komið illa niðri á þeim sem hafa tekið lán til hlutafjárkaupa eða gert framvirka samninga á því sviði. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Sjá meira
Úrvalsvísitalan hélt áfram að lækka í Kauphöll Íslands í morgun í miklum viðskiptum. Flest bendir til að margir smærri hlutafjáreigendur séu að innleysa hagnað undanfarinna missera af ótta við enn frekari lækkun. Vísitalan hefur lækkað um samanlagt rúm sjö prósent síðustu tvo daga, sem er mesta tveggja daga lækkun til þessa, og í þónokkra dag þar á undan var daglega einhver lækkun. Enn varð lækkun í morgun en þegar líða tók á morguninn fóru gengi í ýmsum fyrirtækjum að sveiflast og yfirleitt heldur til hækkunar. Þannig var KB banki um tíma kominn niður í 434 krónur á hlut eftir að hafa losað 500 krónur skömmu eftir 50 milljarða hlutafjárútboðið. Það var á genginu 480 þannig að þeir innlendu fjárfestar sem þá keyptu 25 milljarða hlut myndu tapa 2,3 milljörðum króna á þeim viðskiptum, ef þeir seldu núna, og maðurinn af götunni, sem keypt hefði fyrir milljón, myndi tapa röskum 90 þúsundum á að selja núna. En stórir fjárfestar hugsa til lengri tíma og vænta jafnvægis innan skamms. Enginn sem fréttastofan hefur rætt við óttast hrun. Það liggi hins vegar í augum uppi að tvö- til þreföldun verðgildis hlutabréfa á rúmum tveimur árum sé langt umfram það sem hafi verið að gerast að vestrænum markaði og bréf í ýmsum fyrirtækjum hafi verið orðin of dýr. Þá liggur fyrir að Íslandsbanki, Bakkavör, SÍF, Flugleiðir og Burðarás ætla að efna til hlutafjárútboða. Með sölu Landssímans til viðbótar gætu bréf upp á 150 til 160 milljarða komið inn á markaðinn í náinni framtíð sem slægi væntanlega á yfirverð á öðrum bréfum. Almennt sagt óttast menn ekki hrun heldur talsverða lækkun sem gæti komið illa niðri á þeim sem hafa tekið lán til hlutafjárkaupa eða gert framvirka samninga á því sviði.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Sjá meira