Viðskiptahalli ógnar hagkerfinu 7. september 2004 00:01 Mikill viðskiptahalli ógnar íslenska hagkerfinu. Talsverð verðbólga blasir við og harkaleg lending hagkerfisins eftir uppgang vegna stóriðjuframkvæmda. Viðskiptahallinn hefur ekki verið meiri síðan rétt eftir seinni heimsstyrjöldina. Þetta kemur fram í Þjóðhagsspá Greiningar Íslandsbanka. Þegar tölur um þjóðarbúskapinn hér á Íslandi eru skoðaðar má draga þá ályktun að allt gangi ágætlega um þessar mundir og hagvöxtur sé góður. Því er spáð að hagvöxtur á næsta ári verði eins, og yfir meðaltali í aðildarríkjum OECD. En, vöxturinn er að stórum hluta knúinn áfram af neyslugleði almennings, segir greining Íslandsbanka, sem birti þjóðhagsspá sína í dag. Mikill vöxtur er í lántökum og almenningur fjármagnar aukna neyslu sína með því að taka lán. Nú er auðvelt að taka bílalán og fleiri möguleikar bjóðast á íbúðalánum á lægri vöxtum og því eru yfirgnæfandi líkur á að neyslan aukist enn. Greiningardeildin segir að útlit sé fyrir að yfirstandandi efnahagsuppsveifla verði hvorki löng né hagvöxtur mjög mikill. Og það veldur bankanum mestum áhyggjum að Íslendingar flytja mun meira af vörum inn til landsins en út úr því. Svokallaður viðskiptahalli mældist tæpir 28 milljarðar á fyrri helmingi ársins og hefur tvöfaldast frá því á sama tíma í fyrra. Samkvæmt spá OECD mun ekki finnast meiri halli í neinu öðru aðildarríki á næsta ári. Í hagsögu Íslands þarf að fara aftur til ársins 1946 til að finna viðlíka halla á utanríkisvisðskipum. Samanburðurinn vekur ugg hjá greiningardeildinni því í kjölfarið fylgdi langt og erfitt samdráttarskeið í sögu þjóðarinnar þar sem hagvöxtur var neikvæður í fjögur ár í röð, 1949-1952. Svipaða sögu má segja af viðlíka hallatímabilum í hagsögu annarra þjóða. Og bankinn heldur áfram viðvörunarorðum sínum og segir að án skynsamlegrar hagstjórnar geti verðbólga hæglega farið úr böndunum og étið upp þann vöxt kaupmáttar sem annars má vænta í þessari uppsveiflu. Von er á sársaukafullu samdráttartímabili við lok stóriðjuframkvæmdanna árið 2006 til 2007. Og bankinn bætir um betur og segir að þó hann reikni með að hagstjórn Seðlabankans og stjórnvalda heppnist í grófum dráttum á næstu árum, þá sé raunveruleg vá fyrir dyrum. Ógnin sem hagkerfinu steðjar af viðskiptahallanum kann að leiða til lækkunar á gengi krónunnar sem aftur skapar talsverða verðbólgu, rýrir kaupmátt og orsakar harkalegri lendingu hagkerfisins en búist var við. Greining Íslandsbanka segir að þarna ríði mest á því að ríkið beiti mun meira aðhaldi í hagstjórn en verið hefur undanfarið. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Sjá meira
Mikill viðskiptahalli ógnar íslenska hagkerfinu. Talsverð verðbólga blasir við og harkaleg lending hagkerfisins eftir uppgang vegna stóriðjuframkvæmda. Viðskiptahallinn hefur ekki verið meiri síðan rétt eftir seinni heimsstyrjöldina. Þetta kemur fram í Þjóðhagsspá Greiningar Íslandsbanka. Þegar tölur um þjóðarbúskapinn hér á Íslandi eru skoðaðar má draga þá ályktun að allt gangi ágætlega um þessar mundir og hagvöxtur sé góður. Því er spáð að hagvöxtur á næsta ári verði eins, og yfir meðaltali í aðildarríkjum OECD. En, vöxturinn er að stórum hluta knúinn áfram af neyslugleði almennings, segir greining Íslandsbanka, sem birti þjóðhagsspá sína í dag. Mikill vöxtur er í lántökum og almenningur fjármagnar aukna neyslu sína með því að taka lán. Nú er auðvelt að taka bílalán og fleiri möguleikar bjóðast á íbúðalánum á lægri vöxtum og því eru yfirgnæfandi líkur á að neyslan aukist enn. Greiningardeildin segir að útlit sé fyrir að yfirstandandi efnahagsuppsveifla verði hvorki löng né hagvöxtur mjög mikill. Og það veldur bankanum mestum áhyggjum að Íslendingar flytja mun meira af vörum inn til landsins en út úr því. Svokallaður viðskiptahalli mældist tæpir 28 milljarðar á fyrri helmingi ársins og hefur tvöfaldast frá því á sama tíma í fyrra. Samkvæmt spá OECD mun ekki finnast meiri halli í neinu öðru aðildarríki á næsta ári. Í hagsögu Íslands þarf að fara aftur til ársins 1946 til að finna viðlíka halla á utanríkisvisðskipum. Samanburðurinn vekur ugg hjá greiningardeildinni því í kjölfarið fylgdi langt og erfitt samdráttarskeið í sögu þjóðarinnar þar sem hagvöxtur var neikvæður í fjögur ár í röð, 1949-1952. Svipaða sögu má segja af viðlíka hallatímabilum í hagsögu annarra þjóða. Og bankinn heldur áfram viðvörunarorðum sínum og segir að án skynsamlegrar hagstjórnar geti verðbólga hæglega farið úr böndunum og étið upp þann vöxt kaupmáttar sem annars má vænta í þessari uppsveiflu. Von er á sársaukafullu samdráttartímabili við lok stóriðjuframkvæmdanna árið 2006 til 2007. Og bankinn bætir um betur og segir að þó hann reikni með að hagstjórn Seðlabankans og stjórnvalda heppnist í grófum dráttum á næstu árum, þá sé raunveruleg vá fyrir dyrum. Ógnin sem hagkerfinu steðjar af viðskiptahallanum kann að leiða til lækkunar á gengi krónunnar sem aftur skapar talsverða verðbólgu, rýrir kaupmátt og orsakar harkalegri lendingu hagkerfisins en búist var við. Greining Íslandsbanka segir að þarna ríði mest á því að ríkið beiti mun meira aðhaldi í hagstjórn en verið hefur undanfarið.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Sjá meira