Hörð átök um 65 fatlaða nemendur 14. október 2004 00:01 Um 65 mikið fötluðum nemendum hefur verið synjað um undanþágu til kennslu í yfirstandandi kennaraverkfalli. Um 150 hafa fengið undanþágu. "Ég hef viljað veita öllum beiðnum nema einni, sem kom frá Ísaksskóla, brautargengi," sagði Sigurður Óli Kolbeinsson lögfræðingur og fulltrúi launanefndar sveitarfélaga í undanþágunefnd. Með honum í nefndinni situr fulltrúi Kennarasambands Íslands, en samþykki beggja þarf til að undanþága fáist. Hinn síðarnefndi hefur hafnað nemendunum 65, að sögn Sigurðar Óla. Litlar upplýsingar hafa fengist um starf nefndarinnar nema undanþágur hafi verið veittar. Spurður um fjöldi þeirra beiðna sem væru á borði nefndarinnar hverju sinni væru trúnaðarmál, kvað Sigurður Óli svo ekki vera. "En fulltrúi KÍ byrjaði í upphafi síðasta fundar að bóka, að hann lýsti yfir óánægju sambandsins með umfjöllun fulltrúa launanefndarinnar í fjölmiðlum um störf fulltrúa KÍ í nefndinni og óskaði jafnframt eftir því að störf í nefndinni verði ekki til umfjöllunar í fjölmiðlum," sagði Sigurður Óli. "Í nefndinni kunna vissulega að vera til umfjöllunar viðkvæm málefni um einstaklinga, sem ekki eiga erindi til almennings. En það á ekki við um störf nefndarinnar almennt. Allt eru þetta undanþágubeiðnir fyrir verulega fatlaða einstaklinga, sem ég tel eðlilegt að fái í það minnsta efnislega skoðun, þó það sé nú ekki annað en það. Að mínu mati er búið að setja staðalinn á neyðarástand við þau börn í Öskjuhlíðarskóla sem best eru sett. Þar með segi ég, að það beri að veita undanþágu til allra fatlaðra barna sem eru jafnilla stödd, eða verr stödd heldur en börnin í Öskjuhlíðarskóla, ef þessi nefnd á að starfa á málefnalegum jafnræðisgrundvelli." Spurður um hvort um væri að ræða geðþóttaákvarðanir við afgreiðslu beiðna, sagði Sigurður Óli ekki vilja svara því játandi eða neitandi. "En ég get ekki neitað að þarna séu einsleit mál afgreidd með mismunandi hætti á sérkennilegum forsendum." Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Um 65 mikið fötluðum nemendum hefur verið synjað um undanþágu til kennslu í yfirstandandi kennaraverkfalli. Um 150 hafa fengið undanþágu. "Ég hef viljað veita öllum beiðnum nema einni, sem kom frá Ísaksskóla, brautargengi," sagði Sigurður Óli Kolbeinsson lögfræðingur og fulltrúi launanefndar sveitarfélaga í undanþágunefnd. Með honum í nefndinni situr fulltrúi Kennarasambands Íslands, en samþykki beggja þarf til að undanþága fáist. Hinn síðarnefndi hefur hafnað nemendunum 65, að sögn Sigurðar Óla. Litlar upplýsingar hafa fengist um starf nefndarinnar nema undanþágur hafi verið veittar. Spurður um fjöldi þeirra beiðna sem væru á borði nefndarinnar hverju sinni væru trúnaðarmál, kvað Sigurður Óli svo ekki vera. "En fulltrúi KÍ byrjaði í upphafi síðasta fundar að bóka, að hann lýsti yfir óánægju sambandsins með umfjöllun fulltrúa launanefndarinnar í fjölmiðlum um störf fulltrúa KÍ í nefndinni og óskaði jafnframt eftir því að störf í nefndinni verði ekki til umfjöllunar í fjölmiðlum," sagði Sigurður Óli. "Í nefndinni kunna vissulega að vera til umfjöllunar viðkvæm málefni um einstaklinga, sem ekki eiga erindi til almennings. En það á ekki við um störf nefndarinnar almennt. Allt eru þetta undanþágubeiðnir fyrir verulega fatlaða einstaklinga, sem ég tel eðlilegt að fái í það minnsta efnislega skoðun, þó það sé nú ekki annað en það. Að mínu mati er búið að setja staðalinn á neyðarástand við þau börn í Öskjuhlíðarskóla sem best eru sett. Þar með segi ég, að það beri að veita undanþágu til allra fatlaðra barna sem eru jafnilla stödd, eða verr stödd heldur en börnin í Öskjuhlíðarskóla, ef þessi nefnd á að starfa á málefnalegum jafnræðisgrundvelli." Spurður um hvort um væri að ræða geðþóttaákvarðanir við afgreiðslu beiðna, sagði Sigurður Óli ekki vilja svara því játandi eða neitandi. "En ég get ekki neitað að þarna séu einsleit mál afgreidd með mismunandi hætti á sérkennilegum forsendum."
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira