
Viðskipti innlent
Kjarnfóðurverð lækkar
Tveggja prósenta verðlækkun varð á kjarnfóðri hjá Fóðurblöndunni þann 6. september síðastliðinn, að því er fram kemur á fréttavef Landssambands kúabænda. Fram kemur að ekki hafi borist tölur frá öðrum kjarnfóðursölum, sambandið fylgist með þróuninni og uppfæri vefinn jafnóðum með nýjum upplýsingum.