Úrsmiður keyrir um á krílí 8. október 2004 00:01 "Bíllinn minn var valinn einungis út af hagræði. Hann eyðir litlu og engir listar eru á hliðunum þannig að auðvelt verður að merkja hann versluninni minni, þegar ég rolast til þess," segir Rúnar I. Hannah, úrsmiður, eigandi verslunarinnar Úr að ofan og meðlimur í gleðisveitinni Breiðbandinu. "Bíllinn minn er fjögurra ára gamall Toyota Yaris sem ég keypti í sumar til að koma mér í og úr vinnu. Ég myndi segja að hans helsti kostur sé að hann er með geislaspilara og get ég því skellt geisladisknum Af fullum þunga með Breiðbandinu í hann hvenær sem er. Tæknilega séð þá er ég með Breiðbandið í bílnum," segir Rúnar og glottir við tönn þar sem húmorinn er aldrei langt undan. "Ég er mikið í bílnum þar sem ég bý í Keflavík en verslunin mín er á Laugaveginum. Ég nýti tímann í bílnum mjög vel því flestar hugmyndir mínar að textum og gríni fyrir Breiðbandið kvikna á Reykjanesbrautinni. Mér finnst rosalega gaman að keyra litla bíla og Yarisinn minn, sem ég kalla Krílið, er eins og frægt samkomuhús í Stuðmannamyndinni Með allt á hreinu - miklu stærri að innan en utan. Svo sit ég frekar hátt í bílnum og fæ því ekki á tilfinninguna að ég sé í svona litlum bíl." Rúnar hefur ekki brennandi áhuga á bílum sem er skrýtið þar sem það virðist loða við úrsmíðaiðnina. "Ég er í raun ekki mikill bílaáhugamaður, en mjög algengt er að úrsmiðir séu með bíladellu. Til dæmis voru bekkjarbræður mínir í úrsmíðaskólanum í Danmörku alltaf að tala um bíla og spá í draumabílinn. Eitt sinn þegar þeir spurðu mig hver væri minn draumabíll sagði ég að það væri Carlsberg flutningabíll fullur af bjór, helst með tengivagni líka. Ég held að það sé barasta ennþá draumabíllinn minn - nema í dag mætti hann vera fullur af Víking." Bílar Mest lesið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
"Bíllinn minn var valinn einungis út af hagræði. Hann eyðir litlu og engir listar eru á hliðunum þannig að auðvelt verður að merkja hann versluninni minni, þegar ég rolast til þess," segir Rúnar I. Hannah, úrsmiður, eigandi verslunarinnar Úr að ofan og meðlimur í gleðisveitinni Breiðbandinu. "Bíllinn minn er fjögurra ára gamall Toyota Yaris sem ég keypti í sumar til að koma mér í og úr vinnu. Ég myndi segja að hans helsti kostur sé að hann er með geislaspilara og get ég því skellt geisladisknum Af fullum þunga með Breiðbandinu í hann hvenær sem er. Tæknilega séð þá er ég með Breiðbandið í bílnum," segir Rúnar og glottir við tönn þar sem húmorinn er aldrei langt undan. "Ég er mikið í bílnum þar sem ég bý í Keflavík en verslunin mín er á Laugaveginum. Ég nýti tímann í bílnum mjög vel því flestar hugmyndir mínar að textum og gríni fyrir Breiðbandið kvikna á Reykjanesbrautinni. Mér finnst rosalega gaman að keyra litla bíla og Yarisinn minn, sem ég kalla Krílið, er eins og frægt samkomuhús í Stuðmannamyndinni Með allt á hreinu - miklu stærri að innan en utan. Svo sit ég frekar hátt í bílnum og fæ því ekki á tilfinninguna að ég sé í svona litlum bíl." Rúnar hefur ekki brennandi áhuga á bílum sem er skrýtið þar sem það virðist loða við úrsmíðaiðnina. "Ég er í raun ekki mikill bílaáhugamaður, en mjög algengt er að úrsmiðir séu með bíladellu. Til dæmis voru bekkjarbræður mínir í úrsmíðaskólanum í Danmörku alltaf að tala um bíla og spá í draumabílinn. Eitt sinn þegar þeir spurðu mig hver væri minn draumabíll sagði ég að það væri Carlsberg flutningabíll fullur af bjór, helst með tengivagni líka. Ég held að það sé barasta ennþá draumabíllinn minn - nema í dag mætti hann vera fullur af Víking."
Bílar Mest lesið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira