
Viðskipti innlent
KB hefur eignast FIH

KB banki hefur eignast danska bankann FIH og þar með meira en tvöfaldað stærð efnahagsreiknings síns. Í tilkynningu til Kauphallarinnar segir að kaupverðið, 7292 milljónir danskra króna, hafi verið greiddar Swedbank, seljanda bankans. Það samsvarar 86 milljörðum íslenskra króna. Kaupin voru að mestu fjármögnuð með útgáfu víkjandi skuldabréfa og hlutafjárhækkun til forgangsréttarhafa.