
Viðskipti innlent
Eignast 32% hlut í Flugleiðum

Fjárfestingarfélagið Prímus, sem er í eigu Hannesar Smárasonar, hefur keypt hlut Jóns Helga Guðmundssonar í Flugleiðum. Saman áttu þeir Hannes og Jón Helgi rúmlega 32 prósenta hlut í Flugleiðum sem bundið var í eignarhaldsfélaginu Oddaflug. Hannes á það fyrirtæki einn eftir þessi viðskipti. Í tilkynningu frá Kauphöllinni segir að Oddaflug eigi að nafnvirði rúmlega 740 milljónir í Flugleiðum og að viðskiptin hafi verið gerð á genginu 9,6. Miðað við það hefur Hannes keypt bréfin af Jóni Helga á rúmlega þrjá og hálfan milljarð króna. Jón Helgi gekk í kjölfarið úr stjórn Flugleiða en Hannes er stjórnarformaður félagsins.