Vald ráðherra mikið við dómaraval 28. september 2004 00:01 Deilt hefur verið um það undanfarið hvernig skipa skuli dómara við Hæstarétt hér á landi. Eins og kunnugt er skipar forseti Íslands í réttinn að tillögu dómsmálaráðherra, en dómsmálaráðherra byggir tillögu sína á umsögn Hæstaréttar. Hæstarétti er falið að skera úr um hvaða umsækjendur séu hæfir og hverjir ekki. Það er fróðlegt að skoða til samanburðar fyrirkomulag á skipan dómara í nágrannalöndunum. Það er margvíslegt, en þó virðist vald ráðherra vera einna mest hér á landi, ef eitthvað er. Danskir hæstaréttadómarar eru skipaðir af drottningunni eftir tillögu frá dómsmálaráðherra. Dómsmálaráðherra byggir tillögu sína á útnefningu sérstaks skipunarráðs, sem í eru sex meðlimir skipaðir til fimm ára -- einn hæstaréttardómari, tveir dómarar undirrétta, einn lögmaður og tveir fulltrúar almannavaldsins. Ráðið gerir rökstudda tillögu um aðeins einn aðila hverju sinni. Ráðherra getur, lagalega, gengið gegn vilja ráðsins í tillögu sinni til drottningar, en slíkt hefur ákveðnar stjórnskipulegar afleiðingar í för með sér. Forsetinn skipar hæstaréttardómara í Finnlandi að tillögu dómsmálaráðherra, ekki ósvipað og hér. Tillaga dómsmálaráðherra er hins vegar gerð á grunni tillögu frá hæstarétti sjálfum. Hæstiréttur hefur þannig mikið vald um skipan dómara í réttinn og virðist vald ráðherrans við skipan dómara vera nánast eingöngu formlegt. Í Þýskalandi skipar forsetinn í hæstaréttinn eftir útnefningu frá dómsmálaráðherra, en sérstök valnefnd hefur áður gert tillögu að dómara. Ráðherrann situr í nefndinni og hefur þar atkvæðisrétt ásamt öðrum meðlimum. Í Frakklandi er svipað uppi á teningnum, en þar skipar forsetinn formlega í réttinn eftir útnefningu frá ráðherra. Ráðherra fer þó sjaldan gegn niðurstöðu sérstaks dómstólaráðs sem hefur áður gert tillögu um dómara. Ofangreindar upplýsingar eru fengnar úr nefndaráliti um breytingar á norska dómskerfinu frá 1999. Fréttir Hæstiréttur Innlent Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Deilt hefur verið um það undanfarið hvernig skipa skuli dómara við Hæstarétt hér á landi. Eins og kunnugt er skipar forseti Íslands í réttinn að tillögu dómsmálaráðherra, en dómsmálaráðherra byggir tillögu sína á umsögn Hæstaréttar. Hæstarétti er falið að skera úr um hvaða umsækjendur séu hæfir og hverjir ekki. Það er fróðlegt að skoða til samanburðar fyrirkomulag á skipan dómara í nágrannalöndunum. Það er margvíslegt, en þó virðist vald ráðherra vera einna mest hér á landi, ef eitthvað er. Danskir hæstaréttadómarar eru skipaðir af drottningunni eftir tillögu frá dómsmálaráðherra. Dómsmálaráðherra byggir tillögu sína á útnefningu sérstaks skipunarráðs, sem í eru sex meðlimir skipaðir til fimm ára -- einn hæstaréttardómari, tveir dómarar undirrétta, einn lögmaður og tveir fulltrúar almannavaldsins. Ráðið gerir rökstudda tillögu um aðeins einn aðila hverju sinni. Ráðherra getur, lagalega, gengið gegn vilja ráðsins í tillögu sinni til drottningar, en slíkt hefur ákveðnar stjórnskipulegar afleiðingar í för með sér. Forsetinn skipar hæstaréttardómara í Finnlandi að tillögu dómsmálaráðherra, ekki ósvipað og hér. Tillaga dómsmálaráðherra er hins vegar gerð á grunni tillögu frá hæstarétti sjálfum. Hæstiréttur hefur þannig mikið vald um skipan dómara í réttinn og virðist vald ráðherrans við skipan dómara vera nánast eingöngu formlegt. Í Þýskalandi skipar forsetinn í hæstaréttinn eftir útnefningu frá dómsmálaráðherra, en sérstök valnefnd hefur áður gert tillögu að dómara. Ráðherrann situr í nefndinni og hefur þar atkvæðisrétt ásamt öðrum meðlimum. Í Frakklandi er svipað uppi á teningnum, en þar skipar forsetinn formlega í réttinn eftir útnefningu frá ráðherra. Ráðherra fer þó sjaldan gegn niðurstöðu sérstaks dómstólaráðs sem hefur áður gert tillögu um dómara. Ofangreindar upplýsingar eru fengnar úr nefndaráliti um breytingar á norska dómskerfinu frá 1999.
Fréttir Hæstiréttur Innlent Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira