Kaupverð EasyJet 6,3 milljarðar 23. október 2004 00:01 Breskir fjölmiðlar og fjármálasérfræðingar velta fyrir sér kaupum Flugleiða á 8,4 prósenta hlut í lággjaldaflugfélaginu EasyJet í gær. Fullyrt er í blaðinu Independent að kaupverðið á hlutnum sé fimmtíu milljónir punda, eða um 6,3 milljarðar króna. Eftir að greint var frá því síðdegis í gær að Flugleiðasamsteypan hefði keypt ríflega átta prósenta hlut í EasyJet virðist sem sögusagnirnar hafi fyrst farið á kreik. Í Guardian í dag segir að háværar raddist heyrist sem haldi því fram að Icelandair stefni að því að taka félagið yfir. Haft er eftir forráðamönnum félagsins að hugsanlega verði keyptur stærri hlutur í EasyJet á næstunni. Telegraph hefur eftir sérfræðingi á fjármálamarkaði í Lundúnum að það væri í takt við viðskiptahætti Íslendinga að tvínóna ekki við frekari kaup heldur drífa þau af. Haft er eftir honum að Íslendingar séu metnaðargjarnir og þoli ekkert hangs. Ástæða þess sé sú að þeir séu smá þjóð en afar vel menntuð. Talsmenn EasyJet staðfestu að kaupin hefðu gengið hratt fyrir sig því þeir sögðust aldrei hafa rætt við fulltrúa Icelandair fyrr en í gærdag, hvorki um hlutafjárkaup né annað. Fjármálasérfræðingar segja við Guardian að þetta sé líkast til rétti tíminn til að bjóða í EasyJet því verð hlutabréfa í því sé í lágmarki þó að gengið hafi tekið kipp í ljósi fregna af kaupum Flugleiða. Haft er eftir einum sérfræðingi að þó að flugmarkaðurinn sé erfiður núna verði EasyJet gulls ígildi eftir þrjú ár eða svo. En menn velta einnig fyrir sér stærðamuninum og bent er á að Flugleiðir séu aðeins brot af stærð EasyJet. Félagið sé með tólf vélar í áætlunarflugi og tuttugu og einn áfangastað en EasyJet sé með níutíu og fimm vélar í rekstri og fimmtíu og sex áætlunarstaði. Icelandair hafi flutt ríflega milljón farþega í fyrra en EasyJet ríflega tuttugu milljónir. EasyJet flytur um sex hundruð þúsund farþega í hverri viku samkvæmt Independent - helmingi fleiri en allir íbúar Íslands. Í Independent er haft eftir ónafngreindum fjármálasérfræðingi að efasemdir ríki um bolmagn Icelandair til að taka EasyJet yfir, en hluturinn sem keyptur var í gær mun hafa kostað fimmtíu milljónir punda - 6,3 milljarða króna. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Viðskipti innlent Högnuðust um rúma tvo milljarða Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Sjá meira
Breskir fjölmiðlar og fjármálasérfræðingar velta fyrir sér kaupum Flugleiða á 8,4 prósenta hlut í lággjaldaflugfélaginu EasyJet í gær. Fullyrt er í blaðinu Independent að kaupverðið á hlutnum sé fimmtíu milljónir punda, eða um 6,3 milljarðar króna. Eftir að greint var frá því síðdegis í gær að Flugleiðasamsteypan hefði keypt ríflega átta prósenta hlut í EasyJet virðist sem sögusagnirnar hafi fyrst farið á kreik. Í Guardian í dag segir að háværar raddist heyrist sem haldi því fram að Icelandair stefni að því að taka félagið yfir. Haft er eftir forráðamönnum félagsins að hugsanlega verði keyptur stærri hlutur í EasyJet á næstunni. Telegraph hefur eftir sérfræðingi á fjármálamarkaði í Lundúnum að það væri í takt við viðskiptahætti Íslendinga að tvínóna ekki við frekari kaup heldur drífa þau af. Haft er eftir honum að Íslendingar séu metnaðargjarnir og þoli ekkert hangs. Ástæða þess sé sú að þeir séu smá þjóð en afar vel menntuð. Talsmenn EasyJet staðfestu að kaupin hefðu gengið hratt fyrir sig því þeir sögðust aldrei hafa rætt við fulltrúa Icelandair fyrr en í gærdag, hvorki um hlutafjárkaup né annað. Fjármálasérfræðingar segja við Guardian að þetta sé líkast til rétti tíminn til að bjóða í EasyJet því verð hlutabréfa í því sé í lágmarki þó að gengið hafi tekið kipp í ljósi fregna af kaupum Flugleiða. Haft er eftir einum sérfræðingi að þó að flugmarkaðurinn sé erfiður núna verði EasyJet gulls ígildi eftir þrjú ár eða svo. En menn velta einnig fyrir sér stærðamuninum og bent er á að Flugleiðir séu aðeins brot af stærð EasyJet. Félagið sé með tólf vélar í áætlunarflugi og tuttugu og einn áfangastað en EasyJet sé með níutíu og fimm vélar í rekstri og fimmtíu og sex áætlunarstaði. Icelandair hafi flutt ríflega milljón farþega í fyrra en EasyJet ríflega tuttugu milljónir. EasyJet flytur um sex hundruð þúsund farþega í hverri viku samkvæmt Independent - helmingi fleiri en allir íbúar Íslands. Í Independent er haft eftir ónafngreindum fjármálasérfræðingi að efasemdir ríki um bolmagn Icelandair til að taka EasyJet yfir, en hluturinn sem keyptur var í gær mun hafa kostað fimmtíu milljónir punda - 6,3 milljarða króna.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Viðskipti innlent Högnuðust um rúma tvo milljarða Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Sjá meira