Metvelta á fasteignamarkaði 18. október 2004 00:01 Velta á fasteignamarkaði hefur aldrei verið meiri en síðastliðnar fjórar vikur samkvæmt hálf fimm fréttum KB banka. Í kjölfar nýrra fasteignalána frá innlánsstofnunum og lægri vaxta hefur verið slegið nýtt met á markaðinum en veltan á umræddum tíma nemur 19 milljörðum og 4,8 til 4,9 milljarðar í hverri viku að undanförnu. Þar á undan höfðu fasteignaviðskipti risið hæst í júní síðastliðnum, rétt áður en gamla húsbréfakerfið var lagt niður. Þá kom ein vika þar sem veltan náði nærri 4,9 milljörðum. KB banki segir ekki fara á milli mála að mikil endurfjármögnun hafi átt sér stað síðastliðnar vikur samhliða fasteignaviðskiptunum. Ef miðað er við 45% veðsetningarhlutfall og að greiddar séu upp allar áhvílandi skuldir þýðir það að uppgreiðslur lána hafi numið 8,5 milljörðum undanfarnar vikur. Af langsamlega mestu leyti er um lán Íbúðalánasjóðs um að ræða en markaðshlutdeild sjóðsins er um 65% af fasteignalánum. Líklegt er þó að uppgreiðslurnar séu mun meiri þar sem ekki liggja fyrir tölur um uppgreiðslur vegna endurfjármögnunar. Sömuleiðis er veðsetningarhlutfallið töluvert hærra á höfuðborgarsvæðinu en landsbyggðinni en veltan á fasteignamarkaði er að langmestu leyti á höfuðborgarsvæðinu. Bankinn telur ólíklegt að einhverjar skuldir séu yfirteknar þar sem eldri lán er mun óhagstæðari. Það virðist því vera mikil uppstokkun á lánamarkaði nú um stundir og bankarnir að sækja í sig veðrið á kostnað ríkisins. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Fleiri fréttir Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Sjá meira
Velta á fasteignamarkaði hefur aldrei verið meiri en síðastliðnar fjórar vikur samkvæmt hálf fimm fréttum KB banka. Í kjölfar nýrra fasteignalána frá innlánsstofnunum og lægri vaxta hefur verið slegið nýtt met á markaðinum en veltan á umræddum tíma nemur 19 milljörðum og 4,8 til 4,9 milljarðar í hverri viku að undanförnu. Þar á undan höfðu fasteignaviðskipti risið hæst í júní síðastliðnum, rétt áður en gamla húsbréfakerfið var lagt niður. Þá kom ein vika þar sem veltan náði nærri 4,9 milljörðum. KB banki segir ekki fara á milli mála að mikil endurfjármögnun hafi átt sér stað síðastliðnar vikur samhliða fasteignaviðskiptunum. Ef miðað er við 45% veðsetningarhlutfall og að greiddar séu upp allar áhvílandi skuldir þýðir það að uppgreiðslur lána hafi numið 8,5 milljörðum undanfarnar vikur. Af langsamlega mestu leyti er um lán Íbúðalánasjóðs um að ræða en markaðshlutdeild sjóðsins er um 65% af fasteignalánum. Líklegt er þó að uppgreiðslurnar séu mun meiri þar sem ekki liggja fyrir tölur um uppgreiðslur vegna endurfjármögnunar. Sömuleiðis er veðsetningarhlutfallið töluvert hærra á höfuðborgarsvæðinu en landsbyggðinni en veltan á fasteignamarkaði er að langmestu leyti á höfuðborgarsvæðinu. Bankinn telur ólíklegt að einhverjar skuldir séu yfirteknar þar sem eldri lán er mun óhagstæðari. Það virðist því vera mikil uppstokkun á lánamarkaði nú um stundir og bankarnir að sækja í sig veðrið á kostnað ríkisins.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Fleiri fréttir Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Sjá meira