Oft á öndverðum meiði 29. september 2004 00:01 Jón Steinar Gunnlaugsson hefur tjáð sig um marga dóma Hæstaréttar og gagnrýnt hann í nokkrum tilvikum. Má því ætla að sumir dóma hans hefðu fallið á annan veg ef Jón hefði klæðst svörtu skikkjunni. Desember 1998 - Valdimarsdómurinn. Jón Steinar sagðist út af fyrir sig sammála niðurstöðu Hæstaréttar í svonefndum Valdimarsdómi. Hann áréttaði hins vegar vandlega að dómurinn segði ekki neitt um lögmæti kvótakerfið sjálfs þótt Hæstiréttur hefði notað orðið "veiðiheimild" í úrskurði sínum. Apríl 2000 - Vatneyrardómurinn Jón Steinar var ánægður með Vatneyrardóminn svokallaða en þá festi Hæstiréttur kvótakerfið í sessi. Jón sagði við þetta tilefni að menn væru farnir að mistúlka jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. "Það er eins og menn telji að með 65. greininni sé búið að lögleiða eins konar sósíalisma," sagði hann í viðtali. Október 2000 - Skaðabótamál Kio Briggs Jóni Steinari misbauð að Hæstiréttur synjaði Briggs um skaðabætur vegna gæsluvarðhalds og ritaði af því tilefni í Morgunblaðið: "Ég fæ ekki varist þeirri hugsun, að eitthvað sé athugavert við réttarástand sem leyfir, að maður sé af handhöfum ríkisvalds sviptur frelsi sínu um nær 9 mánaða skeið, án þess að hafa sannanlega til saka unnið, og síðan synjað um bætur vegna frelsissviptingarinnar." Desember 2000 - Öryrkjadómurinn Hæstiréttur úrskurðaði að óheimilt væri að skerða tekjur öryrkja vegna tekna maka þeirra og olli dómurinn miklum titringi í þjóðfélaginu. Jón Steinar var afar ósáttur við öryrkjadóminn af tveimur ástæðum. Í fyrra lagi taldi hann að Hæstiréttur væri að taka sér löggjafarvald sem hann hefði ekki. Í síðara lagi áleit hann að rétturinn ætti ekki að fjalla um mál sem vörðuðu efnahagsleg og félagsleg réttindi. Mars 2004 - Dómur vegna læknamistaka Hæstiréttur sneri við dómi héraðsdóms um að læknar hefðu með gáleysi orðið valdir að fötlun lítillar telpu. Jón Steinar, sem var lögmaður stúlkunnar, átaldi Hæstarétt harðlega fyrir málsmeðferðina og sagði hann ekki hafa gætt hlutleysis heldur gengið til liðs við íslenska ríkið í málaferlunum. Fréttir Hæstiréttur Innlent Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson hefur tjáð sig um marga dóma Hæstaréttar og gagnrýnt hann í nokkrum tilvikum. Má því ætla að sumir dóma hans hefðu fallið á annan veg ef Jón hefði klæðst svörtu skikkjunni. Desember 1998 - Valdimarsdómurinn. Jón Steinar sagðist út af fyrir sig sammála niðurstöðu Hæstaréttar í svonefndum Valdimarsdómi. Hann áréttaði hins vegar vandlega að dómurinn segði ekki neitt um lögmæti kvótakerfið sjálfs þótt Hæstiréttur hefði notað orðið "veiðiheimild" í úrskurði sínum. Apríl 2000 - Vatneyrardómurinn Jón Steinar var ánægður með Vatneyrardóminn svokallaða en þá festi Hæstiréttur kvótakerfið í sessi. Jón sagði við þetta tilefni að menn væru farnir að mistúlka jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. "Það er eins og menn telji að með 65. greininni sé búið að lögleiða eins konar sósíalisma," sagði hann í viðtali. Október 2000 - Skaðabótamál Kio Briggs Jóni Steinari misbauð að Hæstiréttur synjaði Briggs um skaðabætur vegna gæsluvarðhalds og ritaði af því tilefni í Morgunblaðið: "Ég fæ ekki varist þeirri hugsun, að eitthvað sé athugavert við réttarástand sem leyfir, að maður sé af handhöfum ríkisvalds sviptur frelsi sínu um nær 9 mánaða skeið, án þess að hafa sannanlega til saka unnið, og síðan synjað um bætur vegna frelsissviptingarinnar." Desember 2000 - Öryrkjadómurinn Hæstiréttur úrskurðaði að óheimilt væri að skerða tekjur öryrkja vegna tekna maka þeirra og olli dómurinn miklum titringi í þjóðfélaginu. Jón Steinar var afar ósáttur við öryrkjadóminn af tveimur ástæðum. Í fyrra lagi taldi hann að Hæstiréttur væri að taka sér löggjafarvald sem hann hefði ekki. Í síðara lagi áleit hann að rétturinn ætti ekki að fjalla um mál sem vörðuðu efnahagsleg og félagsleg réttindi. Mars 2004 - Dómur vegna læknamistaka Hæstiréttur sneri við dómi héraðsdóms um að læknar hefðu með gáleysi orðið valdir að fötlun lítillar telpu. Jón Steinar, sem var lögmaður stúlkunnar, átaldi Hæstarétt harðlega fyrir málsmeðferðina og sagði hann ekki hafa gætt hlutleysis heldur gengið til liðs við íslenska ríkið í málaferlunum.
Fréttir Hæstiréttur Innlent Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?