Fer vel um þá síðasta spölinn. 24. september 2004 00:01 "Ég keypti bílinn frá Kaliforníu, fann hann á netinu og lét flytja hann hingað gegnum Norfolk. Notaði tækifærið nú meðan dollarinn er lágur," segir Rúnar Geirmundsson hjá Útfararþjónustunni og sýnir stoltur nýjan líkbíl sem hann var að kaupa til landsins. Bíllinn er af gerðinni Lincoln Towncar og árgerðin er 2001. Rúnar hefur rekið fyrirtækið Útfararþjónustuna í 14 ár, ásamt sonum sínum en hefur sinnt hinum látnu enn lengur því áður vann hann hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur. Lincolninn er þriðji bíll fyrirtækisins. Hinir tveir eru gamlir Cadillacar en líka virðulegir. Annar frá ‘78 sem nú er verið að gera upp sem nýjan og hinn ‘84 módel sem er búinn að þjóna fyrirtækinu frá upphafi. En þar sem tímafrekt getur verið að útvega varahluti í gamla bíla segir Rúnar varasamt að stóla algerlega á þá. "Við viljum bjóða upp á örugga þjónustu og eiga sem nýjastan bíl," segir hann brosandi. Hann fræðir okkur um að líkbílar séu framleiddir eins og fyrir lifandi farþega en síðan breytt í þar til gerðum verksmiðjum. Þá er sett á þá sérstakt hús með afturhlera og brautum í gólfinu til að kistan geti runnið þægilega inn. Nýi bíllinn kom tilbúinn til notkunar. Bílstjórahúsið er leðurklætt en aftur í eru veggirnir fóðraðir með taui, gardínur eru fyrir gluggum og á hliðunum eru bróderuð blóm sem lýsast upp þegar bíllinn er í notkun. "Fólk er ánægt að sjá að það fer vel um þeirra nánustu síðasta pottann. Það er líka markmiðið hjá okkur," segir Rúnar að lokum. Bílar Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
"Ég keypti bílinn frá Kaliforníu, fann hann á netinu og lét flytja hann hingað gegnum Norfolk. Notaði tækifærið nú meðan dollarinn er lágur," segir Rúnar Geirmundsson hjá Útfararþjónustunni og sýnir stoltur nýjan líkbíl sem hann var að kaupa til landsins. Bíllinn er af gerðinni Lincoln Towncar og árgerðin er 2001. Rúnar hefur rekið fyrirtækið Útfararþjónustuna í 14 ár, ásamt sonum sínum en hefur sinnt hinum látnu enn lengur því áður vann hann hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur. Lincolninn er þriðji bíll fyrirtækisins. Hinir tveir eru gamlir Cadillacar en líka virðulegir. Annar frá ‘78 sem nú er verið að gera upp sem nýjan og hinn ‘84 módel sem er búinn að þjóna fyrirtækinu frá upphafi. En þar sem tímafrekt getur verið að útvega varahluti í gamla bíla segir Rúnar varasamt að stóla algerlega á þá. "Við viljum bjóða upp á örugga þjónustu og eiga sem nýjastan bíl," segir hann brosandi. Hann fræðir okkur um að líkbílar séu framleiddir eins og fyrir lifandi farþega en síðan breytt í þar til gerðum verksmiðjum. Þá er sett á þá sérstakt hús með afturhlera og brautum í gólfinu til að kistan geti runnið þægilega inn. Nýi bíllinn kom tilbúinn til notkunar. Bílstjórahúsið er leðurklætt en aftur í eru veggirnir fóðraðir með taui, gardínur eru fyrir gluggum og á hliðunum eru bróderuð blóm sem lýsast upp þegar bíllinn er í notkun. "Fólk er ánægt að sjá að það fer vel um þeirra nánustu síðasta pottann. Það er líka markmiðið hjá okkur," segir Rúnar að lokum.
Bílar Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira