Latibær í lagaþrætu 3. september 2004 00:01 "Svona getur gerst. Menn geta lent í ágreiningi," segir Gunnar Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, en sjóðurinn hefur stefnt Latabæ fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur vegna ágreinings um túlkun lánasamnings. "Ég hins vegar óska Latabæ alls hins besta. Sjóðurinn hefur haft fulla trú á þessu verki alveg frá upphafi. Það er óheppilegt og leiðinlegt að lenda í þessu." Sjóðurinn stendur í þeirri meiningu að í lánasamningnum hafi verið ákvæði um að láninu megi breyta í hlutabréf með tíð og tíma. Latibær hins vegar hefur ekki fallist á þennan breytirétt, um það snýst málið fyrir dómstólum nú. Samningar hafa verið reyndir, að sögn Gunnars, en ekki náðst. Nýsköpunarsjóður lánaði Latabæ ríflega 20 milljónir króna, samkvæmt heimildum, árið 2002. Slíkar lánasamningar með breytirétti yfir í hlutabréf í viðkomandi sprotafyrirtækjum eiga sér mörg fordæmi hjá Nýsköpunarsjóði, enda freistar sjóðurinn þess að ná arðsemi með því að eignast hlutafé í farsælum áhættufyrirtækjum, sem hann hefur lánað til, eins og Latabæ. Slíkur ágreiningur um breytiréttinn hefur ekki vaknað fyrr, segir Gunnar. Ljóst er, að ef úrskurður myndi falla Latabæ í vil fyrir Héraðsdómi nú, myndi slíkt hafa þær afleiðingar að Nýsköpunarsjóður þyrfti að endurskoða breytiréttarákvæðið í lánasamningum sínum hér eftir. Málið er því nokkurs konar prófmál. Úrskurður Latabæ í vil gæti jafnframt haft þær afleiðingar að aðrir sem hafa svipaða lánasamninga við sjóðinn myndu hafna kröfum sjóðsins um hlutabréf. Gunnar segir slíkt þó ekki vera verulegt áhyggjuefni fyrir sjóðinn, því útistandandi lánasamningar af þessu tagi séu fáir. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fleiri fréttir Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Sjá meira
"Svona getur gerst. Menn geta lent í ágreiningi," segir Gunnar Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, en sjóðurinn hefur stefnt Latabæ fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur vegna ágreinings um túlkun lánasamnings. "Ég hins vegar óska Latabæ alls hins besta. Sjóðurinn hefur haft fulla trú á þessu verki alveg frá upphafi. Það er óheppilegt og leiðinlegt að lenda í þessu." Sjóðurinn stendur í þeirri meiningu að í lánasamningnum hafi verið ákvæði um að láninu megi breyta í hlutabréf með tíð og tíma. Latibær hins vegar hefur ekki fallist á þennan breytirétt, um það snýst málið fyrir dómstólum nú. Samningar hafa verið reyndir, að sögn Gunnars, en ekki náðst. Nýsköpunarsjóður lánaði Latabæ ríflega 20 milljónir króna, samkvæmt heimildum, árið 2002. Slíkar lánasamningar með breytirétti yfir í hlutabréf í viðkomandi sprotafyrirtækjum eiga sér mörg fordæmi hjá Nýsköpunarsjóði, enda freistar sjóðurinn þess að ná arðsemi með því að eignast hlutafé í farsælum áhættufyrirtækjum, sem hann hefur lánað til, eins og Latabæ. Slíkur ágreiningur um breytiréttinn hefur ekki vaknað fyrr, segir Gunnar. Ljóst er, að ef úrskurður myndi falla Latabæ í vil fyrir Héraðsdómi nú, myndi slíkt hafa þær afleiðingar að Nýsköpunarsjóður þyrfti að endurskoða breytiréttarákvæðið í lánasamningum sínum hér eftir. Málið er því nokkurs konar prófmál. Úrskurður Latabæ í vil gæti jafnframt haft þær afleiðingar að aðrir sem hafa svipaða lánasamninga við sjóðinn myndu hafna kröfum sjóðsins um hlutabréf. Gunnar segir slíkt þó ekki vera verulegt áhyggjuefni fyrir sjóðinn, því útistandandi lánasamningar af þessu tagi séu fáir.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fleiri fréttir Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Sjá meira