Úrvalsvísitalan lækkar áfram 27. október 2004 00:01 Úrvalsvísitalan hélt áfram að lækka í Kauphöll Íslands í morgun í miklum viðskiptum. Flest bendir til að margir smærri hlutafjáreigendur séu að innleysa hagnað undanfarinna missera af ótta við enn frekari lækkun. Vísitalan hefur lækkað um samanlagt rúm sjö prósent síðustu tvo daga, sem er mesta tveggja daga lækkun til þessa, og í þónokkra dag þar á undan var daglega einhver lækkun. Enn varð lækkun í morgun en þegar líða tók á morguninn fóru gengi í ýmsum fyrirtækjum að sveiflast og yfirleitt heldur til hækkunar. Þannig var KB banki um tíma kominn niður í 434 krónur á hlut eftir að hafa losað 500 krónur skömmu eftir 50 milljarða hlutafjárútboðið. Það var á genginu 480 þannig að þeir innlendu fjárfestar sem þá keyptu 25 milljarða hlut myndu tapa 2,3 milljörðum króna á þeim viðskiptum, ef þeir seldu núna, og maðurinn af götunni, sem keypt hefði fyrir milljón, myndi tapa röskum 90 þúsundum á að selja núna. En stórir fjárfestar hugsa til lengri tíma og vænta jafnvægis innan skamms. Enginn sem fréttastofan hefur rætt við óttast hrun. Það liggi hins vegar í augum uppi að tvö- til þreföldun verðgildis hlutabréfa á rúmum tveimur árum sé langt umfram það sem hafi verið að gerast að vestrænum markaði og bréf í ýmsum fyrirtækjum hafi verið orðin of dýr. Þá liggur fyrir að Íslandsbanki, Bakkavör, SÍF, Flugleiðir og Burðarás ætla að efna til hlutafjárútboða. Með sölu Landssímans til viðbótar gætu bréf upp á 150 til 160 milljarða komið inn á markaðinn í náinni framtíð sem slægi væntanlega á yfirverð á öðrum bréfum. Almennt sagt óttast menn ekki hrun heldur talsverða lækkun sem gæti komið illa niðri á þeim sem hafa tekið lán til hlutafjárkaupa eða gert framvirka samninga á því sviði. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Sjá meira
Úrvalsvísitalan hélt áfram að lækka í Kauphöll Íslands í morgun í miklum viðskiptum. Flest bendir til að margir smærri hlutafjáreigendur séu að innleysa hagnað undanfarinna missera af ótta við enn frekari lækkun. Vísitalan hefur lækkað um samanlagt rúm sjö prósent síðustu tvo daga, sem er mesta tveggja daga lækkun til þessa, og í þónokkra dag þar á undan var daglega einhver lækkun. Enn varð lækkun í morgun en þegar líða tók á morguninn fóru gengi í ýmsum fyrirtækjum að sveiflast og yfirleitt heldur til hækkunar. Þannig var KB banki um tíma kominn niður í 434 krónur á hlut eftir að hafa losað 500 krónur skömmu eftir 50 milljarða hlutafjárútboðið. Það var á genginu 480 þannig að þeir innlendu fjárfestar sem þá keyptu 25 milljarða hlut myndu tapa 2,3 milljörðum króna á þeim viðskiptum, ef þeir seldu núna, og maðurinn af götunni, sem keypt hefði fyrir milljón, myndi tapa röskum 90 þúsundum á að selja núna. En stórir fjárfestar hugsa til lengri tíma og vænta jafnvægis innan skamms. Enginn sem fréttastofan hefur rætt við óttast hrun. Það liggi hins vegar í augum uppi að tvö- til þreföldun verðgildis hlutabréfa á rúmum tveimur árum sé langt umfram það sem hafi verið að gerast að vestrænum markaði og bréf í ýmsum fyrirtækjum hafi verið orðin of dýr. Þá liggur fyrir að Íslandsbanki, Bakkavör, SÍF, Flugleiðir og Burðarás ætla að efna til hlutafjárútboða. Með sölu Landssímans til viðbótar gætu bréf upp á 150 til 160 milljarða komið inn á markaðinn í náinni framtíð sem slægi væntanlega á yfirverð á öðrum bréfum. Almennt sagt óttast menn ekki hrun heldur talsverða lækkun sem gæti komið illa niðri á þeim sem hafa tekið lán til hlutafjárkaupa eða gert framvirka samninga á því sviði.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Sjá meira