Lokatilraun til samninga brást 21. október 2004 00:01 Sveitarfélögin geta ekki mætt kröfum kennara. Birgir Björn Sigurjónsson, formaður launanefndar sveitarfélaganna í viðræðunum, segir telft hafi verið á tæpasta vað. Þeir hafi engin ráð sem kalli á fund með kennurum næsta hálfa mánuðinn. Eiríkur Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segir að við lok þessarar deilu sé tími til kominn að kennarar semji sér við hvert sveitarfélag um laun: "Ég trúi því og vona að næst þegar við komum að samningaborðinu séum við ekki að tala við launanefnd sveitarfélaganna heldur menn sem hafa faglega og pótitíska ábyrgð." Fundi samninganefndanna lauk þegar ljóst varð að hugmyndir sem Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari lagði fram nægðu ekki til sátta: "Ég taldi mig fara bil beggja og vonaðist að menn gætu gert þær að umræðugrundvelli. Það varð ekki niðurstaðan." Í vor var kennurum boðin samningur sem hljóðaði upp á 18 prósenta kostnaðaraukningu launatengdra gjalda. Þeir höfnuðu tilboðinu og voru tilbúnir að loka samningi á um 30 prósenta hækkun. Hugmynd ríksisáttasemjara var á því bili. Birgir Björn segir launanefndina hafa verið tilbúna að ganga að tillögu ríkissáttasemjara ef hún leiddi til samnings. "Hugmyndin felur í sér miklu meiri kostnað en við vorum áður tilbúnir að axla. Hún var í okkar huga lokatilraun. Það er sannarlega hryggilegt að við skulum standa upp eftir þennan dag án samnings." Eiríkur segir hugmynd ríkissáttasemjara virðingaverða: "Hún var ekki nægjanleg til að við myndum ganga til samnings." Ásmundur hefur boðað til fundar 2. nóvember. Samninganefndirnar geti hisst fyrr telji þær ástæðu til. Ríkissáttasemjari segir það langa hlé sem hann hafi boðað til sé ekki ákall á lagasetningu á verkfall kennara. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Sveitarfélögin geta ekki mætt kröfum kennara. Birgir Björn Sigurjónsson, formaður launanefndar sveitarfélaganna í viðræðunum, segir telft hafi verið á tæpasta vað. Þeir hafi engin ráð sem kalli á fund með kennurum næsta hálfa mánuðinn. Eiríkur Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segir að við lok þessarar deilu sé tími til kominn að kennarar semji sér við hvert sveitarfélag um laun: "Ég trúi því og vona að næst þegar við komum að samningaborðinu séum við ekki að tala við launanefnd sveitarfélaganna heldur menn sem hafa faglega og pótitíska ábyrgð." Fundi samninganefndanna lauk þegar ljóst varð að hugmyndir sem Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari lagði fram nægðu ekki til sátta: "Ég taldi mig fara bil beggja og vonaðist að menn gætu gert þær að umræðugrundvelli. Það varð ekki niðurstaðan." Í vor var kennurum boðin samningur sem hljóðaði upp á 18 prósenta kostnaðaraukningu launatengdra gjalda. Þeir höfnuðu tilboðinu og voru tilbúnir að loka samningi á um 30 prósenta hækkun. Hugmynd ríksisáttasemjara var á því bili. Birgir Björn segir launanefndina hafa verið tilbúna að ganga að tillögu ríkissáttasemjara ef hún leiddi til samnings. "Hugmyndin felur í sér miklu meiri kostnað en við vorum áður tilbúnir að axla. Hún var í okkar huga lokatilraun. Það er sannarlega hryggilegt að við skulum standa upp eftir þennan dag án samnings." Eiríkur segir hugmynd ríkissáttasemjara virðingaverða: "Hún var ekki nægjanleg til að við myndum ganga til samnings." Ásmundur hefur boðað til fundar 2. nóvember. Samninganefndirnar geti hisst fyrr telji þær ástæðu til. Ríkissáttasemjari segir það langa hlé sem hann hafi boðað til sé ekki ákall á lagasetningu á verkfall kennara.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira