Vitni óttast axarmanninn 21. október 2004 00:01 Börkur Birgisson, 25 ára Hafnfirðingur, er ákærður af ríkissaksóknara fyrir tilraun til manndráps en til vara fyrir stórfellda líkamsárás. Börkur sló mann nokkrum sinnum í höfuðið með öxi á veitingastaðnum A. Hansen í Hafnarfirði í lok ágúst. Börkur neitar sök í þessari ákæru eins og í sex öðrum líkamsárásum sem hann er einnig ákærður fyrir. Ríkissaksóknari ákærir Börk einnig fyrir stórfellda líkamsárás gegn manni sem stóð fyrir aftan Börk þegar hann reiddi til höggs með öxinni þannig að hún slóst í manninn. Nokkur vitni í málinu óttast Börk og vilja ekki að hann viti hver þau eru vegna ótta um að hann kunni síðar að vinna þeim mein. Krafa um að vitni í málinu sem gefið hafa skýrslu undir nafnleynd fái áfram að halda nafnleynd var lögð fram fyrir dómara ásamt gögnum málsins. Verði dómari við beiðninni mun nýju ákvæði í lögum um meðferð opinberra mála verða beitt. Í vor bættist ný málsgrein í lögin, samkvæmt henni getur dómari samkvæmt kröfu ákveðið að vitni sem kemur fyrir dóm geri það ekki í heyranda hljóði. Þannig þurfi vitni ekki að gera grein fyrir nafni sínu né öðru sem varðar persónu þess ef það er ekki talið spilla fyrir vörn sakborningsins svo máli skipti. Dómaranum yrði þá greint frá nafni vitnisins bréflega og upplýsingarnar geymdar þannig að tryggt sé að aðrir hafi ekki aðgang að þeim. Eftir að Börkur sló manninn með öxinni á A. Hansen flúði hann staðinn en vinir fórnarlambsins veittu honum eftirför að heimili hans þar sem hann var handtekinn skömmu síðar. Börkur og fórnarlambið þekktust og er talið að deilur þeirra á milli hafi leitt til árásarinnar. Fyrir ári var Börkur dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að kasta grjóti í andlit manns og fyrir vörslu fíkniefna. Fyrir það hlaut hann þriggja mánaða fangelsisdóm en fullnustu refsingarinnar var frestað í þrjú ár héldi hann skilorð. Ljóst er að Börkur er margbúinn að brjóta skilorðið. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Börkur Birgisson, 25 ára Hafnfirðingur, er ákærður af ríkissaksóknara fyrir tilraun til manndráps en til vara fyrir stórfellda líkamsárás. Börkur sló mann nokkrum sinnum í höfuðið með öxi á veitingastaðnum A. Hansen í Hafnarfirði í lok ágúst. Börkur neitar sök í þessari ákæru eins og í sex öðrum líkamsárásum sem hann er einnig ákærður fyrir. Ríkissaksóknari ákærir Börk einnig fyrir stórfellda líkamsárás gegn manni sem stóð fyrir aftan Börk þegar hann reiddi til höggs með öxinni þannig að hún slóst í manninn. Nokkur vitni í málinu óttast Börk og vilja ekki að hann viti hver þau eru vegna ótta um að hann kunni síðar að vinna þeim mein. Krafa um að vitni í málinu sem gefið hafa skýrslu undir nafnleynd fái áfram að halda nafnleynd var lögð fram fyrir dómara ásamt gögnum málsins. Verði dómari við beiðninni mun nýju ákvæði í lögum um meðferð opinberra mála verða beitt. Í vor bættist ný málsgrein í lögin, samkvæmt henni getur dómari samkvæmt kröfu ákveðið að vitni sem kemur fyrir dóm geri það ekki í heyranda hljóði. Þannig þurfi vitni ekki að gera grein fyrir nafni sínu né öðru sem varðar persónu þess ef það er ekki talið spilla fyrir vörn sakborningsins svo máli skipti. Dómaranum yrði þá greint frá nafni vitnisins bréflega og upplýsingarnar geymdar þannig að tryggt sé að aðrir hafi ekki aðgang að þeim. Eftir að Börkur sló manninn með öxinni á A. Hansen flúði hann staðinn en vinir fórnarlambsins veittu honum eftirför að heimili hans þar sem hann var handtekinn skömmu síðar. Börkur og fórnarlambið þekktust og er talið að deilur þeirra á milli hafi leitt til árásarinnar. Fyrir ári var Börkur dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að kasta grjóti í andlit manns og fyrir vörslu fíkniefna. Fyrir það hlaut hann þriggja mánaða fangelsisdóm en fullnustu refsingarinnar var frestað í þrjú ár héldi hann skilorð. Ljóst er að Börkur er margbúinn að brjóta skilorðið.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira