ÍBV bikarmeistari 11. september 2004 00:01 ÍBV tryggði sér bikarmeistaratitilinn í knattspyrnu í gærdag með sanngjörnum 2-0 sigri á Íslandsmeisturum Vals. Það var búist við hörkuleik enda hér á ferðinni tvö bestu kvennalið landsins. Sú varð og raunin en hins vegar var það ljóst strax frá upphafi að eitthvað var að hjá Valsliðinu - það var einhver doði yfir því sem það náði aldrei að hrista af sér. Eyjaliðið mætti hins vegar glorhungrað til leiks og var grimmdin uppmáluð - leikmenn þess unnu flest návígi og þá brá oft fyrir skemmtilegu samspili og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. ÍBV átti til að mynda skot í slá og svo komst Margrét Lára Viðarsdóttir ein innfyrir en mjög góður markvörður Vals, Guðbjörg Gunnarsdóttir, varði vel. Í síðari hálfleik hélt ÍBV ógnartaki sínu á leiknum en gekk bölvanlega upp við markið. Á 72. mínútu átti liðið skot í stöng, annað skot fylgdi í kjölfarið en það var varið á línu. Héldu nú margir að Eyjastelpum væru allar bjargir bannaðar - þeim væri hreinlega fyrirmunað að skora. Svo var ekki því Bryndís Jóhannesdóttir skoraði mark 12 mínútum fyrir leikslok og var það virkilega sanngjarnt. Valsstelpur náðu ekki að ná neinni pressu að ráði eftir markið, færðu liðið allt of seint framar á völlinn og varnarmenn ÍBV áttu ekki í neinum vandræðum með að stöðva sóknarlotur Hlíðarendastelpna. Það var svo Mhairi Gilmoure sem gulltryggði sigurinn í uppbótartíma, sigur sem Eyjastelpur áttu svo sannarlega skilið. Liðið var þrælþétt frá aftasta manni til þess fremsta og stelpurnar voru einfaldlega tilbúnar í þessa prófraun - stóðust hana með sóma. Liðsheildin var sterk og í raun var engin einn leikmaður sem stóð eitthvað sérstaklega upp úr. Reyndar er ekki annað hægt en að minnast á frammistöðu Rachel J. Kruze, sem vann gríðarlega góða vinnu á miðsvæðinu og stoppaði trekk í trekk sóknarlotur Vals í fæðingu. Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, var að vonum stoltur af sínum stelpum. "Við vorum mun betri aðilinn í þessum leik og þá sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem við gjörsamlega óðum í færum. Valsstelpur skapa sér nánast ekki neitt í þessum leik og þessi sigur okkar því virkilega verðskuldaður. Stelpurnar spiluðu eins og fyrir þær var lagt og uppskeran var eftir því. Það er búin að vera ofsalega mikil umfjöllun um Valsliðið að undanförnu, og við vorum einfaldlega orðin hundleið á því og viljum fá smá athygli og fáum hana núna," sagði Heimir léttur í lund og bætti við: "Ég tel að það búi meira í þessu liði og næsta skref hjá okkur er að taka Íslandsmeistaratitilinn." Hjá Val var verulega fátt um fína drætti. Guðbjörg Gunnarsdóttir var algjör yfirburðarmanneskja og hélt í raun Val inni í leiknum lengi vel með frábærri markvörslu og þessi stelpa er að verða besti markvörðurinn sem við eigum. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Kauno Zalgiris | Allt jafnt fyrir seinni leikinn KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Hverjar mæta FH í úrslitum? Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sjá meira
ÍBV tryggði sér bikarmeistaratitilinn í knattspyrnu í gærdag með sanngjörnum 2-0 sigri á Íslandsmeisturum Vals. Það var búist við hörkuleik enda hér á ferðinni tvö bestu kvennalið landsins. Sú varð og raunin en hins vegar var það ljóst strax frá upphafi að eitthvað var að hjá Valsliðinu - það var einhver doði yfir því sem það náði aldrei að hrista af sér. Eyjaliðið mætti hins vegar glorhungrað til leiks og var grimmdin uppmáluð - leikmenn þess unnu flest návígi og þá brá oft fyrir skemmtilegu samspili og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. ÍBV átti til að mynda skot í slá og svo komst Margrét Lára Viðarsdóttir ein innfyrir en mjög góður markvörður Vals, Guðbjörg Gunnarsdóttir, varði vel. Í síðari hálfleik hélt ÍBV ógnartaki sínu á leiknum en gekk bölvanlega upp við markið. Á 72. mínútu átti liðið skot í stöng, annað skot fylgdi í kjölfarið en það var varið á línu. Héldu nú margir að Eyjastelpum væru allar bjargir bannaðar - þeim væri hreinlega fyrirmunað að skora. Svo var ekki því Bryndís Jóhannesdóttir skoraði mark 12 mínútum fyrir leikslok og var það virkilega sanngjarnt. Valsstelpur náðu ekki að ná neinni pressu að ráði eftir markið, færðu liðið allt of seint framar á völlinn og varnarmenn ÍBV áttu ekki í neinum vandræðum með að stöðva sóknarlotur Hlíðarendastelpna. Það var svo Mhairi Gilmoure sem gulltryggði sigurinn í uppbótartíma, sigur sem Eyjastelpur áttu svo sannarlega skilið. Liðið var þrælþétt frá aftasta manni til þess fremsta og stelpurnar voru einfaldlega tilbúnar í þessa prófraun - stóðust hana með sóma. Liðsheildin var sterk og í raun var engin einn leikmaður sem stóð eitthvað sérstaklega upp úr. Reyndar er ekki annað hægt en að minnast á frammistöðu Rachel J. Kruze, sem vann gríðarlega góða vinnu á miðsvæðinu og stoppaði trekk í trekk sóknarlotur Vals í fæðingu. Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, var að vonum stoltur af sínum stelpum. "Við vorum mun betri aðilinn í þessum leik og þá sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem við gjörsamlega óðum í færum. Valsstelpur skapa sér nánast ekki neitt í þessum leik og þessi sigur okkar því virkilega verðskuldaður. Stelpurnar spiluðu eins og fyrir þær var lagt og uppskeran var eftir því. Það er búin að vera ofsalega mikil umfjöllun um Valsliðið að undanförnu, og við vorum einfaldlega orðin hundleið á því og viljum fá smá athygli og fáum hana núna," sagði Heimir léttur í lund og bætti við: "Ég tel að það búi meira í þessu liði og næsta skref hjá okkur er að taka Íslandsmeistaratitilinn." Hjá Val var verulega fátt um fína drætti. Guðbjörg Gunnarsdóttir var algjör yfirburðarmanneskja og hélt í raun Val inni í leiknum lengi vel með frábærri markvörslu og þessi stelpa er að verða besti markvörðurinn sem við eigum.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Kauno Zalgiris | Allt jafnt fyrir seinni leikinn KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Hverjar mæta FH í úrslitum? Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sjá meira