Nauðsynlegt að selja Símann 19. október 2004 00:01 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að kaup Símans í Skjá einum sýni að nauðsynlegt sé að selja Símann. Stjórn Símans hefur neitað Steingrími J. Sigfússyni um aukahluthafafund vegna kaupanna. Hann gefur lítið fyrir skýringarnar og hefur ítrekað beiðni sína. Sem kunnugt er hefur Síminn keypt meirihluta í Skjá einum og er ætlunin að festa sjónvarpsstöðina í sessi. Forsætisráðherra segist treysta stjórnendum Símans til að bera hagsmuni fyrirtækisins fyrir brjósti. Hann segir þetta mál sýna að æskilegt sé að sala Símans fari sem fyrst fram þannig að samkeppni geti gengið með þeim hætti að ekki sé verið að blanda ríkinu inn í. Ríkisstjórnin stefnir að því að selja Símann á næsta ári. Forsætisráðherra telur mikilvægt að öll fyrirtæki, sem að svona rekstri komi, geti sameinast um dreifikerfi en Ríkisútvarpið lagði á sínum tíma fé í uppbyggingu dreifikerfisins. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri sagði í síðustu viku að það skyti skökku við að Síminn skuli vera orðinn aðaleigandi að sjónvarpsstöð sem undirbyði RÚV á auglýsingamarkaði og yfirbyði í efniskaupum. Halldór segir að á meðan Síminn sé ekki seldur þurfi hann að gæta hagsmuna sinna. Stjórnendur fyrirtækisins eigi að gera það, enda séu þeir valdir til þess. „Þetta er ekki mál sem ráðherra á að hafa afskipti af,“ segir Halldór. Síminn er að 99% hluta í eigu ríkisins og það hefur verið gagnrýnt að almannafé sé notað í samkeppni, sem og að almannafé sé lagt í fyrirtæki sem jafnvel ekki hafi staðið vel. Halldór segist ekki ætla að fara að blanda sér inn í þessi samkeppnismál. Ekki hefur náðst í Rannveigu Rist, stjórnarformann Símans, vegna þessa máls. Steinrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, skrifaði henni í byrjun síðasta mánaðar og óskaði sem hluthafi eftir aukafundi vegna umræddra viðskipta. Fimm vikum síðar barst honum svar þar sem beiðni hans er hafnað þar sem hann eigi minna en tíunda hlut í fyrirtækinu og þar sem ekki sé um verulegar breytingar á rekstri Símans að ræða. Steingrímur svaraði bréfinu strax í dag þar sem hann segir ákvörðun stjórnarinnar valda sér vonbrigðum og veki sér undrun því aukafundur hefði verið merki um lýðræðislega og eðlilega stjórnunarhætti. Sem og að daginn eftir að hann fékk svar frá Símanum hefði fyrirtækið náð meirihluta í Skjá einum og þar með orðið fjölmiðlafyrirtæki og útilokað sé að halda því fram að slíkt séu ekki verulegar breytingar á rekstri Símans. Hann ítrekar því kröfu sína um aukafund, sérstaklega þar sem Skjár einn hljóti að teljast dótturfélag Símans í skilningi hlutafélagaréttar. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Sjá meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að kaup Símans í Skjá einum sýni að nauðsynlegt sé að selja Símann. Stjórn Símans hefur neitað Steingrími J. Sigfússyni um aukahluthafafund vegna kaupanna. Hann gefur lítið fyrir skýringarnar og hefur ítrekað beiðni sína. Sem kunnugt er hefur Síminn keypt meirihluta í Skjá einum og er ætlunin að festa sjónvarpsstöðina í sessi. Forsætisráðherra segist treysta stjórnendum Símans til að bera hagsmuni fyrirtækisins fyrir brjósti. Hann segir þetta mál sýna að æskilegt sé að sala Símans fari sem fyrst fram þannig að samkeppni geti gengið með þeim hætti að ekki sé verið að blanda ríkinu inn í. Ríkisstjórnin stefnir að því að selja Símann á næsta ári. Forsætisráðherra telur mikilvægt að öll fyrirtæki, sem að svona rekstri komi, geti sameinast um dreifikerfi en Ríkisútvarpið lagði á sínum tíma fé í uppbyggingu dreifikerfisins. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri sagði í síðustu viku að það skyti skökku við að Síminn skuli vera orðinn aðaleigandi að sjónvarpsstöð sem undirbyði RÚV á auglýsingamarkaði og yfirbyði í efniskaupum. Halldór segir að á meðan Síminn sé ekki seldur þurfi hann að gæta hagsmuna sinna. Stjórnendur fyrirtækisins eigi að gera það, enda séu þeir valdir til þess. „Þetta er ekki mál sem ráðherra á að hafa afskipti af,“ segir Halldór. Síminn er að 99% hluta í eigu ríkisins og það hefur verið gagnrýnt að almannafé sé notað í samkeppni, sem og að almannafé sé lagt í fyrirtæki sem jafnvel ekki hafi staðið vel. Halldór segist ekki ætla að fara að blanda sér inn í þessi samkeppnismál. Ekki hefur náðst í Rannveigu Rist, stjórnarformann Símans, vegna þessa máls. Steinrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, skrifaði henni í byrjun síðasta mánaðar og óskaði sem hluthafi eftir aukafundi vegna umræddra viðskipta. Fimm vikum síðar barst honum svar þar sem beiðni hans er hafnað þar sem hann eigi minna en tíunda hlut í fyrirtækinu og þar sem ekki sé um verulegar breytingar á rekstri Símans að ræða. Steingrímur svaraði bréfinu strax í dag þar sem hann segir ákvörðun stjórnarinnar valda sér vonbrigðum og veki sér undrun því aukafundur hefði verið merki um lýðræðislega og eðlilega stjórnunarhætti. Sem og að daginn eftir að hann fékk svar frá Símanum hefði fyrirtækið náð meirihluta í Skjá einum og þar með orðið fjölmiðlafyrirtæki og útilokað sé að halda því fram að slíkt séu ekki verulegar breytingar á rekstri Símans. Hann ítrekar því kröfu sína um aukafund, sérstaklega þar sem Skjár einn hljóti að teljast dótturfélag Símans í skilningi hlutafélagaréttar.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Sjá meira