Njálsbrenna hin síðari 13. október 2005 14:32 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Ein áhrifaríkasta - og um leið einhver dapurlegasta - myndin sem dregin er upp í fornbókmenntum okkar er af brennunni á Bergþórshvoli, Njálsbrennu sem svo hefur verið kölluð. Þar lét fjöldi heimilismanna, börn, konur og karlar, lífið í hefndaratlögu fjölmenns flokks hatursfullra vígamanna. Öldum saman töldu Íslendingar að brennan hefði raunverulega orðið með þeim hætti sem lýst er í Njáls sögu. Fornleifafræðingar grófu jafnvel eftir brunarústum á staðnum á fyrri hluta síðustu aldar. Atburðurinn varð tákn um grimmd þjóðveldisaldar á kvöldvökum baðstofanna og í sögukennslu skólanna kynslóð fram af kynslóð. Í rauninni skiptir engu máli hvort Njálsbrenna er frásögn um atburð sem varð, tómur skáldskapur eða hvort hún byggir aðeins að hluta til á sannsögulegri fyrirmynd, sem er líklegast. Atburðurinn í listrænni endursögn eða sköpun höfundarins, hver sem hann var, er stöðug áminning um harðneskjuna, hefndarhuginn og hatrið í mannfélaginu. Um leið birtir hann okkur næsta ofurmannlegan kjark fólks sem gekk á móti ægilegum örlögum af reisn. Þetta er rifjað upp vegna þess að um helgina var Njálsbrenna sviðsett sem liður í dagskrá Töðugjalda á Hvolsvelli þar sem einnig er staðsett vinsælt sýningarhús, Njálusetur. Myndin af heitum, ógnandi logunum í sjónvarpsfréttum Stöðvar tvö í fyrrakvöld stuðaði fleiri en einn áhorfanda og vakti upp þá spurningu hvort íslensk ferða- og afþreyingarþjónusta sé á réttri leið þegar jafn harmsögulegur atburður verður tilefni skemmtiatriðis við leik, söng og fremur óheflaða eftiröpun vígaferla sögualdar. Fornbókmenntirnar eru vissulega sameign okkar allra og ritskýring þeirra og hagnýting eru engin einkaréttindi fræðimanna. Þær eru einmitt lifandi í samtímanum vegna þess hve almenningur hefur tekið miklu ástfóstri við þær öld fram af öld. En það þýðir ekki að engu skipti hvernig með þær er farið og hvernig þær eru kynntar. Þeir sem vilja hagnýta sér hinn sögulega arf þjóðarinnar mega ekki láta eins og óvitar sem róta eftir leikfangi í gullakistu. Það ætti að vera sjálfsagður virðingarvottur við forfeður okkar að umgangast menningararfinn af yfirvegun og vandvirkni og með sómatilfinningu að leiðarljósi. Það er satt að segja ekki fyrr en á allra síðustu árum sem Íslendingar hafa talið forfeður sína á fyrstu öldum byggðar í landinu víkinga eða talið sérstaka ástæðu til að hafa vígaferli sögualdar í hávegum. Orðið "víkingur" kemur ekki einu sinni fyrrir í Íslendingabók Ara fróða. Lesa má úr ýmsum Íslendingasagna tilhneigingu til að greina hetjur sagnanna frá réttnefndum víkingum, sjóræningjum og farandillvirkjum. "Víkingavæðingin" sem ferðaþjónustan hér á landi hefur staðið fyrir á undanförnum árum - og Njálsbrenna hin síðari er þáttur í - er angi af alþjóðlegri tísku, sem vissulega getur haft skemmtilegar og fræðandi hliðar ef vandað er til verka. En hún er umdeilanlegt fyrirbæri - jafnt sagnfræðilega sem siðferðislega - og Njálsbrennan á Hvolsvelli - eins og hún birtist í sjónvarpsfréttum - er óþægileg áminning um skort okkar Íslendinga á alvörukenndum skilningi á menningararfi okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Ein áhrifaríkasta - og um leið einhver dapurlegasta - myndin sem dregin er upp í fornbókmenntum okkar er af brennunni á Bergþórshvoli, Njálsbrennu sem svo hefur verið kölluð. Þar lét fjöldi heimilismanna, börn, konur og karlar, lífið í hefndaratlögu fjölmenns flokks hatursfullra vígamanna. Öldum saman töldu Íslendingar að brennan hefði raunverulega orðið með þeim hætti sem lýst er í Njáls sögu. Fornleifafræðingar grófu jafnvel eftir brunarústum á staðnum á fyrri hluta síðustu aldar. Atburðurinn varð tákn um grimmd þjóðveldisaldar á kvöldvökum baðstofanna og í sögukennslu skólanna kynslóð fram af kynslóð. Í rauninni skiptir engu máli hvort Njálsbrenna er frásögn um atburð sem varð, tómur skáldskapur eða hvort hún byggir aðeins að hluta til á sannsögulegri fyrirmynd, sem er líklegast. Atburðurinn í listrænni endursögn eða sköpun höfundarins, hver sem hann var, er stöðug áminning um harðneskjuna, hefndarhuginn og hatrið í mannfélaginu. Um leið birtir hann okkur næsta ofurmannlegan kjark fólks sem gekk á móti ægilegum örlögum af reisn. Þetta er rifjað upp vegna þess að um helgina var Njálsbrenna sviðsett sem liður í dagskrá Töðugjalda á Hvolsvelli þar sem einnig er staðsett vinsælt sýningarhús, Njálusetur. Myndin af heitum, ógnandi logunum í sjónvarpsfréttum Stöðvar tvö í fyrrakvöld stuðaði fleiri en einn áhorfanda og vakti upp þá spurningu hvort íslensk ferða- og afþreyingarþjónusta sé á réttri leið þegar jafn harmsögulegur atburður verður tilefni skemmtiatriðis við leik, söng og fremur óheflaða eftiröpun vígaferla sögualdar. Fornbókmenntirnar eru vissulega sameign okkar allra og ritskýring þeirra og hagnýting eru engin einkaréttindi fræðimanna. Þær eru einmitt lifandi í samtímanum vegna þess hve almenningur hefur tekið miklu ástfóstri við þær öld fram af öld. En það þýðir ekki að engu skipti hvernig með þær er farið og hvernig þær eru kynntar. Þeir sem vilja hagnýta sér hinn sögulega arf þjóðarinnar mega ekki láta eins og óvitar sem róta eftir leikfangi í gullakistu. Það ætti að vera sjálfsagður virðingarvottur við forfeður okkar að umgangast menningararfinn af yfirvegun og vandvirkni og með sómatilfinningu að leiðarljósi. Það er satt að segja ekki fyrr en á allra síðustu árum sem Íslendingar hafa talið forfeður sína á fyrstu öldum byggðar í landinu víkinga eða talið sérstaka ástæðu til að hafa vígaferli sögualdar í hávegum. Orðið "víkingur" kemur ekki einu sinni fyrrir í Íslendingabók Ara fróða. Lesa má úr ýmsum Íslendingasagna tilhneigingu til að greina hetjur sagnanna frá réttnefndum víkingum, sjóræningjum og farandillvirkjum. "Víkingavæðingin" sem ferðaþjónustan hér á landi hefur staðið fyrir á undanförnum árum - og Njálsbrenna hin síðari er þáttur í - er angi af alþjóðlegri tísku, sem vissulega getur haft skemmtilegar og fræðandi hliðar ef vandað er til verka. En hún er umdeilanlegt fyrirbæri - jafnt sagnfræðilega sem siðferðislega - og Njálsbrennan á Hvolsvelli - eins og hún birtist í sjónvarpsfréttum - er óþægileg áminning um skort okkar Íslendinga á alvörukenndum skilningi á menningararfi okkar.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun