Kennarar: Peningar í pakkann 11. október 2004 00:01 Peningar í pakkann "Það vantar einfaldlega meiri peninga í pakkann," segir Finnbogi Sigurðsson, formaður Félags grunnskólakennara, á vef Kennarasambandsins. Það sé helsta ástæða þess að fundi hafi verið frestað á sunnudag án þess að annar fundur hafi verið tímasettur. Ríkissáttasemjari hafi samband við deilendur á miðvikudag til að skoða grundvöll viðræðna: "Þótt ýmislegt hafi áunnist undanfarna daga er það engan veginn nóg," segir Finnbogi. Hann vonar að launanefnd sveitarfélaganna átti sig á því að aukið fé sé lykill samninga. Gáfu milljón Sjúkraliðar gáfu eina milljón króna í Vinnudeilusjóð kennara á baráttufundi hinna síðarnefndu í Háskólabíói í gær. Í stuðningsyfirlýsingu sjúkraliða segir: "Orð ylja en fé framfærir." Sjúkraliðar sögðu kennara eiga í höggi við "óbilgjarna, ráðalausa viðsemjendur". Ósáttir við ummæli Rætt var um álit fjögurra menntskælinga á háskólanámi kennara sem birtist í Fréttablaðinu í Verkfallsmiðstöð kennara í gær. Að sögn kennara í Verkfallsmiðstöðinni þótti mörgum sárt að heyra að þeir teldu nám í Kennaraháskólanum auðveldara en annað háskólanám og lág laun því réttlætanleg. Ólafur Loftsson, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, gaf aðspurður lítið fyrir orð þeirra: "Þeim finnst væntanlega töff að láta svona". Styðja kennara Flugumferðarstjórar styðja grunnskólakennara og krefjast þess að sveitarfélögin gangi til samninga við þá þegar í stað. "Afar brýnt er að þjóðarsátt ríki um grunnskólann og hið mikilvæga starf kennara. Helsta forsenda slíks er að grunnskólakennarar búi við mannsæmandi kjör," segir í yfirlýsingu flugumferðastjóra. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Fleiri fréttir Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Sjá meira
Peningar í pakkann "Það vantar einfaldlega meiri peninga í pakkann," segir Finnbogi Sigurðsson, formaður Félags grunnskólakennara, á vef Kennarasambandsins. Það sé helsta ástæða þess að fundi hafi verið frestað á sunnudag án þess að annar fundur hafi verið tímasettur. Ríkissáttasemjari hafi samband við deilendur á miðvikudag til að skoða grundvöll viðræðna: "Þótt ýmislegt hafi áunnist undanfarna daga er það engan veginn nóg," segir Finnbogi. Hann vonar að launanefnd sveitarfélaganna átti sig á því að aukið fé sé lykill samninga. Gáfu milljón Sjúkraliðar gáfu eina milljón króna í Vinnudeilusjóð kennara á baráttufundi hinna síðarnefndu í Háskólabíói í gær. Í stuðningsyfirlýsingu sjúkraliða segir: "Orð ylja en fé framfærir." Sjúkraliðar sögðu kennara eiga í höggi við "óbilgjarna, ráðalausa viðsemjendur". Ósáttir við ummæli Rætt var um álit fjögurra menntskælinga á háskólanámi kennara sem birtist í Fréttablaðinu í Verkfallsmiðstöð kennara í gær. Að sögn kennara í Verkfallsmiðstöðinni þótti mörgum sárt að heyra að þeir teldu nám í Kennaraháskólanum auðveldara en annað háskólanám og lág laun því réttlætanleg. Ólafur Loftsson, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, gaf aðspurður lítið fyrir orð þeirra: "Þeim finnst væntanlega töff að láta svona". Styðja kennara Flugumferðarstjórar styðja grunnskólakennara og krefjast þess að sveitarfélögin gangi til samninga við þá þegar í stað. "Afar brýnt er að þjóðarsátt ríki um grunnskólann og hið mikilvæga starf kennara. Helsta forsenda slíks er að grunnskólakennarar búi við mannsæmandi kjör," segir í yfirlýsingu flugumferðastjóra.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Fleiri fréttir Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Sjá meira