
Viðskipti innlent
Hagnaður TM 208 milljónir

Hagnaður Tryggingamiðstöðvarinnar á öðrum ársfjórðungi nam 208 milljónum króna samanborið við 173 milljóna króna hagnað á sama tímabili í fyrra. Greiningardeild KB banka gerði ráð fyrir 195 milljóna hagnaði á fjórðungnum og er hagnaðurinn því í góðu samræmi við væntingar. Afkoman á öðrum ársfjórðungi jafngildir 0,22 króna hagnaði á hlut og um 6,8% arðsemi eigin fjár, reiknað á ársgrundvelli. Miðað við lokagengi hlutabréfa á markaði í gær áætlar greiningardeildin að óinnleystur gengishagnaður TM hafi aukist um rúmlega einn milljarð króna frá lok júní og nemi nú liðlega þremur milljörðum. Mestu munar þar um eignarhluti félagsins í Straumi og Landsbankanum. Myndin er af Gunnari Felixsyni, forstjóra Tryggingastofnunar.