Nóbel Halldórs var umdeildur 20. október 2004 00:01 Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir að Halldór Laxness hafi stuðst við skáldsögu frá Mið-Evrópu þegar hann ritaði Atómstöðina. Hann hefur einnig fundið gögn um að mikil andstaða hafi verið innan sænsku akademíunnar við því að Halldóri yrðu veitt Nóbelsverðlaunin. Hannes vinnur sleitulítið að öðru bindi ævisögu sinnar um Halldór Laxness. Hann þorir þó ekki að lofa því að bókin komi út á þessu ári og segir helmingslíkur á því að svo verði. Almenna bókafélagið ætlar að gefa út bókina og til að hafa vaðið fyrir neðan sig segir Bjarni Þorsteinsson, útgáfustjóri forlagsins að bókin verði í Bókatíðindum fyrir þessi jól. Hannes segist hafa uppgötvað eitt og annað við rannsóknir sínar, meðal annars að meðlimir sænsku akademíunnar hafi verið mótfallnir því að veita Halldóri Nóbelsverðlaunin. Hann segir marga í akademíunni hafa viljað sína Íslendingum virðingarvott, en aðrir hafi verið á því að Halldór væri kommúnisti og ekki nógu góður rithöfundir og því hafi skoðanir um Halldór verið mjög skiptar. Hannes segir að af bréfaskiptum nefndarmanna megi ráða að Halldór hafi verið umdeildari verðlaunahafi en flestir þeir sem fengu nóbelsverðlaun um miðja síðustu öld. Halldór Guðmundsson, sem hyggst gefa út ævisögu um nóbelsskáldið eftir mánuð segir þessar upplýsingar vera að finna í sinni bók. Hannes aftekur að hann hafi komið þessum upplýsingum á framfæri til að vera á undan Halldóri, en hann segir fleiri uppgötvanir á leiðinni. Sú næsta verði í fyrirlestri hans í Háskólanum á föstudag um Atómstöðina. Þar muni hann upplýsa hvaða erlendu skáldsögur hafi verið fyrirmyndir af atómstöðinni. Hannes segir að helsta fyrirmynd Halldórs að Atómstöðinni sé skáldsaga sem skrifuð hafi verið á þriðja áratug síðustu aldar í mið-Evrópu, en meira fáum við ekki að vita fyrr en á föstudag. Fréttir Innlent Nóbelsverðlaun Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Fleiri fréttir Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Sjá meira
Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir að Halldór Laxness hafi stuðst við skáldsögu frá Mið-Evrópu þegar hann ritaði Atómstöðina. Hann hefur einnig fundið gögn um að mikil andstaða hafi verið innan sænsku akademíunnar við því að Halldóri yrðu veitt Nóbelsverðlaunin. Hannes vinnur sleitulítið að öðru bindi ævisögu sinnar um Halldór Laxness. Hann þorir þó ekki að lofa því að bókin komi út á þessu ári og segir helmingslíkur á því að svo verði. Almenna bókafélagið ætlar að gefa út bókina og til að hafa vaðið fyrir neðan sig segir Bjarni Þorsteinsson, útgáfustjóri forlagsins að bókin verði í Bókatíðindum fyrir þessi jól. Hannes segist hafa uppgötvað eitt og annað við rannsóknir sínar, meðal annars að meðlimir sænsku akademíunnar hafi verið mótfallnir því að veita Halldóri Nóbelsverðlaunin. Hann segir marga í akademíunni hafa viljað sína Íslendingum virðingarvott, en aðrir hafi verið á því að Halldór væri kommúnisti og ekki nógu góður rithöfundir og því hafi skoðanir um Halldór verið mjög skiptar. Hannes segir að af bréfaskiptum nefndarmanna megi ráða að Halldór hafi verið umdeildari verðlaunahafi en flestir þeir sem fengu nóbelsverðlaun um miðja síðustu öld. Halldór Guðmundsson, sem hyggst gefa út ævisögu um nóbelsskáldið eftir mánuð segir þessar upplýsingar vera að finna í sinni bók. Hannes aftekur að hann hafi komið þessum upplýsingum á framfæri til að vera á undan Halldóri, en hann segir fleiri uppgötvanir á leiðinni. Sú næsta verði í fyrirlestri hans í Háskólanum á föstudag um Atómstöðina. Þar muni hann upplýsa hvaða erlendu skáldsögur hafi verið fyrirmyndir af atómstöðinni. Hannes segir að helsta fyrirmynd Halldórs að Atómstöðinni sé skáldsaga sem skrifuð hafi verið á þriðja áratug síðustu aldar í mið-Evrópu, en meira fáum við ekki að vita fyrr en á föstudag.
Fréttir Innlent Nóbelsverðlaun Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Fleiri fréttir Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Sjá meira