Að viðhalda óttanum 17. október 2004 00:01 Fyrsta spurningin í síðustu kappræðum Bush og Kerry áður en kosið er til forseta Bandaríkjanna var á þá leið hvort Bandaríkin yrðu einhvern tímann jafn örugg fyrir börn landsins í dag og þegar spyrjandinn var sjálfur barn. Þessi spurning var nokkuð skrítin, í ljósi kjarnorkuváar kalda stríðsins og þeim vopnuðu deilum sem Bandaríkjamenn hafa tekið þátt í og hermenn þeirra hafa fallið í, í öllum heimsálfum. Kosningabaráttan virðist að miklu leyti hafa snúist um þennan ótta, sem báðir vilja stjórna. Við hér á Íslandi og í Evrópu munum seint geta skilið þennan ótta því það er ekki verið að ala hann upp í okkur með því að stjórna lífinu með litum; gulum, appelsínugulum, rauðum. Viðvörun um þó nokkra hættu á hryðjuverkaárás er orðið normið. Ástandið hefur ekki verið grænt, hvað þá blátt, um langt skeið. Með því að viðhalda hættuástandinu og óttanum hefur verið hægt að færa til línuna á milli þess að tryggja öryggi og mannréttindi; það er meira gert til að tryggja öryggi, á kostnað mannréttinda. Þetta í sjálfu sér skapar hættuástand, ekki bara fyrir íbúa Bandaríkjanna, heldur einnig okkur hin. Þegar er komið í ljós að ferðamenn til Bandaríkjanna þurfa að gefa upp meiri persónuupplýsingar heldur en áður hefur þurft. Ef grunur liggur á að ferðamenn tengist hryðjuverkum geta þeir verið sendir í fangelsi án þess að njóta sömu réttinda og aðrir glæpamenn. Bandaríkin hafa verið "heimili hinna frjálsu" en ef voldugasta ríki heims stígur skref aftur á bak í réttindamálum gefur það slæmt fordæmi fyrir aðrar ríkisstjórnir sem eru sumar hverjar þegar farnar að endurnefna vandamál sín hryðjuverk til að þurfa ekki að taka á þeim neinum vettlingatökum. Viðvarandi gult ástand í Bandaríkjunum er líka hættulegt fyrir sjálft ríkið. Ekkert ríki þolir til lengdar að íbúarnir búi við slíkt ástand. Framhaldið verður líklega á annan hvorn eftirfarandi veg, þótt margir aðrir séu hugsanlegir. Bandaríkjamenn geta orðið samdauna ástandinu, hætt að hlusta á endalausar viðvaranir um að eitthvað slæmt gæti mögulega gerst á næstu vikum, mánuðum, árum og fari að endurheimta þau mannréttindi sem tekin hafa verið frá þeim. Slíkur möguleiki virkar fjarlægur á meðan krafa Bandaríkjamanna virðist vera aukið öryggi. Hinn möguleikinn er sá að krafan um öryggi verði svo kröftug að Bandaríkjamenn teygja sig of langt í hernaðaraðgerðum erlendis til að tryggja öryggi heima fyrir og skerði enn mannréttindi eigin borgara, og útkoman verði upplausn að innan. Bandaríkjamenn virðast vera að sýna það að þeir kunna ekki að bregðast við ógninni heima fyrir og á meðan verið er að karpa um hvor verði betri forseti, Bush eða Kerry, erum við hugsanlega að horfa á upphaf endaloka stórveldis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fyrsta spurningin í síðustu kappræðum Bush og Kerry áður en kosið er til forseta Bandaríkjanna var á þá leið hvort Bandaríkin yrðu einhvern tímann jafn örugg fyrir börn landsins í dag og þegar spyrjandinn var sjálfur barn. Þessi spurning var nokkuð skrítin, í ljósi kjarnorkuváar kalda stríðsins og þeim vopnuðu deilum sem Bandaríkjamenn hafa tekið þátt í og hermenn þeirra hafa fallið í, í öllum heimsálfum. Kosningabaráttan virðist að miklu leyti hafa snúist um þennan ótta, sem báðir vilja stjórna. Við hér á Íslandi og í Evrópu munum seint geta skilið þennan ótta því það er ekki verið að ala hann upp í okkur með því að stjórna lífinu með litum; gulum, appelsínugulum, rauðum. Viðvörun um þó nokkra hættu á hryðjuverkaárás er orðið normið. Ástandið hefur ekki verið grænt, hvað þá blátt, um langt skeið. Með því að viðhalda hættuástandinu og óttanum hefur verið hægt að færa til línuna á milli þess að tryggja öryggi og mannréttindi; það er meira gert til að tryggja öryggi, á kostnað mannréttinda. Þetta í sjálfu sér skapar hættuástand, ekki bara fyrir íbúa Bandaríkjanna, heldur einnig okkur hin. Þegar er komið í ljós að ferðamenn til Bandaríkjanna þurfa að gefa upp meiri persónuupplýsingar heldur en áður hefur þurft. Ef grunur liggur á að ferðamenn tengist hryðjuverkum geta þeir verið sendir í fangelsi án þess að njóta sömu réttinda og aðrir glæpamenn. Bandaríkin hafa verið "heimili hinna frjálsu" en ef voldugasta ríki heims stígur skref aftur á bak í réttindamálum gefur það slæmt fordæmi fyrir aðrar ríkisstjórnir sem eru sumar hverjar þegar farnar að endurnefna vandamál sín hryðjuverk til að þurfa ekki að taka á þeim neinum vettlingatökum. Viðvarandi gult ástand í Bandaríkjunum er líka hættulegt fyrir sjálft ríkið. Ekkert ríki þolir til lengdar að íbúarnir búi við slíkt ástand. Framhaldið verður líklega á annan hvorn eftirfarandi veg, þótt margir aðrir séu hugsanlegir. Bandaríkjamenn geta orðið samdauna ástandinu, hætt að hlusta á endalausar viðvaranir um að eitthvað slæmt gæti mögulega gerst á næstu vikum, mánuðum, árum og fari að endurheimta þau mannréttindi sem tekin hafa verið frá þeim. Slíkur möguleiki virkar fjarlægur á meðan krafa Bandaríkjamanna virðist vera aukið öryggi. Hinn möguleikinn er sá að krafan um öryggi verði svo kröftug að Bandaríkjamenn teygja sig of langt í hernaðaraðgerðum erlendis til að tryggja öryggi heima fyrir og skerði enn mannréttindi eigin borgara, og útkoman verði upplausn að innan. Bandaríkjamenn virðast vera að sýna það að þeir kunna ekki að bregðast við ógninni heima fyrir og á meðan verið er að karpa um hvor verði betri forseti, Bush eða Kerry, erum við hugsanlega að horfa á upphaf endaloka stórveldis.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun