Sveitastjórnarmenn í málið 28. september 2004 00:01 Kennarar telja að sveitarstjórnarmenn geri sér ekki alveg grein fyrir kröfum grunnskólakennara og skýli sér um of á bak við samninganefnd sveitarfélaganna. Þeir telja að sveitarstjórnarmenn gætu liðkað fyrir lausn verkfallsins. Nú er önnur vika verkfalls grunnskólakennara og engin lausn virðist í sjónmáli. Samninganefndir deilenda koma saman hjá ríkissáttasemjara á fimmtudag, en líkt og fyrir síðasta fund, sem var á fimmtudaginn í síðustu viku, virðist sem samninganefndirnar komi til fundarins án þess að hafa nokkuð nýtt í farteskinu. Kennarar vilja nú ná sambandi við sveitarstjórnarmenn. Félag grunnskólakennara og Skólastjórafélagið hafa óskað eftir fundi með sveitarstjórum nokkurra stærstu sveitarfélaga landsins á morgun til að ræða stöðuna og skýra sjónarmið aðila. Þá ætla kennarar í Varmárskóla og Lágafellsskóla í Mosfellsbæ að mæta með áskorun til bæjarstjóra Mosfellsbæjar í dag og kennarar í Kópavogi ætla að hittast við Gerðarsafn klukkan hálf fimm og ganga þaðan fylktu liði að bæjarskrifstofunum í Fannborg og vera á áheyrandapöllum bæjarstjórnarfundar. Rétt áður en fundurinn hefst á að afhenda forseta bæjarstjórnar áskorun. Sigurður Haukur Gíslason í Kennarabandalagi Kópavogs segist vilja að sveitastjórnarmenn setji sig betur inn í launamál kennara og reyni að flýta fyrir lausn deilunnar. Það sé upplifun kennara að sveitastjórnarmenn hafi ekki sett sig nægilega vel inn í samninga kennara. Hann segir að svo virðist sem sveitarstjórnir skýli sér um of á baki við samninganefnd sína. Það séu auðvitað sveitarfélögin sem beri ábyrgð á málinu og það yrði stórt skref ef sveitastjórnarmenn myndu beita sér í málinu. Sigurður Haukur segir kennara ekki vera að fara fram á 35% hækkun grunnlauna eins og sumir haldi. Deilan er núna í hnút, en hann heldur, eftir óformlegar viðræður við sveitarstjórnarmenn, að aukinn skilningur þeirra geti orðið til að leysa þann hnút. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Fleiri fréttir Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Sjá meira
Kennarar telja að sveitarstjórnarmenn geri sér ekki alveg grein fyrir kröfum grunnskólakennara og skýli sér um of á bak við samninganefnd sveitarfélaganna. Þeir telja að sveitarstjórnarmenn gætu liðkað fyrir lausn verkfallsins. Nú er önnur vika verkfalls grunnskólakennara og engin lausn virðist í sjónmáli. Samninganefndir deilenda koma saman hjá ríkissáttasemjara á fimmtudag, en líkt og fyrir síðasta fund, sem var á fimmtudaginn í síðustu viku, virðist sem samninganefndirnar komi til fundarins án þess að hafa nokkuð nýtt í farteskinu. Kennarar vilja nú ná sambandi við sveitarstjórnarmenn. Félag grunnskólakennara og Skólastjórafélagið hafa óskað eftir fundi með sveitarstjórum nokkurra stærstu sveitarfélaga landsins á morgun til að ræða stöðuna og skýra sjónarmið aðila. Þá ætla kennarar í Varmárskóla og Lágafellsskóla í Mosfellsbæ að mæta með áskorun til bæjarstjóra Mosfellsbæjar í dag og kennarar í Kópavogi ætla að hittast við Gerðarsafn klukkan hálf fimm og ganga þaðan fylktu liði að bæjarskrifstofunum í Fannborg og vera á áheyrandapöllum bæjarstjórnarfundar. Rétt áður en fundurinn hefst á að afhenda forseta bæjarstjórnar áskorun. Sigurður Haukur Gíslason í Kennarabandalagi Kópavogs segist vilja að sveitastjórnarmenn setji sig betur inn í launamál kennara og reyni að flýta fyrir lausn deilunnar. Það sé upplifun kennara að sveitastjórnarmenn hafi ekki sett sig nægilega vel inn í samninga kennara. Hann segir að svo virðist sem sveitarstjórnir skýli sér um of á baki við samninganefnd sína. Það séu auðvitað sveitarfélögin sem beri ábyrgð á málinu og það yrði stórt skref ef sveitastjórnarmenn myndu beita sér í málinu. Sigurður Haukur segir kennara ekki vera að fara fram á 35% hækkun grunnlauna eins og sumir haldi. Deilan er núna í hnút, en hann heldur, eftir óformlegar viðræður við sveitarstjórnarmenn, að aukinn skilningur þeirra geti orðið til að leysa þann hnút.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Fleiri fréttir Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Sjá meira