Viðskipti innlent

Síminn kaupir Skjá einn

Síminn hefur keypt fjórðungshlut í Skjá einum. Leiðir fyrirtækjanna tveggja, liggja nú saman enn á ný, en saga þeirra er nátengd og ekki af góðu. Mikið af þeim fjármunum sem Sveinbjörn Kristjánsson, fyrrum aðalgjaldkeri Símans, dró sér úr fyrirtækinu í stærsta fjárdráttarmáli Íslandssögunnar runnu inn í rekstur Skjás Eins. Síminn hefur gert tilboð í eignarhaldsfélag sem nefnist Fjörnir, og á það sýningarréttinn á enska boltanum og 26% í Íslenska sjónvarpsfélaginu, sem rekur Skjá einn. Forsvarmaður Fjörnis er Gunnar Jóhann Birgisson, lögmaður. Gera má ráð fyrir að bak við hann standi svo fleiri fjárfestar. Fullyrt er að Björgólfur Guðmundsson sé alfarið kominn út úr Skjá einum og eigi engin tengsl við hann lengur. Enn gæti farið svo að fleiri fjárfestar sláist í hópinn með Símanum. Þar hafa verið nefndir aðilar eins og Straumur, Tryggingamiðstöðin og Vátryggingafélag Íslands. Þau mál munu væntanlega skýrast eftir helgi. Skjár einn hefur sýningarréttin á Enska boltanum sem kunnugt er en sjónvarpsstöðin má mun fífil sinn fegurri eftir mikinn niðurstkurð á síðustu árum. Kenningin er sú að Síminn hafi fyrst og fremst áhuga á að fá enska boltann inn á breiðbandsrás hjá sér. Forsvarsmenn Símans vildu ekkert tjá sig um málið í dag.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×