Gremja í garð Jóns Steinars 21. september 2004 00:01 Jón Steinar Gunnlaugsson og Magnús Thoroddsen. Fyrrverandi Hæstaréttardómari telur dómara Hæstaréttar reyna vísvitandi að koma í veg fyrir að Jón Steinar Gunnlaugsson verði skipaður dómari. Hann telur gremju í garð Jóns Steinars ráða gerðum dómaranna en þeir röðuðu þremur umsækjendum framar honum í umsögn sinni um umsækjendur um dómaraembætti. Hæstiréttur kemst að þeirri niðurstöðu sinni að Eiríkur Tómasson og Stefán Már Stefánsson séu hæfastir umsækjendanna sjö til að gegn stöðu Hæstaréttardómara. Þar á eftir kemur Hjördís Hákonardóttir og síðan koma saman Allan Vagn Magnússon, Eggert Óskarsson og Jón Steinar Gunnlaugsson. Magnús Thoroddsen, fyrrverandi Hæstaréttardómari, er undrandi á því að Jón Steinar skuli ekki hafa verið í hópi hinna hæfustu umsækjenda. Hann segir Jón hafa gífurlega reynslu sem lögmaður, hann sé góður lögfræðingur og mikill fræðimaður. Umsögn Hæstaréttar er lengri og ítarlegri en venja er. Í henni er lagt mat á níu svið sem snerta nám, starfsferil og fræðistörf umsækjenda. „Maður getur ekki varist þeirri hugsun að þarna sé verið að setja fram einhverjar tylliástæður til að koma í veg fyrir að Jón Steinar Gunnlaugsson verði skipaður dómari í Hæstarétti Íslands,“ segir Magnús. Magnús telur sig hafa skýringu á því hvers vegna dómarar Hæstaréttar setja Jón Steinar svo neðarlega á listann yfir umsækjendur um dómarastöðu sem raun ber vitni. Það stafi út af gremju meirihlutans vegna þeirrar gagnrýni sem Jón Steinar hefur stundum beint gegn ákveðnum dómum Hæstaréttar. Magnús segir ennfremur að brýnt sé að maður sem starfað hafi að lögmannsstörfum taki sæti Hæstaréttardómara. Athygli vekur að Stefán Már, sem Hæstiréttur telur einna hæfastan, er 65 ára gamall. Fyrir fjórtán árum taldi Hæstiréttur Svein Snorrason ekki koma til greina sem dómari vegna aldurs en hann var þá 65 ára gamall. Þarna finnst Magnúsi gæta misræmis í umsögnum Hæstaréttar. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Sjá meira
Fyrrverandi Hæstaréttardómari telur dómara Hæstaréttar reyna vísvitandi að koma í veg fyrir að Jón Steinar Gunnlaugsson verði skipaður dómari. Hann telur gremju í garð Jóns Steinars ráða gerðum dómaranna en þeir röðuðu þremur umsækjendum framar honum í umsögn sinni um umsækjendur um dómaraembætti. Hæstiréttur kemst að þeirri niðurstöðu sinni að Eiríkur Tómasson og Stefán Már Stefánsson séu hæfastir umsækjendanna sjö til að gegn stöðu Hæstaréttardómara. Þar á eftir kemur Hjördís Hákonardóttir og síðan koma saman Allan Vagn Magnússon, Eggert Óskarsson og Jón Steinar Gunnlaugsson. Magnús Thoroddsen, fyrrverandi Hæstaréttardómari, er undrandi á því að Jón Steinar skuli ekki hafa verið í hópi hinna hæfustu umsækjenda. Hann segir Jón hafa gífurlega reynslu sem lögmaður, hann sé góður lögfræðingur og mikill fræðimaður. Umsögn Hæstaréttar er lengri og ítarlegri en venja er. Í henni er lagt mat á níu svið sem snerta nám, starfsferil og fræðistörf umsækjenda. „Maður getur ekki varist þeirri hugsun að þarna sé verið að setja fram einhverjar tylliástæður til að koma í veg fyrir að Jón Steinar Gunnlaugsson verði skipaður dómari í Hæstarétti Íslands,“ segir Magnús. Magnús telur sig hafa skýringu á því hvers vegna dómarar Hæstaréttar setja Jón Steinar svo neðarlega á listann yfir umsækjendur um dómarastöðu sem raun ber vitni. Það stafi út af gremju meirihlutans vegna þeirrar gagnrýni sem Jón Steinar hefur stundum beint gegn ákveðnum dómum Hæstaréttar. Magnús segir ennfremur að brýnt sé að maður sem starfað hafi að lögmannsstörfum taki sæti Hæstaréttardómara. Athygli vekur að Stefán Már, sem Hæstiréttur telur einna hæfastan, er 65 ára gamall. Fyrir fjórtán árum taldi Hæstiréttur Svein Snorrason ekki koma til greina sem dómari vegna aldurs en hann var þá 65 ára gamall. Þarna finnst Magnúsi gæta misræmis í umsögnum Hæstaréttar.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“