Stoðir kjarasamninga eru að bresta 23. október 2004 00:01 Formaður Starfsgreinasambands Íslands segir samningsforsendur bresta verði samningar til annarra á vinnumarkaði umtalsvert hærri en félagsmanna sambandsins. Tillaga ríkissáttasemjara að lausn kennaradeilunnar sem hafnað var hefði falið í sér tæpra 26 prósenta kostnaðarauka fyrir sveitarfélögin. "Ef samningar annarra á vinnumarkaði verða umtalsvert hærri en okkar bresta samningsforsendur," segir Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands. Tillaga ríkissáttasemjara til lausnar á kjaradeilu kennara sem kennarar höfnuðu hefði alls falið í sér tæpra 26 prósenta kostnaðaraukningu fyrir sveitarfélögin á samningstímanum. Kennurum var boðin 5,6 prósenta launahækkun strax auk 100 þúsunda eingreiðslu þann 1. nóvember. Gert var ráð fyrir öllu meiri hækkun til byrjunarkennara en annarra í tillögu ríkissáttasemjara. Þá hefði kennsluskylda verið minnkuð úr 28 kennslustundum á viku í 26. Kristján segir málið alvarlegt í ljósi þess að verðbólgumarkmið Seðlabankans séu brostin eða standi mjög veikum fótum. "Þannig er hin stoð kjarasamninganna fokin líka," segir Kristján. "Þannig að eins og staðan blasir við eru okkar samningsforsendur afar veikar. Þá áskiljum við okkur að taka upp samninga við fyrsta tækifæri eða fá nægjanlega hækkanir til þess að bæta okkur upp þennan mismun," segir Kristján og bætir við að slíkt muni reyna verulega á verðbólgu. Forsvarsmenn sveitarfélaga sem Fréttablaðið ræddi við í gær sögðu ekki inni í myndinni að semja sérstaklega við sína kennara. "Launanefndin fer með okkar umboð og við berum fullt traust til þess að henni takist að leysa þessa deilu farsællega og fljótt," segir Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri Seltjarnarness. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri Akureyrar, tekur í sama streng og segir launanefndina hafa fullt samningaumboð sveitarfélaganna. Næsti fundur launanefndar sveitarfélaganna og samninganefndar kennara hefur verið boðaður þann 5. nóvember næstkomandi. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur boðað deilendur á sinn fund á morgun. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fleiri fréttir Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Sjá meira
Formaður Starfsgreinasambands Íslands segir samningsforsendur bresta verði samningar til annarra á vinnumarkaði umtalsvert hærri en félagsmanna sambandsins. Tillaga ríkissáttasemjara að lausn kennaradeilunnar sem hafnað var hefði falið í sér tæpra 26 prósenta kostnaðarauka fyrir sveitarfélögin. "Ef samningar annarra á vinnumarkaði verða umtalsvert hærri en okkar bresta samningsforsendur," segir Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands. Tillaga ríkissáttasemjara til lausnar á kjaradeilu kennara sem kennarar höfnuðu hefði alls falið í sér tæpra 26 prósenta kostnaðaraukningu fyrir sveitarfélögin á samningstímanum. Kennurum var boðin 5,6 prósenta launahækkun strax auk 100 þúsunda eingreiðslu þann 1. nóvember. Gert var ráð fyrir öllu meiri hækkun til byrjunarkennara en annarra í tillögu ríkissáttasemjara. Þá hefði kennsluskylda verið minnkuð úr 28 kennslustundum á viku í 26. Kristján segir málið alvarlegt í ljósi þess að verðbólgumarkmið Seðlabankans séu brostin eða standi mjög veikum fótum. "Þannig er hin stoð kjarasamninganna fokin líka," segir Kristján. "Þannig að eins og staðan blasir við eru okkar samningsforsendur afar veikar. Þá áskiljum við okkur að taka upp samninga við fyrsta tækifæri eða fá nægjanlega hækkanir til þess að bæta okkur upp þennan mismun," segir Kristján og bætir við að slíkt muni reyna verulega á verðbólgu. Forsvarsmenn sveitarfélaga sem Fréttablaðið ræddi við í gær sögðu ekki inni í myndinni að semja sérstaklega við sína kennara. "Launanefndin fer með okkar umboð og við berum fullt traust til þess að henni takist að leysa þessa deilu farsællega og fljótt," segir Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri Seltjarnarness. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri Akureyrar, tekur í sama streng og segir launanefndina hafa fullt samningaumboð sveitarfélaganna. Næsti fundur launanefndar sveitarfélaganna og samninganefndar kennara hefur verið boðaður þann 5. nóvember næstkomandi. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur boðað deilendur á sinn fund á morgun.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fleiri fréttir Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Sjá meira