
Viðskipti innlent
Ekkert lát á vaxtastríði

Ekkert lát er á vaxtastríðinu á húsnæðislánamarkaðnum og í gærkvöldi tilkynnti Íbúðalánasjóður um nýjasta útspilið. Þar var ákveðið á stjórnarfundi í gær að lækka vexti nýrra viðbótarlána úr fimm komma þrjátíu prósentum niður í fjögur komma þrátíu og fimm prósent. Viðbótarlánum er einkum ætlað að aðstoða eigna- og tekjuminni einstaklinga til að fjármagna íbúðakaup. Þótti sjóðstjórninni því ekki verjandi að vextir á þessum lánaflokki væru hærri en á öðrum lánaflokkum. Ólóiklegt er talið að þessi lækkun hafi teljandi áhrif á útlán sjóðsins.