Áfengisskattur hæstur á Íslandi 9. október 2004 00:01 Áfengisgjald, sérstakur skattur íslenska ríkisins af áfengi, er með því hæsta sem gerist í Evrópu samkvæmt úttekt Neytendablaðsins. Það er helst að áfengisgjald í Noregi sé svipað því sem hér þekkist. Áfengisgjaldið ákvarðast af alkóhómagni vökvans; því sterkarar sem áfengið er, því hærri er skatturinn. Áfengisgjaldið sem lagt er á vodkaflösku nemur um 80 prósentum af verðinu og af bjór og léttvíni eru það 65 prósent af verðinu sem renna til ríkisins. Samkvæmt fjárlögum í ár var gert ráð fyrir sjö milljörðum króna í ríkiskassann af áfengisgjaldi. Í samantekt Neytendablaðsins kemur fram að Ísland og Noregur bera höfuð og herðar yfir öll lönd Evrópu þegar kemur að þessari skattlagningu. Ef litið er til áfengisgjalds af bjór sést að Ísland og Noregur eru hæst, og Noregur reyndar ívið hærri en Ísland. Önnur Norðurlönd skera sig líka úr hvað þetta varðar. Ísland hefur vinninginn þegar skoðað er áfengisgjald af sterku áfengi og það sama má segja þegar litið er til áfengisgjalds af léttvíni. Innlent Neytendur Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Áfengisgjald, sérstakur skattur íslenska ríkisins af áfengi, er með því hæsta sem gerist í Evrópu samkvæmt úttekt Neytendablaðsins. Það er helst að áfengisgjald í Noregi sé svipað því sem hér þekkist. Áfengisgjaldið ákvarðast af alkóhómagni vökvans; því sterkarar sem áfengið er, því hærri er skatturinn. Áfengisgjaldið sem lagt er á vodkaflösku nemur um 80 prósentum af verðinu og af bjór og léttvíni eru það 65 prósent af verðinu sem renna til ríkisins. Samkvæmt fjárlögum í ár var gert ráð fyrir sjö milljörðum króna í ríkiskassann af áfengisgjaldi. Í samantekt Neytendablaðsins kemur fram að Ísland og Noregur bera höfuð og herðar yfir öll lönd Evrópu þegar kemur að þessari skattlagningu. Ef litið er til áfengisgjalds af bjór sést að Ísland og Noregur eru hæst, og Noregur reyndar ívið hærri en Ísland. Önnur Norðurlönd skera sig líka úr hvað þetta varðar. Ísland hefur vinninginn þegar skoðað er áfengisgjald af sterku áfengi og það sama má segja þegar litið er til áfengisgjalds af léttvíni.
Innlent Neytendur Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira