Fangar fela einelti 14. október 2004 00:01 Breytingar hafa orðið á einelti á Litla-Hrauni, að sögn Atla Helgasonar, trúnaðarmanns fanga, eftir að forstjóri Fangelsismálastofnunar sendi bréf til allra fanga þar sem segir að tekið verði á einelti og þeir sem gerast sekir um slíkt eigi von á agaviðurlögum. Eineltið beinist helst gegn kynferðisafbrotamönnum. Atli segir suma þá sem beitt hafa einelti halda að sér höndum og eins sé eineltinu haldið leyndu meira en gert var áður. Hann treystir sér ekki til að spá til um hver árangur af átakinu verður fyrr en í fyrsta lagi um jólaleytið. Þá verði kominn nógu langur tími frá átakinu. Ef það virkar eins og flest önnur átök má gera ráð fyrir að allt verði komið í sama far eftir einhvern tíma. Hann segir eineltið oft hafa verið hættulegt, til dæmis hafi fangar verið barðir illa. Þá hefur verið komið í veg fyrir að fangar komist í sjoppu meðan hún er opin og þeir hindraðir í að nýta útivistartíma. Hrækt er á menn og fúkyrði kölluð á eftir þeim. Atli segir að því miður sé það leið margra fanga til að öðlast virðingu að níðast á öðrum. Önnur leið sé að vera sterkur og að rífast við yfirvaldið. Því telur hann að ástandinu verði ekki breytt fyrr en fangarnir hafi tækifæri á að vinna sig upp á annan hátt. "Þessu verður ekki breytt nema hliðið sé opnað þannig að fangar geti haft augastað á einhverju fyrir utan rimlana," segir Atli. Þannig geti fangar unnið sér inn traust og þeir sem virkilega standi sig geti jafnvel haft möguleika á að sækja nám eða vinnu fyrir utan fangelsið eða fengið helgarleyfi af og til. Fangar losna allir úr fangelsi fyrr eða síðar og því segir Atli að það sé mikilvægt að fangar geti haldið einhverjum tengslum við umheiminn. Þannig aukist líkur á að fangavistin verði til betrunar. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Breytingar hafa orðið á einelti á Litla-Hrauni, að sögn Atla Helgasonar, trúnaðarmanns fanga, eftir að forstjóri Fangelsismálastofnunar sendi bréf til allra fanga þar sem segir að tekið verði á einelti og þeir sem gerast sekir um slíkt eigi von á agaviðurlögum. Eineltið beinist helst gegn kynferðisafbrotamönnum. Atli segir suma þá sem beitt hafa einelti halda að sér höndum og eins sé eineltinu haldið leyndu meira en gert var áður. Hann treystir sér ekki til að spá til um hver árangur af átakinu verður fyrr en í fyrsta lagi um jólaleytið. Þá verði kominn nógu langur tími frá átakinu. Ef það virkar eins og flest önnur átök má gera ráð fyrir að allt verði komið í sama far eftir einhvern tíma. Hann segir eineltið oft hafa verið hættulegt, til dæmis hafi fangar verið barðir illa. Þá hefur verið komið í veg fyrir að fangar komist í sjoppu meðan hún er opin og þeir hindraðir í að nýta útivistartíma. Hrækt er á menn og fúkyrði kölluð á eftir þeim. Atli segir að því miður sé það leið margra fanga til að öðlast virðingu að níðast á öðrum. Önnur leið sé að vera sterkur og að rífast við yfirvaldið. Því telur hann að ástandinu verði ekki breytt fyrr en fangarnir hafi tækifæri á að vinna sig upp á annan hátt. "Þessu verður ekki breytt nema hliðið sé opnað þannig að fangar geti haft augastað á einhverju fyrir utan rimlana," segir Atli. Þannig geti fangar unnið sér inn traust og þeir sem virkilega standi sig geti jafnvel haft möguleika á að sækja nám eða vinnu fyrir utan fangelsið eða fengið helgarleyfi af og til. Fangar losna allir úr fangelsi fyrr eða síðar og því segir Atli að það sé mikilvægt að fangar geti haldið einhverjum tengslum við umheiminn. Þannig aukist líkur á að fangavistin verði til betrunar.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira