Gatlin fljótasti maður heims 23. ágúst 2004 00:01 Justin Gatlin er fótfrjáasti maður heims í dag eftir sigur í 100 metra hlaupi á Ólympíuleikunum. Gatlin vakti ekki eingöngu athygli inn á hlaupabrautinni heldur einnig utan hennar. Í viðtölum eftir hlaupið var hann drengskapurinn uppmálaður, sagðist hafa mikinn hug á að bæta ímynd íþróttarinnar og var ekki að sjá að hlauparinn öflugi hafi ofmetnast við árangurinn. "Með þessu orðum er ég ekki að fullyrða að allir hafi sett neikvæðan stimpil á íþróttina" segir Gatlin. "En núna er komið tækifæri fyrir mig til að sýna að það er fullt af góðu fólki á hlaupabrautunum. Ég vil meina að ég sé heiðarlegur og góður drengur. Ég get sýnt öfluga keppni þegar á hlaupabrautina er komið" Gatlin er tuttugu og tveggja ára gamall frá Brooklyn í New York borg, en býr í Norður-Karólínu, þar sem hann æfir. "Þar hefur maður æft stíft og hlaupið í snjónum til þess að ná þessum árangri" segir Gatlin og greinilegt að eljusemin hefur borgað sig. Kappinn segist fullviss um að geta bætt tímann sinn en meira, en hann hljóp á 9,85 sekúndum. "Ég var fullstífur undir það síðasta og var farinn að hlaupa með kreppta hnefa. Ég get verið mun afslappaðri og gert betur. Takmarkið er sett á að slá heimsmetið og ég tel mig eiga góða möguleika á því". Gatlin leiðist allt tal um lyfjanotkun og segir það umræðuefni setja svartan blett á frábæra íþrótt. "Það er enginn sem spyr hvernig manni líður fyrir komandi keppni. Það er jafnvel betra að fá persónulegar spurningar heldur en að tala um lyfjamisnotkun í þessari grein. Allt annað en það", segir Gatlin og er ekki sáttur við stöðu mála hvað þetta snertir. Framundan hjá Gatlin er keppni í 200 metra hlaupi en okkar maður er fullviss um að þar geti hann staðið sig. "Ég hef alla burði til að vinna gullið og ef ég held huganum við hlaupið þá ætti ég að geta það" segir Gatlin og ætlar sér greinilega stóra hluti. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira
Justin Gatlin er fótfrjáasti maður heims í dag eftir sigur í 100 metra hlaupi á Ólympíuleikunum. Gatlin vakti ekki eingöngu athygli inn á hlaupabrautinni heldur einnig utan hennar. Í viðtölum eftir hlaupið var hann drengskapurinn uppmálaður, sagðist hafa mikinn hug á að bæta ímynd íþróttarinnar og var ekki að sjá að hlauparinn öflugi hafi ofmetnast við árangurinn. "Með þessu orðum er ég ekki að fullyrða að allir hafi sett neikvæðan stimpil á íþróttina" segir Gatlin. "En núna er komið tækifæri fyrir mig til að sýna að það er fullt af góðu fólki á hlaupabrautunum. Ég vil meina að ég sé heiðarlegur og góður drengur. Ég get sýnt öfluga keppni þegar á hlaupabrautina er komið" Gatlin er tuttugu og tveggja ára gamall frá Brooklyn í New York borg, en býr í Norður-Karólínu, þar sem hann æfir. "Þar hefur maður æft stíft og hlaupið í snjónum til þess að ná þessum árangri" segir Gatlin og greinilegt að eljusemin hefur borgað sig. Kappinn segist fullviss um að geta bætt tímann sinn en meira, en hann hljóp á 9,85 sekúndum. "Ég var fullstífur undir það síðasta og var farinn að hlaupa með kreppta hnefa. Ég get verið mun afslappaðri og gert betur. Takmarkið er sett á að slá heimsmetið og ég tel mig eiga góða möguleika á því". Gatlin leiðist allt tal um lyfjanotkun og segir það umræðuefni setja svartan blett á frábæra íþrótt. "Það er enginn sem spyr hvernig manni líður fyrir komandi keppni. Það er jafnvel betra að fá persónulegar spurningar heldur en að tala um lyfjamisnotkun í þessari grein. Allt annað en það", segir Gatlin og er ekki sáttur við stöðu mála hvað þetta snertir. Framundan hjá Gatlin er keppni í 200 metra hlaupi en okkar maður er fullviss um að þar geti hann staðið sig. "Ég hef alla burði til að vinna gullið og ef ég held huganum við hlaupið þá ætti ég að geta það" segir Gatlin og ætlar sér greinilega stóra hluti.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira