Ríkið gæti sparað 745 milljónir 2. september 2004 00:01 Ríkið gæti sparað allt að hálfum milljarði króna í fjarskiptakostnað næðist sami árangur og af útboði Landspítala-háskólasjúkrahús. Væri árangurinn sá sami og Reykjavíkurborg áætlar við útboð fjarskipta væri sparnaður ríkisins um 745 milljónir króna; sé miðað við tölur um fjarskiptakostað ráðuneyta og annarra æðstu stofnana ríkisins árið 2002. Júlíus S. Ólafsson, forstjóri Ríkiskaupa, segir útboðsgögn í undirbúningi. Gert sé ráð fyrir að þau verði tilbúin í október og útboð geti farið fram í kjölfarið. Tilboðstíminn verði 52 dagar og úrvinnsla tilboða og samningagerð taki einnig sinn tíma. "Hvað kemur út úr útboðunum vitum við ekkert um og eru getgátur," segir Júlíus. Pétur Pétursson, forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála hjá OgVodafone, segir að um árabil hafi verið unnið að því að fá ríkið til að bjóða út fjarskiptaþjónustuna. "Ég velti fyrir mér hvað ræður seinagangi ríkisins, sérstaklega þegar höfð er í huga stefna stjórnvalda um að ná fram sparnaði í rekstri með útboðum." Júlíus segir samninga um fjarskiptaþjónustu undanþegna útboðum samkvæmt lögum um opinber innkaup frá árinu 2001: "Það er ein ástæðan fyrir því að útboð þjónustunnar hefur ekki farið fram. Einnig má nefna að samkeppni á fjarskiptamarkaði hefur verið takmörkuð sem getur haft áhrif á hvort útboð skilar árangri." Júlíus segir að í undirbúningi sé rammasamningsútboð þar sem gert sé ráð fyrir tveggja ára samningi með möguleika á framlengingu. Aðeins tvö útboð hafa farið fram á fjarskiptaþjónustu ríkisfyrirtækja. Auk Landspítalans-háskólasjúkrahús hefur Íslandspóstur boðið út þjónustuna. Örfá önnur ríkisfyrirtæki hafa einnig leitað tilboða á markaði að frumkvæði stjórnenda sinna. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira
Ríkið gæti sparað allt að hálfum milljarði króna í fjarskiptakostnað næðist sami árangur og af útboði Landspítala-háskólasjúkrahús. Væri árangurinn sá sami og Reykjavíkurborg áætlar við útboð fjarskipta væri sparnaður ríkisins um 745 milljónir króna; sé miðað við tölur um fjarskiptakostað ráðuneyta og annarra æðstu stofnana ríkisins árið 2002. Júlíus S. Ólafsson, forstjóri Ríkiskaupa, segir útboðsgögn í undirbúningi. Gert sé ráð fyrir að þau verði tilbúin í október og útboð geti farið fram í kjölfarið. Tilboðstíminn verði 52 dagar og úrvinnsla tilboða og samningagerð taki einnig sinn tíma. "Hvað kemur út úr útboðunum vitum við ekkert um og eru getgátur," segir Júlíus. Pétur Pétursson, forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála hjá OgVodafone, segir að um árabil hafi verið unnið að því að fá ríkið til að bjóða út fjarskiptaþjónustuna. "Ég velti fyrir mér hvað ræður seinagangi ríkisins, sérstaklega þegar höfð er í huga stefna stjórnvalda um að ná fram sparnaði í rekstri með útboðum." Júlíus segir samninga um fjarskiptaþjónustu undanþegna útboðum samkvæmt lögum um opinber innkaup frá árinu 2001: "Það er ein ástæðan fyrir því að útboð þjónustunnar hefur ekki farið fram. Einnig má nefna að samkeppni á fjarskiptamarkaði hefur verið takmörkuð sem getur haft áhrif á hvort útboð skilar árangri." Júlíus segir að í undirbúningi sé rammasamningsútboð þar sem gert sé ráð fyrir tveggja ára samningi með möguleika á framlengingu. Aðeins tvö útboð hafa farið fram á fjarskiptaþjónustu ríkisfyrirtækja. Auk Landspítalans-háskólasjúkrahús hefur Íslandspóstur boðið út þjónustuna. Örfá önnur ríkisfyrirtæki hafa einnig leitað tilboða á markaði að frumkvæði stjórnenda sinna.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira