Ekki óskað gæsluvarðhalds 22. október 2004 00:01 Lögreglan ætlar ekki að óska eftir því að mennirnir þrír sem réðust inn á ritstjórn DV í vikunni og tóku fréttastjóra hálstaki verði settir í gæsluvarðhald. Rannsókn málsins lýkur í dag. Í morgun var byrjað að yfirheyra vitni og lýkur því væntanlega í dag, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Þetta eru milli 15 og 20 vitni. Mennirnir þrír voru yfirheyrðir í gær. Það er því stefnt að því að ljúka rannsókninni fyrir vinnulok í dag. Að sögn lögreglunnar verður ekki óskað eftir gæsluvarðhaldi yfir mönnunum. Meira þurfi að koma til en þeir eru grunaðir um brot á þeirri grein hegningarlaga sem fjallar um minniháttar líkamsárás, nánar tiltekið grein 217, sem varðar sektum eða sex mánaða fangelsi, en eins árs fangelsi ef háttsemin telst sérstaklega vítaverð. Auk þess verða þeir hugsanlega ákærðir fyrir eignaspjöll. Lögreglan segir það ekki breyta því að um háalvarlegt mál sé að ræða. Nálgunarbann er eitt þeirra úrræða sem m.a. ritstjóri DV, Mikael Torfason, óskaði eftir vegna hótana áður en þetta mál kom til. Síðastliðið ár hafa héraðsdómstólar aðeins úrskurðað um sjö nálgunarbönn. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað um tvö, Héraðsdómur Reykjaness um tvö og Héraðsdómur Suðurlands um þrjú, þar af tvö á sama manninn. Flest af þessum málum eru sifjamál, það er, á milli hjóna. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá meira
Lögreglan ætlar ekki að óska eftir því að mennirnir þrír sem réðust inn á ritstjórn DV í vikunni og tóku fréttastjóra hálstaki verði settir í gæsluvarðhald. Rannsókn málsins lýkur í dag. Í morgun var byrjað að yfirheyra vitni og lýkur því væntanlega í dag, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Þetta eru milli 15 og 20 vitni. Mennirnir þrír voru yfirheyrðir í gær. Það er því stefnt að því að ljúka rannsókninni fyrir vinnulok í dag. Að sögn lögreglunnar verður ekki óskað eftir gæsluvarðhaldi yfir mönnunum. Meira þurfi að koma til en þeir eru grunaðir um brot á þeirri grein hegningarlaga sem fjallar um minniháttar líkamsárás, nánar tiltekið grein 217, sem varðar sektum eða sex mánaða fangelsi, en eins árs fangelsi ef háttsemin telst sérstaklega vítaverð. Auk þess verða þeir hugsanlega ákærðir fyrir eignaspjöll. Lögreglan segir það ekki breyta því að um háalvarlegt mál sé að ræða. Nálgunarbann er eitt þeirra úrræða sem m.a. ritstjóri DV, Mikael Torfason, óskaði eftir vegna hótana áður en þetta mál kom til. Síðastliðið ár hafa héraðsdómstólar aðeins úrskurðað um sjö nálgunarbönn. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað um tvö, Héraðsdómur Reykjaness um tvö og Héraðsdómur Suðurlands um þrjú, þar af tvö á sama manninn. Flest af þessum málum eru sifjamál, það er, á milli hjóna.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá meira