Ákærður fyrir sex líkamsárásir 28. september 2004 00:01 Hálfþrítugur þekktur ofbeldismaður í Hafnarfirði tók sér frest til að tjá sig um sex líkamsárásir og vopnalagabrot sem hann er ákærður fyrir þegar mál hans var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Ákæra á hendur manninum, fyrir að hafa slegið mann nokkrum sinnum í höfuðið með öxi á veitingastaðnum A. Hansen í Hafnarfirði síðasta dag ágústmánaðar, er í undirbúningi. Búist er við að geðrannsókn á manninum verði lokið um miðjan næsta mánuð. Maðurinn er ákærður fyrir sex líkamsárásir og þar af eina sérstaklega hættulega þegar hann sló mann með bjórflösku í andlitið þannig að flaskan brotnaði. Strax á eftir lét hann þrjú hnefahögg fylgja í andlit mannsins. Árásin var framin í janúar fyrir framan veitingastaðinn A. Hansen. Hann er einnig sakaður um að hafa sama kvöld barið þrjá menn með hnefanum í andlitið. Þá er hann ákærður fyrir að slá mann nokkur högg í andlitið í október í fyrra og hafa rifbrotið annan mann sem hann barði í kviðinn í janúar. Einnig er hann ákærður fyrir vopnalagabrot en við húsleit heima hjá manninum fannst haglabyssa undir baðkerinu. Hann hefur ekki skotvopnaleyfi. Fyrir ári var maðurinn dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að kasta grjóti í andlit manns og fyrir vörslu fíkniefna. Fyrir það hlaut hann þriggja mánaða fangelsisdóm en fullnustu refsingarinnar var frestað í þrjú ár héldi hann skilorð. Ljóst er að maðurinn er margbúinn að brjóta skilorð. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. október vegna axarárásarinnar en hann gekk rakleiðis að fórnarlambinu og sló það nokkrum sinnum í höfuðið. Öxin slóst auk þess í annan mann sem stóð fyrir aftan árásarmanninn þegar hann reiddi til höggs. Hann flúði staðinn eftir árásina en var handtekinn skömmu síðar heima hjá sér. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Fleiri fréttir Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Sjá meira
Hálfþrítugur þekktur ofbeldismaður í Hafnarfirði tók sér frest til að tjá sig um sex líkamsárásir og vopnalagabrot sem hann er ákærður fyrir þegar mál hans var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Ákæra á hendur manninum, fyrir að hafa slegið mann nokkrum sinnum í höfuðið með öxi á veitingastaðnum A. Hansen í Hafnarfirði síðasta dag ágústmánaðar, er í undirbúningi. Búist er við að geðrannsókn á manninum verði lokið um miðjan næsta mánuð. Maðurinn er ákærður fyrir sex líkamsárásir og þar af eina sérstaklega hættulega þegar hann sló mann með bjórflösku í andlitið þannig að flaskan brotnaði. Strax á eftir lét hann þrjú hnefahögg fylgja í andlit mannsins. Árásin var framin í janúar fyrir framan veitingastaðinn A. Hansen. Hann er einnig sakaður um að hafa sama kvöld barið þrjá menn með hnefanum í andlitið. Þá er hann ákærður fyrir að slá mann nokkur högg í andlitið í október í fyrra og hafa rifbrotið annan mann sem hann barði í kviðinn í janúar. Einnig er hann ákærður fyrir vopnalagabrot en við húsleit heima hjá manninum fannst haglabyssa undir baðkerinu. Hann hefur ekki skotvopnaleyfi. Fyrir ári var maðurinn dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að kasta grjóti í andlit manns og fyrir vörslu fíkniefna. Fyrir það hlaut hann þriggja mánaða fangelsisdóm en fullnustu refsingarinnar var frestað í þrjú ár héldi hann skilorð. Ljóst er að maðurinn er margbúinn að brjóta skilorð. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. október vegna axarárásarinnar en hann gekk rakleiðis að fórnarlambinu og sló það nokkrum sinnum í höfuðið. Öxin slóst auk þess í annan mann sem stóð fyrir aftan árásarmanninn þegar hann reiddi til höggs. Hann flúði staðinn eftir árásina en var handtekinn skömmu síðar heima hjá sér.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Fleiri fréttir Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Sjá meira