Óska frekari aðstoðar 15. september 2004 00:01 Forseti Íraks, Ghazi al-Yawer, óskaði í gær eftir aðstoð NATO og Evrópusambandsins til að binda enda á hörmungarástandið í landinu og byggja upp hið stríðshrjáða land. Aðildarríki NATO standa nú í samningaviðræðum um hvernig þau geti tekið enn virkari þátt í því að þjálfa upp her Íraka. Nú þegar eru fjörutíu hermenn á vegum NATO í Írak með það hlutverk að þjálfa íraska hermenn en vonast er til þess að þeim megi fjölga í 350 til þrjú þúsund hermenn. Frakkar eru þó alfarið á móti því að NATO verði of áberandi í Írak. Í dag mun NATO ræða um framtíðarhlutverk bandalagsins í Írak. Rætt verður um hvort rétt sé að bandalagið aðstoði við að byggja upp íraska herinn og færa vopnabúr hans í nútímahorf. Forsetinn mun hitta Javier Solana, utanríkismálastjóra Evrópusambandsins, í dag og ræða um uppbyggingu í Írak. Búist er við því að Solana muni lýsa yfir stuðningi Evrópusambandsins og vilja þjóðanna 25 til að aðstoða af bestu getu og hjálpa til að tryggja það að kosningar geti farið fram í Írak þrátt fyrir útbreidda bardaga. Evrópusambandið hefur verið hikandi við að senda hjálparstarfsmenn til landsins vegna þess hve öryggismálum er þar ábótavant. Tugir óbreyttra borgara létu lífið í áframhaldandi átökum í Írak í gær. 47 létust og 114 særðust er bílsprengja sprakk nálægt lögreglustöð í höfuðborginni Bagdad. Talið er að um sjálfsmorðsárás hafi verið að ræða. Árásin átti sér stað þegar fjöldi manns beið eftir að komast að í starfsviðtal hjá lögreglunni. Þá hófu tveir menn úr tveimur bílum skothríð á lögreglubíl í borginni Baqouba með þeim afleiðingum að 11 lögreglumenn og einn óbreyttur borgari létust. Auk þess særðust tveir í árásinni. Íslömsk hryðjuverkasamtök undir forystu Jórdanans Abu Musab al-Zarqawi hafa lýst ódæðunum á hendur sér. Erlent Fréttir Írak Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Forseti Íraks, Ghazi al-Yawer, óskaði í gær eftir aðstoð NATO og Evrópusambandsins til að binda enda á hörmungarástandið í landinu og byggja upp hið stríðshrjáða land. Aðildarríki NATO standa nú í samningaviðræðum um hvernig þau geti tekið enn virkari þátt í því að þjálfa upp her Íraka. Nú þegar eru fjörutíu hermenn á vegum NATO í Írak með það hlutverk að þjálfa íraska hermenn en vonast er til þess að þeim megi fjölga í 350 til þrjú þúsund hermenn. Frakkar eru þó alfarið á móti því að NATO verði of áberandi í Írak. Í dag mun NATO ræða um framtíðarhlutverk bandalagsins í Írak. Rætt verður um hvort rétt sé að bandalagið aðstoði við að byggja upp íraska herinn og færa vopnabúr hans í nútímahorf. Forsetinn mun hitta Javier Solana, utanríkismálastjóra Evrópusambandsins, í dag og ræða um uppbyggingu í Írak. Búist er við því að Solana muni lýsa yfir stuðningi Evrópusambandsins og vilja þjóðanna 25 til að aðstoða af bestu getu og hjálpa til að tryggja það að kosningar geti farið fram í Írak þrátt fyrir útbreidda bardaga. Evrópusambandið hefur verið hikandi við að senda hjálparstarfsmenn til landsins vegna þess hve öryggismálum er þar ábótavant. Tugir óbreyttra borgara létu lífið í áframhaldandi átökum í Írak í gær. 47 létust og 114 særðust er bílsprengja sprakk nálægt lögreglustöð í höfuðborginni Bagdad. Talið er að um sjálfsmorðsárás hafi verið að ræða. Árásin átti sér stað þegar fjöldi manns beið eftir að komast að í starfsviðtal hjá lögreglunni. Þá hófu tveir menn úr tveimur bílum skothríð á lögreglubíl í borginni Baqouba með þeim afleiðingum að 11 lögreglumenn og einn óbreyttur borgari létust. Auk þess særðust tveir í árásinni. Íslömsk hryðjuverkasamtök undir forystu Jórdanans Abu Musab al-Zarqawi hafa lýst ódæðunum á hendur sér.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira