Draumabíllinn 27. ágúst 2004 00:01 "Ég hef ekki átt bíl síðan 1987. Málið er að ég er enginn bílakall," segir Birgir Þór Bragason hlæjandi þegar hann er spurður um helstu kosti eigin bifreiðar. Birgir Þór er þekktur fyrir sinn Mótorsportþátt á Sýn og svarið kemur vissulega á óvart. En hvaða kostum þyrfti þá draumabíllinn hans að vera búinn? "Ef ég ætti að fá mér bíl þá vildi ég að hann liti ekki út fyrir að vera neitt sérstakur en væri leikfang sem ég gæti notað á viðeigandi svæðum og leikið mér," segir hann. Þar með er hann kominn í hálfgerða draumaveröld því hér á landi segir hann ekkert slíkt leiksvæði. Áfram með drauminn: "Bíllinn verður að vera aflmikill og með alvöru togkraft í vélinni -- ekki bara hestöfl. Það verður að vera gott fjöðrunarkerfi og súperbremsur, þannig að bíllinn hemli örugglega alltaf á öllum fjórum hjólunum. Ég vil ekki sjá ABS. Það er stórhættulegt apparat, sérstaklega hér á Íslandi." Birgir veit alveg um svona bíl. Hann heitir Volvo 850 R - station. "Reyndar held ég að hætt sé að framleiða hann en það skiptir ekki öllu máli. Hann var fyrst búinn til árið 1997 og notaður af Volvoverksmiðjunum til að keppa í kappakstri bíla sem líta út eins og venjulegir bílar. Síðan var hann framleiddur í nokkur ár og seldur til almennings. Þetta er alger þota en það sést ekki á honum," segir Birgir og til þess að fullkomna feluleikinn kveðst hann mundu fá sér flókahatt áður en hann settist undir stýri! Bílar Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Ég hef ekki átt bíl síðan 1987. Málið er að ég er enginn bílakall," segir Birgir Þór Bragason hlæjandi þegar hann er spurður um helstu kosti eigin bifreiðar. Birgir Þór er þekktur fyrir sinn Mótorsportþátt á Sýn og svarið kemur vissulega á óvart. En hvaða kostum þyrfti þá draumabíllinn hans að vera búinn? "Ef ég ætti að fá mér bíl þá vildi ég að hann liti ekki út fyrir að vera neitt sérstakur en væri leikfang sem ég gæti notað á viðeigandi svæðum og leikið mér," segir hann. Þar með er hann kominn í hálfgerða draumaveröld því hér á landi segir hann ekkert slíkt leiksvæði. Áfram með drauminn: "Bíllinn verður að vera aflmikill og með alvöru togkraft í vélinni -- ekki bara hestöfl. Það verður að vera gott fjöðrunarkerfi og súperbremsur, þannig að bíllinn hemli örugglega alltaf á öllum fjórum hjólunum. Ég vil ekki sjá ABS. Það er stórhættulegt apparat, sérstaklega hér á Íslandi." Birgir veit alveg um svona bíl. Hann heitir Volvo 850 R - station. "Reyndar held ég að hætt sé að framleiða hann en það skiptir ekki öllu máli. Hann var fyrst búinn til árið 1997 og notaður af Volvoverksmiðjunum til að keppa í kappakstri bíla sem líta út eins og venjulegir bílar. Síðan var hann framleiddur í nokkur ár og seldur til almennings. Þetta er alger þota en það sést ekki á honum," segir Birgir og til þess að fullkomna feluleikinn kveðst hann mundu fá sér flókahatt áður en hann settist undir stýri!
Bílar Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira