Fjölbreyttasta landslag í heimi 11. ágúst 2004 00:01 Íslendingum býðst að kynnast töfrum Nýja Sjálands í sérstakri hópferð frá ferðaskrifstofunni Úrval Útsýn sem stendur frá 15. október til 6. nóvember. Þetta mun vera fyrsta sérferðin sem farin er héðan til beggja eyja Nýja Sjálands og komið er við í Singapore á leiðinni út. Ferðin er skipulögð af Ara Trausta Guðmundssyni jarðeðlisfræðingi og Andy Dennis sem er nýsjálenskur og talar íslensku. Að sögn Ara Trausta verður blandað saman skoðun á skemmtilegu mannlífi og óvenjulegu náttúrufari sem hann lýsir svo: "Þarna er fjölbreyttasta landslag sem um getur í veröldinni eins og þeir kannast við sem hafa séð Hringadróttinssögu á hvíta tjaldinu. Þarna eru eyðimerkur og baðstrendur, regnskógar, dalir með blómlegum landbúnaði, jöklar, eldfjöll og hverir, alpafjöll og firðir sem slá þá norsku út." Hvarvetna verður gist á góðum hótelum og aldrei minna en tvær nætur á hverjum stað. Þeir Ari Trausti og Andy munu kynna ferðina í máli og myndum í Þingsal hótel Loftleiða kl. 20 í kvöld, 12. ágúst. Ferðalög Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Íslendingum býðst að kynnast töfrum Nýja Sjálands í sérstakri hópferð frá ferðaskrifstofunni Úrval Útsýn sem stendur frá 15. október til 6. nóvember. Þetta mun vera fyrsta sérferðin sem farin er héðan til beggja eyja Nýja Sjálands og komið er við í Singapore á leiðinni út. Ferðin er skipulögð af Ara Trausta Guðmundssyni jarðeðlisfræðingi og Andy Dennis sem er nýsjálenskur og talar íslensku. Að sögn Ara Trausta verður blandað saman skoðun á skemmtilegu mannlífi og óvenjulegu náttúrufari sem hann lýsir svo: "Þarna er fjölbreyttasta landslag sem um getur í veröldinni eins og þeir kannast við sem hafa séð Hringadróttinssögu á hvíta tjaldinu. Þarna eru eyðimerkur og baðstrendur, regnskógar, dalir með blómlegum landbúnaði, jöklar, eldfjöll og hverir, alpafjöll og firðir sem slá þá norsku út." Hvarvetna verður gist á góðum hótelum og aldrei minna en tvær nætur á hverjum stað. Þeir Ari Trausti og Andy munu kynna ferðina í máli og myndum í Þingsal hótel Loftleiða kl. 20 í kvöld, 12. ágúst.
Ferðalög Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira