Undir bláhimni besta söluvaran 11. ágúst 2004 00:01 Hlutir sem minna á horfna tíma, eins og sauðskinnsskór og rósaleppar, vekja athygli í Upplýsingamiðstöð ferðamála í Varmahlíð í Skagafirði. Þar eru þeir innan um nýtískulegri muni af ýmsu tagi og þegar farið er að forvitnast kemur í ljós að það er handverkshópurinn Alþýðulist sem stendur að framleiðslunni. Að sögn Maríu Guðmundsdóttur, einnar úr hópnum, er hann búinn að vera starfandi í nokkur ár. Í honum eru yfir 70 manns á öllum aldri og af báðum kynjum sem aftur tryggir fjölbreytni framleiðslunnar. "Upphaflega lögðu nokkrar konur upp með það að markmiði að halda við gömlu handverki. Svo hefur þetta þróast í allar áttir en áherslan er þó enn á að nota sem mest af íslensku hráefni," upplýsir hún. Meðal listafólks í hópnum nefnir hún Önnu Sigríði Hróðmarsdóttur sem líka er með gallerí í Lundi, örstutt frá Varmahlíð. María segir handverkshópinn hafa tekið þátt í að fjármagna byggingu hússins sem sölustarfsemin er í og rekið er af sveitarfélaginu. Sérhönnuðu lopapeysurnar Undir bláhimni og Undir gráhimni, prýddar skagfirskum góðhestum, eru ein vinsælasta söluvaran og eiginlega samnefnari fyrir staðinn. María sýnir húfur og vettlinga í stíl sem hafa verið að bætast við á markaðinn. Þessar hlýlegu flíkur eru líka fáanlegar í Hestamiðstöð Íslands á Sauðárkróki. Ferðalög Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Hlutir sem minna á horfna tíma, eins og sauðskinnsskór og rósaleppar, vekja athygli í Upplýsingamiðstöð ferðamála í Varmahlíð í Skagafirði. Þar eru þeir innan um nýtískulegri muni af ýmsu tagi og þegar farið er að forvitnast kemur í ljós að það er handverkshópurinn Alþýðulist sem stendur að framleiðslunni. Að sögn Maríu Guðmundsdóttur, einnar úr hópnum, er hann búinn að vera starfandi í nokkur ár. Í honum eru yfir 70 manns á öllum aldri og af báðum kynjum sem aftur tryggir fjölbreytni framleiðslunnar. "Upphaflega lögðu nokkrar konur upp með það að markmiði að halda við gömlu handverki. Svo hefur þetta þróast í allar áttir en áherslan er þó enn á að nota sem mest af íslensku hráefni," upplýsir hún. Meðal listafólks í hópnum nefnir hún Önnu Sigríði Hróðmarsdóttur sem líka er með gallerí í Lundi, örstutt frá Varmahlíð. María segir handverkshópinn hafa tekið þátt í að fjármagna byggingu hússins sem sölustarfsemin er í og rekið er af sveitarfélaginu. Sérhönnuðu lopapeysurnar Undir bláhimni og Undir gráhimni, prýddar skagfirskum góðhestum, eru ein vinsælasta söluvaran og eiginlega samnefnari fyrir staðinn. María sýnir húfur og vettlinga í stíl sem hafa verið að bætast við á markaðinn. Þessar hlýlegu flíkur eru líka fáanlegar í Hestamiðstöð Íslands á Sauðárkróki.
Ferðalög Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira