Vildu fimmfalt hærri en hæstu sekt 13. október 2004 00:01 Lögmenn stóru olíufélaganna munu tjá sig munnlega fyrir Samkeppnisráði á mánudaginn. Samkeppnisstofnun hóf rannsókn á meintu samráði olíufélaganna í lok árs 2001. Í janúar bauð Samkeppnisstofnun olíufélögunum þremur að binda endi á rannsóknina með greiðslu sekta er numu alls um 1,8 milljörðum króna. Með afsláttum vegna sýndrar samvinnu voru sektirnar á bilinu 300-480 milljónir á hvert félag. Olíufélögin höfnuðu því boði. Að sögn Þórunnar Guðmundsdóttur lögmanns sýnir reynslan að undantekningarlaust lækki sektir Samkeppnisstofnunar umtalsvert við áframhaldandi meðferð málsins. Hún bendir á að í grænmetismálinu svokallaða, er Sölufélagið, Ágæti og Mata voru dæmd fyrir ólöglegt samráð lækkaði hæstiréttur sektir Samkeppnisráðs um allt að 85 prósent. Voru sektirnar þær hæstu sem dæmdar hafa verið á Íslandi og numu þær um einu prósenti af veltu. Hæsta sekt sem dæmd hefur verið vegna sambærilegs brots á Norðurlöndunum nemur um 2,4 prósent af veltu. Algengt er að sektir á hinum Norðurlöndunum og í Evrópu nemi um einu prósenti af veltu. Ársvelta olíufélaganna er á bilinu 12-16 milljarðar króna og nam sekt Samkeppnisstofnunar því um 5 prósentum af ársveltu. Sektin er Samkeppnisráð bauð olíufélögunum að greiða er því fimmfalt hærri en hæsta sekt sem dæmd hefur verið í sambærilegu máli á Íslandi. Ef mál olíufélaganna fer fyrir áfrýjunarnefnd samkeppnismála og áfram til dómstóla og niðurstaða þeirra verður í samræmi við dóminn í grænmetismálinu, má því gera ráð fyrir því að sektir olíufélaganna verði á bilinu 120-160 milljónir. Rannsókn ríkislögreglustjóra á hugsanlegum refsiþætti stjórnenda olíufélaganna stendur enn yfir. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Erlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Innlent Fleiri fréttir Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Sjá meira
Lögmenn stóru olíufélaganna munu tjá sig munnlega fyrir Samkeppnisráði á mánudaginn. Samkeppnisstofnun hóf rannsókn á meintu samráði olíufélaganna í lok árs 2001. Í janúar bauð Samkeppnisstofnun olíufélögunum þremur að binda endi á rannsóknina með greiðslu sekta er numu alls um 1,8 milljörðum króna. Með afsláttum vegna sýndrar samvinnu voru sektirnar á bilinu 300-480 milljónir á hvert félag. Olíufélögin höfnuðu því boði. Að sögn Þórunnar Guðmundsdóttur lögmanns sýnir reynslan að undantekningarlaust lækki sektir Samkeppnisstofnunar umtalsvert við áframhaldandi meðferð málsins. Hún bendir á að í grænmetismálinu svokallaða, er Sölufélagið, Ágæti og Mata voru dæmd fyrir ólöglegt samráð lækkaði hæstiréttur sektir Samkeppnisráðs um allt að 85 prósent. Voru sektirnar þær hæstu sem dæmdar hafa verið á Íslandi og numu þær um einu prósenti af veltu. Hæsta sekt sem dæmd hefur verið vegna sambærilegs brots á Norðurlöndunum nemur um 2,4 prósent af veltu. Algengt er að sektir á hinum Norðurlöndunum og í Evrópu nemi um einu prósenti af veltu. Ársvelta olíufélaganna er á bilinu 12-16 milljarðar króna og nam sekt Samkeppnisstofnunar því um 5 prósentum af ársveltu. Sektin er Samkeppnisráð bauð olíufélögunum að greiða er því fimmfalt hærri en hæsta sekt sem dæmd hefur verið í sambærilegu máli á Íslandi. Ef mál olíufélaganna fer fyrir áfrýjunarnefnd samkeppnismála og áfram til dómstóla og niðurstaða þeirra verður í samræmi við dóminn í grænmetismálinu, má því gera ráð fyrir því að sektir olíufélaganna verði á bilinu 120-160 milljónir. Rannsókn ríkislögreglustjóra á hugsanlegum refsiþætti stjórnenda olíufélaganna stendur enn yfir.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Erlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Innlent Fleiri fréttir Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Sjá meira