Dæmdur í þriggja ára fangelsi 22. október 2004 00:01 Stefán Logi Sívarsson var, í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem hann framdi í apríl. Ríkissaksóknari fór fram á að Stefán yrði dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Stefán Logi var nýkominn úr fangelsi og var á reynslulausn þegar hann réðst á sextán ára dreng á heimili sínu. Hann sló drenginn með krepptum hnefa í andlit og maga svo drengurinn féll í gólfið. Síðan sparkaði hann í kvið drengsins þar sem hann lá á gólfinu, með þeim afleiðingum að milta rifnaði. Drengurinn meiddist lífshættuleg innvortis. Stefán Logi var einnig ákræður fyrir að hafa ásamt félaga sínum ráðist á mann í samkvæmi í miðbæ Reykjavíkur en var sýknaður af þeirri líkamsárás. Seinna sama dag slógu þeir og spörkuðu í stúlku sem var með þeim í bíl en Stefán var líka sýknaður af þeirri árás þar sem engir áverkar voru á stúlkunni. Stefán Logi á samfelldan sakaferil frá árinu 1997. Frá árinu 1998 hefur hann hlotið átta refsidóma fyrir þjófnað og umferðarlagabrot, þjófnað, gripdeild, hylmingu og fyrir líkamsárásir. Í fjórum dómanna hefur hann verið dæmdur fyrir líkamsárásir og í sumum tilvikanna fleiri en eina. Sálfræðingur segir Stefán Loga eiga við ýmiss konar félagsleg og persónuleg vandamál að stríða, sem að mestu megi rekja til fíkniefnaneyslu hans frá unga aldri og mjög erfiðra uppeldisskilyrða. Stefán er talinn sakhæfur. Játningar eru metnar til refsilækkunar. Maður sem ákærður var með Stefáni fyrir tvær seinni líkamsárásirnar var dæmdur til að greiða 75 þúsund krónur í sekt. Sá hlaut tveggja og hálfs árs fangelsi árið 1999. í september árið 2000 hlaut hann reynslulausn sem hann stóðst.Hann hefur hefur ekki áður gerst sekur um líkamsárás. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Sjá meira
Stefán Logi Sívarsson var, í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem hann framdi í apríl. Ríkissaksóknari fór fram á að Stefán yrði dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Stefán Logi var nýkominn úr fangelsi og var á reynslulausn þegar hann réðst á sextán ára dreng á heimili sínu. Hann sló drenginn með krepptum hnefa í andlit og maga svo drengurinn féll í gólfið. Síðan sparkaði hann í kvið drengsins þar sem hann lá á gólfinu, með þeim afleiðingum að milta rifnaði. Drengurinn meiddist lífshættuleg innvortis. Stefán Logi var einnig ákræður fyrir að hafa ásamt félaga sínum ráðist á mann í samkvæmi í miðbæ Reykjavíkur en var sýknaður af þeirri líkamsárás. Seinna sama dag slógu þeir og spörkuðu í stúlku sem var með þeim í bíl en Stefán var líka sýknaður af þeirri árás þar sem engir áverkar voru á stúlkunni. Stefán Logi á samfelldan sakaferil frá árinu 1997. Frá árinu 1998 hefur hann hlotið átta refsidóma fyrir þjófnað og umferðarlagabrot, þjófnað, gripdeild, hylmingu og fyrir líkamsárásir. Í fjórum dómanna hefur hann verið dæmdur fyrir líkamsárásir og í sumum tilvikanna fleiri en eina. Sálfræðingur segir Stefán Loga eiga við ýmiss konar félagsleg og persónuleg vandamál að stríða, sem að mestu megi rekja til fíkniefnaneyslu hans frá unga aldri og mjög erfiðra uppeldisskilyrða. Stefán er talinn sakhæfur. Játningar eru metnar til refsilækkunar. Maður sem ákærður var með Stefáni fyrir tvær seinni líkamsárásirnar var dæmdur til að greiða 75 þúsund krónur í sekt. Sá hlaut tveggja og hálfs árs fangelsi árið 1999. í september árið 2000 hlaut hann reynslulausn sem hann stóðst.Hann hefur hefur ekki áður gerst sekur um líkamsárás.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Sjá meira