Viðskipti innlent

Fellur vel að rekstrinum

Íslandsbanki rökstyður tilboð sitt í öll hlutabréf Kredittbankans í norðvesturhluta Noregs með því að starfsemi hans falli vel að rekstrinum; báðir bankar starfi á svæði þar sem efnahagurinn byggist á sjávarútvegi. Íslandsbanki býðst til að kaupa bréfin í Kredittbankanum á genginu 7,25, sem er 37 prósentum yfir meðalgengi undanfarinnar þriggja mánaða, að því tilskildu að hann eignist 90 prósent í bankanum. Íslandsbanki á nú þegar og hefur tryggt sér um 40 prósent í bankanum. Stjórn Kredittbankans mælir með því að tilboði Íslandsbanka verði tekið.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×