Embættismenn firra sig ábyrgð 20. október 2004 00:01 Það er ekki rétt að kalla það mistök þegar Gullhamrar ehf., eigendur verslunarhúsnæðisins við Þjóðhildarstíg í Grafarholti, fengu verslunarleyfi að sögn Salvarar Jónsdóttur, sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur. Nóatún leigir nú húsnæðið og rekur verslun á staðnum. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður skipulags- og byggingarsviðs, sagði í Fréttablaðinu í gær að leyfið hafi verið veitt vegna mistaka embættismanna borgarinnar við gerð aðalskipulagsins. Salvör segir að leyfið hafi verið veitt á grundvelli þágildandi aðalskipulags sem hafi heimilað slíkan rekstur. "Kjarni málsins er að aðalskipulagið sem samþykkt var kvað ekki nægilega skýrt á um að óheimilt væri að reka þarna matvöruverslun," segir Salvör. "Skipulagið var síðan samþykkt af pólitíkusum enda geta þeir einir samþykkt það." Aðspurð hvort stjórnmálamenn hafi gert mistök segir Salvör: "Það er spurning hvernig menn vilja túlka það. Mér finnst að það hefði mátt vanda vinnubrögðin betur." Salvör segir að aðalskipulaginu hafi síðar verið breytt. Samkvæmt núgildandi aðalskipulagi megi einungis opna matvöruverslun við Kirkjustétt, efst uppi á holtinu, þar sem verslunarkjarni hverfisins sé. Hún segir að þrátt fyrir að Nóatún reki nú verslun við rætur holtsins verði öðrum matvöruverslunum ekki veitt leyfi til þess. Með því væri verið að ganga gegn breyttu aðalskipulagi sem banni slíkan rekstur annars staðar en við Kirkjustétt. Aðspurð hvort borgin sé ekki að brjóta jafnræðisregluna með þessu segist hún ekki telja svo vera. Lúðvík Th. Halldórsson, eigandi Gullhamra, segir að ekki verði séð að embættismenn borgarinnar hafi gert nein mistök þessu máli. Ef einhver hafi gert mistök sé það Steinunn Valdís. Hún sem formaður skipulags- og byggingarnefndar hafi barist gegn því að veita leyfið. Borgarstjórn hafði síðan séð hverslags lögleysa það væri og samþykkt að veita það. Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Það er ekki rétt að kalla það mistök þegar Gullhamrar ehf., eigendur verslunarhúsnæðisins við Þjóðhildarstíg í Grafarholti, fengu verslunarleyfi að sögn Salvarar Jónsdóttur, sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur. Nóatún leigir nú húsnæðið og rekur verslun á staðnum. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður skipulags- og byggingarsviðs, sagði í Fréttablaðinu í gær að leyfið hafi verið veitt vegna mistaka embættismanna borgarinnar við gerð aðalskipulagsins. Salvör segir að leyfið hafi verið veitt á grundvelli þágildandi aðalskipulags sem hafi heimilað slíkan rekstur. "Kjarni málsins er að aðalskipulagið sem samþykkt var kvað ekki nægilega skýrt á um að óheimilt væri að reka þarna matvöruverslun," segir Salvör. "Skipulagið var síðan samþykkt af pólitíkusum enda geta þeir einir samþykkt það." Aðspurð hvort stjórnmálamenn hafi gert mistök segir Salvör: "Það er spurning hvernig menn vilja túlka það. Mér finnst að það hefði mátt vanda vinnubrögðin betur." Salvör segir að aðalskipulaginu hafi síðar verið breytt. Samkvæmt núgildandi aðalskipulagi megi einungis opna matvöruverslun við Kirkjustétt, efst uppi á holtinu, þar sem verslunarkjarni hverfisins sé. Hún segir að þrátt fyrir að Nóatún reki nú verslun við rætur holtsins verði öðrum matvöruverslunum ekki veitt leyfi til þess. Með því væri verið að ganga gegn breyttu aðalskipulagi sem banni slíkan rekstur annars staðar en við Kirkjustétt. Aðspurð hvort borgin sé ekki að brjóta jafnræðisregluna með þessu segist hún ekki telja svo vera. Lúðvík Th. Halldórsson, eigandi Gullhamra, segir að ekki verði séð að embættismenn borgarinnar hafi gert nein mistök þessu máli. Ef einhver hafi gert mistök sé það Steinunn Valdís. Hún sem formaður skipulags- og byggingarnefndar hafi barist gegn því að veita leyfið. Borgarstjórn hafði síðan séð hverslags lögleysa það væri og samþykkt að veita það.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira