ÍBV bikarmeistari 11. september 2004 00:01 ÍBV tryggði sér bikarmeistaratitilinn í knattspyrnu í gærdag með sanngjörnum 2-0 sigri á Íslandsmeisturum Vals. Það var búist við hörkuleik enda hér á ferðinni tvö bestu kvennalið landsins. Sú varð og raunin en hins vegar var það ljóst strax frá upphafi að eitthvað var að hjá Valsliðinu - það var einhver doði yfir því sem það náði aldrei að hrista af sér. Eyjaliðið mætti hins vegar glorhungrað til leiks og var grimmdin uppmáluð - leikmenn þess unnu flest návígi og þá brá oft fyrir skemmtilegu samspili og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. ÍBV átti til að mynda skot í slá og svo komst Margrét Lára Viðarsdóttir ein innfyrir en mjög góður markvörður Vals, Guðbjörg Gunnarsdóttir, varði vel. Í síðari hálfleik hélt ÍBV ógnartaki sínu á leiknum en gekk bölvanlega upp við markið. Á 72. mínútu átti liðið skot í stöng, annað skot fylgdi í kjölfarið en það var varið á línu. Héldu nú margir að Eyjastelpum væru allar bjargir bannaðar - þeim væri hreinlega fyrirmunað að skora. Svo var ekki því Bryndís Jóhannesdóttir skoraði mark 12 mínútum fyrir leikslok og var það virkilega sanngjarnt. Valsstelpur náðu ekki að ná neinni pressu að ráði eftir markið, færðu liðið allt of seint framar á völlinn og varnarmenn ÍBV áttu ekki í neinum vandræðum með að stöðva sóknarlotur Hlíðarendastelpna. Það var svo Mhairi Gilmoure sem gulltryggði sigurinn í uppbótartíma, sigur sem Eyjastelpur áttu svo sannarlega skilið. Liðið var þrælþétt frá aftasta manni til þess fremsta og stelpurnar voru einfaldlega tilbúnar í þessa prófraun - stóðust hana með sóma. Liðsheildin var sterk og í raun var engin einn leikmaður sem stóð eitthvað sérstaklega upp úr. Reyndar er ekki annað hægt en að minnast á frammistöðu Rachel J. Kruze, sem vann gríðarlega góða vinnu á miðsvæðinu og stoppaði trekk í trekk sóknarlotur Vals í fæðingu. Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, var að vonum stoltur af sínum stelpum. "Við vorum mun betri aðilinn í þessum leik og þá sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem við gjörsamlega óðum í færum. Valsstelpur skapa sér nánast ekki neitt í þessum leik og þessi sigur okkar því virkilega verðskuldaður. Stelpurnar spiluðu eins og fyrir þær var lagt og uppskeran var eftir því. Það er búin að vera ofsalega mikil umfjöllun um Valsliðið að undanförnu, og við vorum einfaldlega orðin hundleið á því og viljum fá smá athygli og fáum hana núna," sagði Heimir léttur í lund og bætti við: "Ég tel að það búi meira í þessu liði og næsta skref hjá okkur er að taka Íslandsmeistaratitilinn." Hjá Val var verulega fátt um fína drætti. Guðbjörg Gunnarsdóttir var algjör yfirburðarmanneskja og hélt í raun Val inni í leiknum lengi vel með frábærri markvörslu og þessi stelpa er að verða besti markvörðurinn sem við eigum. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
ÍBV tryggði sér bikarmeistaratitilinn í knattspyrnu í gærdag með sanngjörnum 2-0 sigri á Íslandsmeisturum Vals. Það var búist við hörkuleik enda hér á ferðinni tvö bestu kvennalið landsins. Sú varð og raunin en hins vegar var það ljóst strax frá upphafi að eitthvað var að hjá Valsliðinu - það var einhver doði yfir því sem það náði aldrei að hrista af sér. Eyjaliðið mætti hins vegar glorhungrað til leiks og var grimmdin uppmáluð - leikmenn þess unnu flest návígi og þá brá oft fyrir skemmtilegu samspili og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. ÍBV átti til að mynda skot í slá og svo komst Margrét Lára Viðarsdóttir ein innfyrir en mjög góður markvörður Vals, Guðbjörg Gunnarsdóttir, varði vel. Í síðari hálfleik hélt ÍBV ógnartaki sínu á leiknum en gekk bölvanlega upp við markið. Á 72. mínútu átti liðið skot í stöng, annað skot fylgdi í kjölfarið en það var varið á línu. Héldu nú margir að Eyjastelpum væru allar bjargir bannaðar - þeim væri hreinlega fyrirmunað að skora. Svo var ekki því Bryndís Jóhannesdóttir skoraði mark 12 mínútum fyrir leikslok og var það virkilega sanngjarnt. Valsstelpur náðu ekki að ná neinni pressu að ráði eftir markið, færðu liðið allt of seint framar á völlinn og varnarmenn ÍBV áttu ekki í neinum vandræðum með að stöðva sóknarlotur Hlíðarendastelpna. Það var svo Mhairi Gilmoure sem gulltryggði sigurinn í uppbótartíma, sigur sem Eyjastelpur áttu svo sannarlega skilið. Liðið var þrælþétt frá aftasta manni til þess fremsta og stelpurnar voru einfaldlega tilbúnar í þessa prófraun - stóðust hana með sóma. Liðsheildin var sterk og í raun var engin einn leikmaður sem stóð eitthvað sérstaklega upp úr. Reyndar er ekki annað hægt en að minnast á frammistöðu Rachel J. Kruze, sem vann gríðarlega góða vinnu á miðsvæðinu og stoppaði trekk í trekk sóknarlotur Vals í fæðingu. Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, var að vonum stoltur af sínum stelpum. "Við vorum mun betri aðilinn í þessum leik og þá sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem við gjörsamlega óðum í færum. Valsstelpur skapa sér nánast ekki neitt í þessum leik og þessi sigur okkar því virkilega verðskuldaður. Stelpurnar spiluðu eins og fyrir þær var lagt og uppskeran var eftir því. Það er búin að vera ofsalega mikil umfjöllun um Valsliðið að undanförnu, og við vorum einfaldlega orðin hundleið á því og viljum fá smá athygli og fáum hana núna," sagði Heimir léttur í lund og bætti við: "Ég tel að það búi meira í þessu liði og næsta skref hjá okkur er að taka Íslandsmeistaratitilinn." Hjá Val var verulega fátt um fína drætti. Guðbjörg Gunnarsdóttir var algjör yfirburðarmanneskja og hélt í raun Val inni í leiknum lengi vel með frábærri markvörslu og þessi stelpa er að verða besti markvörðurinn sem við eigum.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira