Sex í gæsluvarðhaldi 7. október 2004 00:01 Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkniefnadeildarinnar í Reykjavík, segir ráðast í dag hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir fjórum Íslendingum sem handteknir voru hér á landi í september í tengslum við eitt stærsta fíkniefnamál síðari ára. Rannsókn málsins er enn í fullum gangi að sögn Ásgeirs. Tveir Íslendingar voru handteknir í Hollandi um svipað leyti og handtökurnar fóru fram hér á landi. Annar þeirra hefur verið framseldur til Íslands og kom hann í lögreglufylgd til landsins á þriðjudag. Hann var síðan úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald á miðvikudag. Hinn var handtekinn á heimili sínu í Hollandi og er enn í haldi lögreglunnar þar. Á heimili hans fannst talsvert af fíkniefnum. Í fyrstu var talið að um kókaín væri að ræða en það reyndist síðar vera um eitt kíló af amfetamíni auk tuttugu kílóa af maríjúana. Ásgeir Karlsson segir ekkert ákveðið um að fá hinn manninn framseldan frá Hollandi, eins og staðan er nú sé ekkert sem bendi til þess. Þrír menn og ein kona voru handtekin föstudaginn sautjánda september í tengslum við málið og voru þrjú þeirra úrskurðuð í þriggja vikna gæsluvarðhald daginn eftir. Gæsluvarðhaldið rennur út á laugardag. Þeim fjórða var gert að sæta tveggja vikna gæsluvarðhaldi sem var framlengt, í síðustu viku, til dagsins í dag. Í síðustu viku var sjöundi maðurinn handtekinn í Reykjavík og var þá úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald eða til þrettánda október. Upphaf málsins var þegar tæplega þrjú kíló af amfetamíni og nokkuð af kókaíni fannst í vörusendingu í Dettifossi, skipi Eimskipafélagsins. Lögreglan og tollgæslan í Reykjavík hófu rannsókn í framhaldinu sem leiddi til að mikið magn af amfetamíni fannst í vörusendingu í Dettifossi. Heimildir blaðsins herma að það hafi verið um átta kíló en lögreglan hefur ekki viljað staðfesta það. Í þriðju sendingunni voru 2.000 skammtar af LSD sem komu með pósti í september. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkniefnadeildarinnar í Reykjavík, segir ráðast í dag hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir fjórum Íslendingum sem handteknir voru hér á landi í september í tengslum við eitt stærsta fíkniefnamál síðari ára. Rannsókn málsins er enn í fullum gangi að sögn Ásgeirs. Tveir Íslendingar voru handteknir í Hollandi um svipað leyti og handtökurnar fóru fram hér á landi. Annar þeirra hefur verið framseldur til Íslands og kom hann í lögreglufylgd til landsins á þriðjudag. Hann var síðan úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald á miðvikudag. Hinn var handtekinn á heimili sínu í Hollandi og er enn í haldi lögreglunnar þar. Á heimili hans fannst talsvert af fíkniefnum. Í fyrstu var talið að um kókaín væri að ræða en það reyndist síðar vera um eitt kíló af amfetamíni auk tuttugu kílóa af maríjúana. Ásgeir Karlsson segir ekkert ákveðið um að fá hinn manninn framseldan frá Hollandi, eins og staðan er nú sé ekkert sem bendi til þess. Þrír menn og ein kona voru handtekin föstudaginn sautjánda september í tengslum við málið og voru þrjú þeirra úrskurðuð í þriggja vikna gæsluvarðhald daginn eftir. Gæsluvarðhaldið rennur út á laugardag. Þeim fjórða var gert að sæta tveggja vikna gæsluvarðhaldi sem var framlengt, í síðustu viku, til dagsins í dag. Í síðustu viku var sjöundi maðurinn handtekinn í Reykjavík og var þá úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald eða til þrettánda október. Upphaf málsins var þegar tæplega þrjú kíló af amfetamíni og nokkuð af kókaíni fannst í vörusendingu í Dettifossi, skipi Eimskipafélagsins. Lögreglan og tollgæslan í Reykjavík hófu rannsókn í framhaldinu sem leiddi til að mikið magn af amfetamíni fannst í vörusendingu í Dettifossi. Heimildir blaðsins herma að það hafi verið um átta kíló en lögreglan hefur ekki viljað staðfesta það. Í þriðju sendingunni voru 2.000 skammtar af LSD sem komu með pósti í september.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira